Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 25
- 21 nú aðeins nokkurs konar safnminjagripur. Nær hún yfir 79.000 fermetra svæði. Þangað var mjög fróðlegt og skemmtilegt að koma. Við dyrnar á fyrsta húsinu, en þetta eru mörg hús með görðum á milli, standa tvö Ijón og varna illum önd- um innkomu. Okkur fannst mikið koma til íburðarins, og þó um leið smekkvísi og fegurðar keisarahallarinnar. Skammt þaðan er hæsta hæð Peking-borgar, Kola- hæðin. Það þótti næstum afrek að ganga þangað upp í þeim hita sem þá var. Ávallt notuðum við blævængi og sólhlífar, svo sem Kínverjar sjálfir. Þaðan mátti sjá yfir borgina, en sérlega vel sáum við þó yfir keisarahöllina. Kvikmyndahús eru mörg og flest ný, enda kvikmyndir frekar nýjar á nálinni fyrir alþýðu Kína. Vinsælastar eru kvik- myndir ítala og Frakka, og einnig þær myndir, sem þeir sjálfir framleiða. Sáum við margar kínverskar kvikmyndir, og undruðumst við tækni þeirra og list- fengi. Efast ég ekki um, að kínverskar kvikmyndir yrðu vinsælar hér, fengist texti við þær. - Síðan 1949 hafa 4 stór leikhús verið byggð og mörg smærri. Sáum við t.d. Peking Operuna, sem Reyk- víkingum er kunnug, einnig fórum við á skemmtikvöld þar sem dansað var, spilað og sungið. Öll leikhús og kvikmyndahús eru alltaf full og vilji maður fara í bíó á t. d. þriðjudag verður að kaupa miða á mánudag. í Peking eru margir lystigarðar og var gaman að koma og skoða fólkið og um- hverfið. En vinsælastur af öllum lysti- görðum og fallegastur, er hinn stóri garður, sem umlykur sumarhöll keisar- ans, sem er alveg gerður af mannavöld- um. Þar er m. a. stórt stöðuvatn, þar sem eru skemmtibátar, og einnig hægt að synda. Á kvöldin er dansað. Á einum stað er hvít brú yfir vatnið, og er hún hálfgerð hringbrú eða bogbrú, eins og allar kínverskar brýr. Brúin var skreytt með 124 ljónshausum. Á öðrum stað get- ur maður gengið undir breið göng, sem skreytt eru 548 mismunandi myndum. En mesta athygli vakti steinskipið. Stórt og tignarlegt teygir það sig út í vatnið, þetta skrautlega steinskip, sem keisar- innan lét byggja fyrir 60 ára afmæli sitt, og fyrir peningana, sem nota átti til her- varna ríkisins. Nokkur orð lærði ég í kínversku, en ekki var það mjög mikið, enda erfitt, því hvert orð er hægt að bera fram á 4 mismunandi háttu, og þýðir orðið mjög mismunandi eftir, hvernig það er borið f ram. Ekki get ég ímyndað mér annað en kínverski maturinn sé hinn bezti í heimi. Heyrt hefi ég þó, að Frakkar vilji hafa þau ummæli um sinn mat. Oftast borð- uðum við Evrópskan mat, en þó stund- um kínverskan, og var það mjög skemmtilegt. Máltíðin samanstendur af óteljandi smáréttum, allt er brytjað nið- ur, því ekki er hægt að skera með mat- prjónum Kínverja. Matprjónarnir eru bæði þægileg og skemmtileg áhöld. Tvær eða þrjár tegundir af súpum eru einnig bornar fram og er ómögulegt að lýsa þeim eða bragði þeirra, en góðar voru þær. Súpur eru borðaðar úr litlum skemmtilegum skálum og með skrítnum skeiðum. En bezta matinn fengum við eitt sinn eitt kvöld á veitingahúsi í borg- inni. Kínversk veitingahús eru þannig, að hægt er að skilja salinn í sundur með tjöldum, þannig að það myndast mörg smáherbergi. Rétturinn, sem við borðuðum, er alveg sérstakur fyrir Pekingborg og kallaður Peking-öndin. Við settumst að borðum og var fyrst komið með marga smárétti eins og venjulega. En meðal drykkjarfanga var sérstakur drykkur, rísvín; sögðu þeir hann lítið áfengan, en hjartastyrkjandi og góður undir svefn. En síðan kom aðalrétturinn - heil önd var borin inn á stóru fati og leikinn þjónn skar hana í smábita og setti á disk. Útflattar kökur, eins og pönnukökur í laginu, voru teknar og vafðar utanum kjötið og síðan bitið í. Smakkaðist þetta alveg ógleym- anlega, dásamlega vel. Ég held ég endi á að segja ykkur frá Musteri Himinsins. Við keyrum eftir hinni breiðu aðalgötu framhjá hinu nýja glæsilega Peking-Hoteli, hinni stóru útvarpsbyggingu, sem er í smíðum, og að hliði hins himneska friðar. Þar skammt frá gnæfir Musteri Himinsins. Það er hringlaga og byggt í hinum sér- stæða kínverska byggingastíl. Það er um 400 ára gamalt og dregur til sín alla ferðamenn. Samkvæmt lögmalum stærðfræðinga á það löngu að vera

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.