Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 19
15 ÞORSTEINN GYLFASON: Tolle ri 27.október 1957. ÉG veit ekki af hverju það er, að þær mannverur, sem kalla sig fullorðið folk, hafa ævinlega lagt mikið upp úr því, að börn og unglingar töluðu með tilhlýðilegri virðingu um þá virðulegu stofnun, Menntaskólann í Reykjavík. Það virðist vera þeim mikið hagsmuna- mál. En úr því þetta er nú einu sinni svona, er það skiljanlegt, að maður líti í kringum sig, þegar maður innritast í þessa stofnun sem nemandi, og segi í hálfum hljóðum við sjálfan sig : Ja mikil ósköp eru að sjá. Og svo læðist maður á tánum um fata- geymsluna, þar sem pabbi og mamma voru að draga sig saman - her í gamla daga. Eitt af því marga, sem stendur um- leikið dýrðarljóma í frásögnum fullorðna fólksins, eru tolleringar. Má því búast við, að nýsveinar bíði þeirrar miklu stundar með eftirvæntingu. Það var þá líka ástæða til. Persónu- lega hef ég aldrei séð ferlegri aðfarir. í miðri kennslustund heyrist rekið upp voðalegt óp á ganginum. Skömmu síðar er hurðinni hrundið upp, og inn vaða tíu beljakar. Þeir taka nú til höndunum, og var það mesta mildi, að höfundur þessarar greinar gat smogið út úr stofunni ásamt nokkrum bekkjar- bræðrum, áður en jakarnir náðu til þeirra. Að gefnu tilefni, vill höfundur þó taka það fram, að hann var tolleraður. Þegar fram á ganginn kom, var þar ófagurt um að litast. Lá fatnaður eins og hráviði um allt, og út úr nágranna- stofunum voru vinir og kunningjar born- ir af jökum, sömu tegundar og þeir, er gengu sem vasklegast fram í okkar eig- ri q O.f' in bekk. Fyrir utan skólann stóðu efri- bekkjameyjar og annar kvenkostur þeirra bekkja og horfðu aðdáunaraugum á bekkj- arbræður sína, sem sumir höfðu hneppt frá sér að ofan og þöndu loðið brjóstið, og voru þeir auðvitað mun jakalegri fyr- ir bragðið, minntu þeir nú fremur á dýr en homo sapiens. Einn bekkur hafði sýnt þá vafasömu framtakssemi, að loka sig inni, enda var þeim ekki láandi, svo ferlegir sem efri- bekkingar voru. Þurfti meira en meðal- mann til þess að fá ekki læraskjálfta og magaverk, við það eitt að vera áhorf- andi að atburðum dagsins. Þarf ekki að lýsa því, hvernig jakarnir títtnefndu brugðust við þessu. Gerðu þeir ítrekuð áhlaup á stofuna úr öllum áttum, og enduðu þessi ósköp með því, að tveir voru fluttir særðir á brott, ein rúða brotin og stofan ekki kennsluhæf næsta tíma sökum táragass. Það leiðir af sjálfu sér, að hér er aðeins vikið að broti af því, sem skeði þennan dag. En lýsingin er nógu ægileg samt. Þegar minnst hefur verið á, að toller- ingar séu óþörf og heimskuleg skemmt- un, hefur fólk ^jafnan hengt hatt sinn á það, að þær seu tradisjón, sem ekki megi fyrir nokkurn mun niður falla. En menn verða t. d. að taka það með í reikninginn, að nú koma menn tveim ár- um eldri í skólann en áður fyrr, og er mik- ill munur á, hvort kastað er í loft upp 13- 14 ára unglingum, eða 15 ára rumum, enda hefur annað eins komið fyrir, að menn væru of þungir fyrir þá, sem niðri stoðu, og hafa hlotizt stórslys af. Eru tolleringar í núverandi mynd blettur á hinni "virðulegu" stofnun, og má furðu- legt teljast, ef skólayfirvöldin sjá ekki sóma sinn í því að stöðva þessa óhæfu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.