Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 16
12 - að geta slappað af og verið maður sjálf- ur fáein augnablik. Annars voru það ekki mörg augnablikin þessa tíu daga, sem maður átti sjálfur. Einn daginn var farið í skrúðgöngu um helztu götur bæjarins. Þúsundir áhorf- enda stilltu sér upp meðfram gangstétt- unum og hylltu stúlkurnar, þegar þaer oku framhjá á blomum skrýddum vögnum. Annan daginn mættum við borgarstjóra Long Beach. Sú athöfn fór fram á stór- um leikvangi, sem rúmaði tugi þúsunda manns. Við það tækifæri klæddumst við þjóðbúningum okkar og gáfum borgar- stjóranum gjöf, sem skyldi vera táknræn fyrir land vort. Gjafirnar voru margvís- legar, m. a. voru honum færður lax og lifandi kalkúnn og gullklumpur. Sjálf keppnin fór svo fram seinasta kvöldið. Mikil eftirvænting lá í loftinu og hótelið var sem suðandi býflugnabú allan daginn. Flestum fannst tíminn aldrei ætla að líða. En þessi dagur tók enda eins og aðrir dagar. Sumum veitti hann hamingju en öðrum vonbrigði. Sumar höfðu eitthvað að taka með sér heim, en öðrum fannst þeim vera snauð- ari en nokkru sinni fyrr. Samt voru þær allar reynslunni ríkari og ennfremur höfðu þær eignazt fjöldann allan af vinum. Þær höfðu tengzt órjúfandi vináttuböndum við stúlkur hinum megin á hnettinum, og fengið nýjar hugmyndir um lönd þeirra. Þær sáu, að alls staðar finnst gott fólk og eftir þetta er þeim óskiljanlegt hvern- ig menn geta verið að berjast út af smámunum. Auk þess hafa þær fengið tækifæri til þess að dvelja í stóru, ríku landi og kynnast íbúum þess. Kynnast hinni ungu, kraftmiklu og lífsglöðu þjóð, þjóð með nýjar venjur og nýja siði. Hvað getur hún beðið um frekar ? Næsta morgun var ég aftur orðin frjáls sem fuglinn fljúgandi og gat haldið heim á leið. Þegar ég leit niður á land- ið mitt, hrjóstrugt og kuldalegt ofan úr flugvélinni rétt áður en við lentum, greip mig slík fagnaðar- og hamingju- tilfinning, að mér fannst ég mundi springa. Mér fannst allt fallegt, jafnvel steinarnir og sandurinn, því það yndis - legasta við öll ferðalög er ætíð að koma heim aftur. FRÁ FÉLAGSHEIMILISNEFND Margir naglar hafa í spýtur gengið á íþökulofti, frá því að sú ákvörðun var tekin að breyta húsinu í félagsheimili nemenda, þó eru þar nokkrir naglar ó- reknir enn. Eins og mönnum mun kunn- ugt hófust framkvæmdir miklu síðar en fyrirhugað var. Lágu til þess ýmsar orsakir, en hér mundi of langt að rekja feril málsins frá upphafi, enda krókótt- ur mjög. Hefur verið leitazt við að hraða gangi málsins eftir föngum, en eins og þeir vita, sem hafa átt sitt að sækja í hendur hins opinbera, getur margt tafið á þeirri leið. Hefur verið unnið að framkvæmdum dag hvern, og verður vonandi svo framvegis, unz hús- ið allt er tilbúið til notkunar. Nefnd sú, er kosin var á síðastliðnum vetri mun starfa áfram með þeim breyt- ingum, er á henni hafa orðið, unz hinu nýja heimili hafa verið sett lög. - En sem sé sumir draumar rætast, og sumir loft- kastalar verða að vistlegri baðstofu á jörðu niðri. Því hillir nú undir þann veru- leika, að tekin verði í notkun efri hæð íþöku sem samastaður nemenda. Hafa þar miklar breytingar á orðið öllum húsakynn- um, enda ekkert til sparað að þau yrðu sem rúmbezt og vistlegust. Unnið er nú einnig að undirbúningi þeirra framkvæmda, sem fyrirhugaðar eru á neðri hæð hússins, og standa vonir til, að þeim verði lokið einhvern tíma á þessum vetri. - Ljóst er, að rekstur félagsheimilisins er ógerlegur í sinni fyrirhugaðri og full- kominni mynd, meðan einungis efri hæðin er fullbúin. Verður því leitazt við að laga reksturinn fyrst um sinn eftir aðstæðum. En við treystum því, að fólk skilji og taki skynsamlega þeim annmörkum, er verða á rekstrinum í upphafi, þar eð þetta verð- ur aðeins smáforskot á sæluna, sem í vændum er. En nemendur verða allir að gera sér ljósa þá ábyrgð og þær skyldur, sem lagðar eru hverjum einum a herðar, um leið og þeir taka við hinu veglega framlagi, sem á að verða þeim til aukins þroska og gleði. Og eigi þessi glæsilega nýung í menningarmálum þjóðarinnar að takast, verða nemendur að sýna, að þeir séu ekki ótíndur skríll, sem á ekki annars staðar heima en á ísbar, heldur séu þeir verðir þess.að þeim sé trúað og treyst og ávaxti vel það, sem þeim er ferngið í hendur. 3. nóv. 1957

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.