Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 28
- 24 - Menntlingarnir, sem hafa nælt sér í hvíta kollinn og einhvern grundvöll, eru flestir með námsleiða á hitasottarstigi. Er þá hætt við, að grundvöllurinn se skjotur að gliðna og lítið verði ur námi í nýju málunum, nema þau beinlínis varði lífsstarf þeirra. Þegar hér er komið sögu er allur blessaður Latneskufróð- leikurinn horfinn sem dögg fyrir sólu, en eftir standa hausarnir, innantómari og andlausari en nokkru sinni fyrr. Ljótt er til þess að vita en allt um það blákaldur sannleikur. Þess vegna verða rök málsvara gamla málsins aldrei ann- að en haldlaust hálmstrá og hvað snertir upprunaleik Latnesku er ekki ur vegi að geta þess, að fullkomlega nægir að kenna orðstofna hennar og afleiddar myndir þeirra til þess að öðlast undirstöðu í nýju málunum. Yrði með þeim hætti vafalaust minna um sveitta skalla á kafi í harðvítugu beygingarkerfi. Þetta hefur verið reynt við fjölda skóla erlendis og gefið góða raun. Mætti þá nota þann tíma, sem við sparast til náms í nýju málunum t. d. ítölsku skilgetnu afkvæmi Latnesku og um leið einu hljómfegursta máli í veröldinni. Þó nemendur kæmust ekki suður í sólskinið á ítalíu til að spreyta sig, gætu þeir þó alltaf labbað upp í okkar nýstofnaða, ágæta Þjóðleik- hus, notið unaðslegrar tónlistar og jafn- framt skilið óperurnar, en ftalska er þeirra höfuðmál. Það liggur því í hlut- arins eðli að slíkt væri notadrýgra stærðfræðideildinni en að geta lesið aug- lýsingu um Rússagilli en að sögn mun Latneskukunnátta hennar vera miðuð við þá getu. Ýmsir framtaksamir menn hafa hér reynt að spyrna við fótum. Er þar skemmst að minnast er Guðm. Ágústs- son ( "kollega" ) tók af skarið og kenndi fjölda manns úr 4. bekk Esperantó í fyrra. Þetta var merkileg og virðingarverð við- leitni, sem eiginl. ber að verðlauna úr skólasjóði. Er vonandi að fleiri feti í fótsporið, en enn þrífst Latneskan í skól- anum, því að enn hafa margir ekki melt hið alkunna latneska spakmæli, að fyrir lífið lærum við en ekki skólann, en láti allt að óskum læknast þetta meltingar- ólag áður en langt um líður á þessari öld vísindanna. SKÓLAVERA Ömurleiki hversdagsleikans heltekur sál vora og þjarmar að líkama vorum. Við kveljumst af einhverjum óskiljanleg- um ástæðum. Þungbúinn himinn, slydda á götum, vont skap fólks og of seinn strætisvagn. - Skóli, skólabækur, kennar- ar allt þetta væri e.t. v. skemmtilegt, ef ekki væru þetta hversdagslegir hlutir, sem fá okkur til að hata vikudagana, þó sérlega mánudaga. Hvern dag vikunnar sitjum við kyrr, 45 mínútur í ensku, 45 mín. í þýzku, aðrar 45 mín. í latínu, enn 45 mín. í frönsku, fimmtu 45 mín. í íslenzku, og enn aðrar 45 mín. í sögu. Hvernig væri að skipta um kennslufyrir - komulag ? - Þegar við lesum undir próf, lesum við tvo - þrjá daga sama fagið og ljúkum við það. Við lesum ekki 45 mín. ensku, eða 45 mín. sögu, nei hreint ekki, það væri eitthvað bogið við þann, sem læsi þannig. Hvers vegna er ekki hægt að ákveða vissan tíma fyrir eitt fag eða tvö, ljúka við það, taka próf í því, og byrja síðan á því næsta ? Þetta hefur reynst mjög vel erlendis, var áhuginn miklu meiri fyrir náminu og árangur betri. Stafar það áreiðanlega mikið af því, að þá er nógur tími og ekki þarf að vera að hlaupa úr einu í annað í sí- fellu. En það er ákaflega þreytandi, og blátt áfram óþolandi til lengdar. Við yfirgefum skólann andlega og líkamlega þreytt dag hvern og okkur langar mest að grýta öllum skólabókum, sem allra lengst í burt. Hví ekki vekja Menntskælinga til lífs úr þeim deyfðar- dofa, sem nú hefur þá á valdi sínu með því að létta námið og gera það skemmti- legt ? S. Heyrt í 5.-X "Menntaskólinn er funktion, þar sem pensúmið stefnir á óendanlegt, en vizkan á núll. " Sigurður Gizurarson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.