Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 22
18 - ALLIR þekkja hann - Luðvíg Björn Albertsson - inspector á vetrum, enpólí- tý á sumrum. Ver dáum vöxt hans : herðibreiður, mjaðmamikill og þykkholda. Bygging líkama hans er eins og storbrot- ið landslag. Brjostkassinn hefur sig með fjallslegum tignarleik yfir víðáttu mag- ans. Hökurnar tvær eru hvor annarri andstæðar : önnur lík legþúfnakolli, hin sem sjávarhamar á ströndu. Þar fyrir ofan ríkir munnurinn: upphaf og endir alls með þessum manni : matur, hlátur. - Geðið er eins og moður Jörð : skurn að utan, bráðið innan. Það gustar af honum á manna- og vega- mótum : hrindingar 4- hlátur + pústrur + pískr = líf. Smámarblettir á lend náung- ans eru honum kærkomið gleðiefni. Lífi og limum halda flestir. í fólksmergð brunar hann áfram með atorku jarðýtunn- ar, svo að mannhafið brýtur á honum líkt og skipi í stórsjó. Við tolleringar verður allt undan hon- um að láta. Þær eru hans yndi. Þá svitn- ar hann og hamask, rífur klæði sín og dirkar upp luktar dyr með kústsköftum. Hryður hann hverja stofu á fætur annari og léttir eigi fyrr en af er lokið. Við dansmennt er hann öllum tápmeiri. r sjálfs síns spindilsnúningi þýtur hann fram og aftur um salinn eins og gervi- tungl ( í fyllingu ), enda sést kjalsog hans lengi á eftir. - Hann er sportiðjót á heimsmælikvarða og á engan sinn líka hvað færleik snertir um stillingu sturtna. Lúðvíg hefur öllum fegurri söngrödd og var svo strax í hans barnæsku. Er það almælt, að kvinnur fái eigi vatni hald- ið þá, er hann hefur upp raust sína frem- ur en stöllur þeirra í Rómaborg suður, er húðstrýktur var Sturla Sighvatsson. - Það var miðsumars árið 1938, að Lúllinn var í heiminn borinn við mikinn grát en meiri orðstí. Herma sagnir að þá setti Þór gneipan, er hann frá, að fæddur var sveinninn. Þóttist hann þar kenna ofjarl sinn. Var það jafnt að von- um. Jafnskjótt og sveinninn hafði laugaður verið, reis hann upp og mælti til móður sinnar: "Ek em svangr. Gef mér pylsu." Var svo gert. Þá hló kappinn. Áður muni var Lúllinn fluttur norður um Kjöl og holað niður í afskekktri fjarðarkytru á einu nyrzta nefi landsins. Ólst kappinn þar upp við hamfarir höfuð- skepna í grútarfýlu og peningalykt. Gerðist hann bratt sterkur af. Finnast margar sögur til marks um hreysti hans. Sú er ein, að það var vandi hans jafnan, er hann var atyrtur af móður sinni, að hann hóf hana á loft og hélt svo, þar til runnin var reiðin. Lék hann þetta í fyrsta sinni nýlega þrévetur orð- inn. En böggull fylgdi skammrifi. Matar- lyst hans var próportsjónöl atgervinu. Át hann allt er að kjafti kom og virtist svo sem hungur hans yrði aldrei satt. Sáu foreldrarnir eigi annan kost vænni sér til bjargar en senda piltinn í sveit uppá fæði og húsnæði. Gerðist stráksi "traktordriver" hjá bónda og nefndist Dengsi, þótt enginn vissi hvers vegna. Þó fékk Dengsi þar eigi lengi unað, því að áður varði hafði Lúllinn etið bónda út á gaddinn. Nú voru góð ráð dyr. Fjöldskyldan fluttist í höfuðstaðinn. í fyrstu bjó hún við götu jafningja Lúllans - Grettis, en er ár liðu þótti ekki fært að hafa pilt- inn búandi svo nærri skarkala lífsins og fyrir því var hann fluttur inn undir Klepp upp á sjöttu hæð í blokkarbygg- ingu. Þotti honum þar vel borgið. Jafn- framt gerðist hann tíður gestur í Klepps- vagninum. Þekkist á því vagninn síðan,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.