Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  272. tölublað  98. árgangur  REIGÐI HRYGGINN OG ÝLFRAÐI EINS OG SLÁTTUVÉL SKAPAR ÓGLEYMANLEGAN KARAKTER NOTALEG JÓLAPLATA FRÁ SIGURÐI OG MEMFISMAFÍUNNI SUNNUDAGSMOGGINN NÚ STENDUR MIKIÐ TIL 54PRUFUTÍMINN 10 „Þegar við fáum upp úr kössunum svona skemmti- lega og óvænta gamla hluti þá höldum við upp á þá til þess að boðið þá upp á uppboði sem þessu,“ segir Halldóra Eldon, aðstoðarverslunarstjóri Góða hirð- isins. Í gær fór fram uppboð á sérstökum munum í hús- næði hans sem stjórnað var af tónlistarmanninum KK. Að sögn Halldóru seldust munir á því fyrir 380 þúsund krónur á þeim eina klukkutíma sem uppboðið stóð yfir. Góði hirðirinn hefur áður staðið fyrir upp- boðum sem þessu en ágóðanum af þeim er varið til sérstakra verkefna á sviði góðgerðarmála. Að þessu sinni rann hann til Bjarkaráss sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu. Næsta uppboð Góða hirðisins er fyrirhugað 10. desember næstkomandi. hjorturjg@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Gamlir munir til góðra mála Egill Ólafsson egol@mbl.is Gangi spá OECD um hagvöxt á þessu og næsta ári eftir eru tekjur rík- issjóðs ofmetnar í fjárlagafrumvarpi næsta árs um 15 milljarða. Þetta seg- ir Halldór Árnason, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. OECD birti í fyrradag spá sem gerir ráð fyrir 1,5% hagvexti á næsta ári, en í fjárlaga- frumvarpinu er byggt á þeirri forsendu að hag- vöxtur verði 3,2%. „Þetta sýnir að það er mjög lítil fjárfesting í gangi og það er að leiða til sam- dráttar í efnahagslífinu. Samtök at- vinnulífsins hafa margsinnis bent á að ef það ætti að vera eitthvert áherslu- mál sem taka á fram yfir önnur þá er það að skapa skilyrði fyrir atvinnu- lífið svo það geti farið að fjárfesta,“ segir Halldór. Meira atvinnuleysi Minni hagvöxtur en reiknað er með í fjárlagafrumvarpinu þýðir einnig að atvinnuleysi verður meira sem leiða mun til meiri útgjalda fyrir ríkissjóð. Von er á nýrri hagspá frá Hagstofunni á næstu dögum, en verði hún í takt við spár OECD, Alþýðu- sambands Íslands og Seðlabankans, sem allar gera ráð fyrir hagvexti á bilinu 1,5-2,1%, þýðir það að skera verður meira niður í útgjöldum eða hækka skatta meira en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Ástæða þess að spáð er minni hagvexti en áður er m.a. sú að ekki er reiknað með að framkvæmdir við ál- ver í Helguvík fari af stað af neinum krafti á næsta ári. »16 Hafa ofmetið tekjur  OECD spáir minni hagvexti á næsta ári 1,5% spá OECD um hagvöxt hér á næsta ári  Dómsmála- ráðuneytið áætl- ar að kostnaður við að kalla sam- an landsdóm verði 113 millj- ónir ef máls- meðferð tekur fjóra mánuði en dragist það í tvo mánuði til viðbótar eykst kostn- aðurinn um 43 milljónir. Kostn- aður vegna saksóknara er hér ekki meðtalinn þar sem Alþingi greiðir hann. Er hann áætlaður 35,4 milljónir á þessu og næsta ári. »25 Kostnaður vegna landsdóms 150-200 milljónir kr.  Ef satt reynist að nýtt Icesave- samkomulag við Breta og Hollend- inga muni kosta ríkið um 60 millj- arða króna mun gjaldeyririnn, sem nota verður til afborgana, jafnast á við um sjöfaldan árlegan innflutn- ing Íslendinga á fólksbifreiðum, miðað við tölur frá í fyrra. Greiðslubyrði ríkisins af erlend- um lánum er nú þegar mjög þung og miðað við greiðsluáætlun verður gjaldeyrisforðinn uppurinn árið 2015, árið sem greiðslur á Icesave- skuldinni myndu hefjast samkvæmt gamla samkomulaginu. »26 Um sjöfaldur inn- flutningur á bílum Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Minna verður skorið niður á um- dæmissjúkrahúsum en fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár gaf til kynna og standa á vörð um heilsu- gæsluþjónustu í landinu. Gera á um- dæmissjúkrahúsin starfhæf til að geta tekið við verkefnum frá minni sjúkrahúsum og gætu framlögin í einhverjum tilvikum aukist. Þetta er samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins meðal tillagna sem væntanlegar eru frá vinnuhópi heil- brigðisráðuneytisins um hvernig út- færa á niðurskurð á framlögum til heilbrigðisstofnana í landinu. Sam- kvæmt þessu munu sjúkrahúsin á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Nes- kaupstað, Selfossi og í Reykjanesbæ þurfa að skera minna niður en fjár- lagafrumvarpið gaf til kynna. Þá er Heilbrigðisstofnunin í Vestmanna- eyjum talin vera með sérstöðu þó að hún sé ekki skilgreind sem umdæm- issjúkrahús samkvæmt lögum. Því gætu sjúkrahúsin á Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík og Höfn vænst þess að þurfa að skera töluvert nið- ur, þó ekki í jafnmiklum mæli og frumvarpið gerði ráð fyrir, t.d. allt að 40% á Húsavík. Hörð andstaða hefur komið fram á landsbyggðinni við niðurskurðaráform stjórnvalda. Ef sjúkrahúsið á Akureyri er undan- skilið starfa um 3.000 manns á heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni og þykir ljóst að fjöldamörg störf séu í húfi. Efasemdir eru uppi um lög- mæti niðurskurðarins og hvort jafn- mikill ábati sé af flutningi verkefna milli stofnana og af hefur verið látið. Minna skorið af hinum stóru  Gera á umdæmissjúkrahús starfhæfari og verja heilsugæsluna  Tillagna vinnu- hóps að vænta til heilbrigðisráðherra  Hundruð starfa á landsbyggðinni í húfi Fjölþætt þjónusta » Á landsbyggðinni eru starf- andi tólf sjúkrahús, að Sjúkra- húsinu á Akureyri undanskildu. Innlagnir eru yfir 10 þúsund á ári og aðgerðir um 9.500. » Hátt í 100 þúsund manns njóta þjónustu þessara stofn- ana. Undir þær heyrir rekstur um 50 heilsugæslustöðva. MStofnanir sem berjast »20-21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.