Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 49
DAGBÓK 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Sudoku Frumstig 2 1 2 7 9 3 3 1 6 4 8 6 8 9 4 1 7 8 9 2 3 7 3 4 6 1 4 8 3 6 3 1 8 9 8 4 9 5 6 8 9 8 5 6 4 7 1 8 9 7 6 8 2 7 1 4 4 6 9 8 1 8 3 9 2 4 7 1 6 7 3 4 8 1 6 8 4 2 7 9 5 3 1 9 1 5 6 4 3 7 8 2 2 3 7 1 5 8 9 6 4 3 6 2 5 8 7 1 4 9 7 9 1 3 2 4 6 5 8 5 4 8 9 1 6 2 7 3 1 7 6 4 3 2 8 9 5 8 5 3 7 9 1 4 2 6 4 2 9 8 6 5 3 1 7 6 5 4 2 1 3 7 9 8 7 3 1 8 4 9 5 2 6 9 2 8 7 6 5 3 1 4 8 9 2 6 5 7 1 4 3 3 6 5 4 8 1 9 7 2 1 4 7 3 9 2 8 6 5 2 8 3 1 7 6 4 5 9 5 1 6 9 3 4 2 8 7 4 7 9 5 2 8 6 3 1 3 8 9 6 1 2 4 7 5 1 6 5 3 7 4 2 9 8 7 2 4 9 8 5 3 6 1 5 1 7 4 3 8 9 2 6 8 9 6 2 5 7 1 4 3 4 3 2 1 6 9 8 5 7 6 4 8 7 2 1 5 3 9 9 5 3 8 4 6 7 1 2 2 7 1 5 9 3 6 8 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 20. nóvember, 324. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Víkverja þykir skemmtilegt aðgera sér dagamun og skella sér í bíó. Hann er þó heldur nískur og fer því iðulega aðeins á þriðjudögum, þegar bíómiðinn er öllu ódýrari. Vík- verji þykist vera búinn að finna út að kvikmyndahúsin hljóta að græða vel á þriðjudagskvöldunum, því þar sem fólk borgar minna fyrir miðann leyfir það sér að eyða þeim mun meira í popp og kók og annars konar góð- gæti. x x x Víkverji skellti sér sl. þriðjudag íSmárabíó og þegar hléið brast á var hann fljótur að skjótast út úr salnum til að sleppa við raðirnar í nammisölunni. Víkverja brá því þeg- ar hann kom fram og sá margar lang- ar raðir við sjoppuna. Greinilega hafði hlé byrjað nokkrum mínútum áður í öðrum sal. Víkverji skildi ekk- ert í þessari undarlegu skipulagn- ingu en skellti sér þrátt fyrir það aft- ast í eina röðina. Leið og beið og löngu síðar, að því er virtist, fékk Víkverji afgreiðslu og hélt því næst pirraður inn í myrkvaðan salinn, þar sem hléið var búið. Smárabíó mun ekki græða mikið á þriðjudags- kvöldum með þessu áframhaldi. x x x Vinur Víkverja spáir ekki síður ípeninga og bruðl en Víkverji sjálfur. Hann er mikill skíðamaður og finnst gaman að fara utan í skíðaferð- ir en hans helsta umkvörtunarefni um þessar mundir eru auglýsingar ferðaskrifstofanna um skipulagðar skíðaferðir. Verðið sem gefið er upp í þeim felur yfirleitt aðeins í sér flug- far og gistingu en einn stóran og mikilvægan kostnaðarlið vantar: Skíðapassann. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því að verðið sem gefið er upp í auglýsingunum er ekki fyrir allan pakkann, því þeir sem ætla í þessar ferðir ætla jú að vera á skíð- um. Og verðið á skíðapössunum er stór biti, vikupassi er sjaldnast undir 30 þúsund krónum. Það hlýtur að vera pláss einhvers staðar í þessum heilsíðuauglýsingum sem sjást í blöð- unum til að koma þessum upplýs- ingum að. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 borguðu, 4 kveif, 7 látnu, 8 útlimum, 9 tunga, 11 bráðum, 13 flanar, 14 at- vinnugrein, 15 dreyri, 17 krafts, 20 burtu, 22 heið- urinn, 23 gefa nafn, 24 bylgjan, 25 sefaði. Lóðrétt | 1 hörkufrosts, 2 ráðning, 3 klaufdýrum, 4 endaveggur, 5 sparsöm, 6 sár, 10 óskar, 12 myrkur, 13 skel, 15 renna úr æð, 16 fýla, 18 halda á lofti, 19 geði, 20 hafði upp á, 21 spil. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 tjaldferð, 8 gerpi, 9 eggja, 10 tík, 11 spara, 13 tuska, 15 fálka, 18 ógnar, 21 róm, 22 rekja, 23 eyðan, 24 banamanns. Lóðrétt: 2 jarða, 3 leita, 4 frekt, 5 regns, 6 eggs, 7 hala, 12 rok, 14 ugg, 15 fork, 16 lokka, 17 arana, 18 ómega, 19 náðin, 20 ræna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. a4 Bb7 9. d3 d6 10. Rc3 Ra5 11. Ba2 b4 12. Re2 c5 13. c3 bxc3 14. bxc3 c4 15. Rg3 Rd7 16. Ba3 He8 17. Rf5 Dc7 18. Rd2 cxd3 19. Dh5 g6 Staðan kom upp á Ólympíumótinu skák sem fram fór í Novi Sad í gömlu Júgóslavíu árið 1990. Íslenski stór- meistarinn Jón L. Árnason hafði hvítt gegn hinum kunna enska stórmeistara John Nunn. 20. Bxf7+! Kxf7 21. Dxh7+ Kf6 22. He3! Rf8 23. Dh8+ Kf7 24. Hf3 gxf5 25. Dh5+ Rg6 26. Dxf5+ og svartur gafst upp enda fátt til varn- ar. Íslenska liðið í opnum flokki náði góðum árangri í Novi Sad en Gunnar Eyjólfsson, leikari, var sérlegur að- stoðarmaður liðsins í fyrsta skipti. Þetta var jafnframt síðasta Ólympíu- mótið þar sem Sovétríkin tóku þátt og vann lið þeirra mótið með yfirburðum. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tilþrifameiri leið. Norður ♠D2 ♥ÁK7 ♦Á92 ♣K10962 Vestur Austur ♠G96 ♠K1084 ♥5 ♥DG8 ♦KDG8754 ♦1063 ♣85 ♣D74 Suður ♠Á753 ♥1096432 ♦-- ♣ÁG2 Suður spilar 6♥. Svíarnir Nyström og Bertheau spila sterkt laufkerfi og geta því leyft sér að opna létt á einum í hálit. Ny- ström hélt á spilum suðurs á boðs- mótinu í Kaupmannahöfn og vakti í fyrstu hendi á 1♥. Vestur stökk í 3♦ og Bertheau í norður tók stefnuna beint á slemmu. Útspilið var ♦K. Nyström valdi einfalda leið. Hann trompaði heima, tók ♥Á-K, spilaði ♣10 úr borði og lét hana rúlla yfir. Þrír spaðar fóru síðan niður í frílauf og ♦Á. Ýmsum utanborðsmönnum þótti spilaleið Nyströms tilþrifalaus og bentu á aðra: Að stinga tvo tígla sam- hliða tromptökunni, taka ♣Á-K, henda laufi í ♦Á og fría lauflitinn með trompun. Senda loks austur inn á ♥D og láta hann spila frá ♠K. Þessi leið er varla betri, en óneitanlega til- þrifameiri. 20. nóvember 1934 Morgunblaðið birti ritdóm um fyrstu bók Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar, Við Álftavatn, en hann var þá aðeins 16 ára. „Það má mikið vera ef þessi piltur lætur sín ekki einhvern- tíma að góðu getið síðar,“ sagði í dómnum. Ólafur Jó- hann hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs, fyrstur Íslendinga. 20. nóvember 1961 Alþingi samþykkti verulega lækkun aðflutningsgjalda til að lækka vöruverð og draga úr ólöglegum innflutningi. Til dæmis lækkaði tollur á snyrti- vörum úr 310% í 125%, á gólf- teppum úr 214% í 100% og á úrum úr 207% í 52%. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist Sæunn Andrésdóttir, stjórnarformaður og jafn- framt eigandi Loftorku, er áttræð í dag. „Jú, þeir vilja halda því fram þegar maður er fæddur 1930,“ segir Sæunn glettin. „Mér finnst reyndar voða kost- ur að hafa núll í endann því þá er þetta þægilegra að reikna.“ Þrátt fyrir að árin séu farin að færast yfir hefur Sæunn ekki í hyggju að setjast í helgan stein á næst- unni. „Ég er með svo gott starfsfólk að þetta er nú ekki svo mikil vinna,“ segir Sæunn. Til þess að halda upp á afmælisdaginn ætlar Sæ- unn að bjóða heim til hádegisverðar um miðjan dag í dag og á von á milli þrjátíu til fjörutíu manns í mat, fjölskyldu og systk- inum. „Þegar maður er orðinn svona háaldraður þá fara að stækka fjöl- skyldurnar,“ segir Sæunn kímin. Á matseðlinum verður það sem hún kallar sparimat á heimilum, meðal annars humarsúpa, kökur og kaffi. Sæunn vill ekki velja neinn einn ákveðinn afmælisdag eða afmæl- isgjafir sem hún hafi fengið sem hafi verið sérstaklega eftirminnileg. „Dagarnir hafa allir verið góðir eins og lífið yfir höfuð,“ segir Sæunn glöð í bragði. kjartan@mbl.is Sæunn Andrésdóttir er 80 ára í dag Allir afmælisdagarnir góðir Flóðogfjara 20. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.23 3,8 11.37 0,8 17.38 3,6 23.45 0,7 10.13 16.15 Ísafjörður 1.07 0,4 7.13 2,1 13.34 0,5 19.27 2,0 10.40 15.57 Siglufjörður 3.14 0,3 9.27 1,2 15.45 0,2 21.58 1,2 10.24 15.39 Djúpivogur 2.28 2,1 8.48 0,6 14.45 1,9 20.46 0,6 9.48 15.39 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Foreldrar beina athyglinni að börnum sínum í dag. Semdu þar til þú færð bestu kjörin. Tímabil uppgjörs er framundan. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það tekur á taugarnar þegar þeir sem manni eru kærir sýna þrjósku og afneita staðreyndum. Þú átt á hættu að eyða mikl- um tíma í einföld undirstöðuatriði. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ástin er kannski flókinn leikur, en reglurnar eru ansi einfaldar. Nú eru góðar að- stæður til þess að leggja út í hagnýtt sam- starf sem skilar árangri til langs tíma litið. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú getur ekki breytt heiminum þó þú fegin/n vildir. Lifðu einn dag í einu og reyndu að sofna sátt/ur. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Sumar persónulegar skoðanir starfs- félaganna finnst þér út í hött. Einbeittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú færð það sem þú vilt en ekki á sama hátt og þú hélst. Láttu smá dekur endi- lega eftir þér. Enginn virðist segja sannleik- ann, hvort sem ástæðan er ótti eða spilling. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Flest fólk virðist of upptekið til að líta á það sem þú hefur í boði. Láttu það ekki koma þér í uppnám, þinn tími kemur. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hvernig ferðu með tímann þinn? Það er hægt að vera kurteis og setja öðrum mörk. Gættu þess hversu langt þú gengur til þess að forðast þetta. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Spurðu ástvini þína um hvernig þeir vilji hafa jólin þetta árið. Haltu áfram að framkvæma þegar niðurstaðan liggur fyrir. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur púlað og stritað um langt skeið án nokkurs þakklætis. Svörin við spurningum koma ekki á þeim augnablikum sem þú vilt helst. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hefur ákveðnar skoðanir á við- kvæmu vandamáli. Ekki sýna dómhörku, tjá- skipti eru ruglingsleg. Vertu bjartsýn/n og horfðu fram á við, betri tímar eru fram- undan. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú þarft að sýna sveigjanleika til þess að allt fari ekki í bál og brand. Gott hjá þér að leyfa þér að slappa af um stund. Stjörnuspá Úlfar Skær- ingsson skíða- maður sem bú- settur hefur verið í Aspen, USA, til margra ára varð átt- ræður 29. októ- ber síðastliðinn. Úlfar ætlar að taka á móti ættingjum og vinum á morgun, sunnudaginn 21. nóv- ember, kl. 16 í félagsheimili ÍR, Skógarseli 12 og eru hans gömlu skíðafélagar sérstaklega hvattir til að mæta. 80 ára Dagfinnur Stefánsson flug- stjóri verður áttatíu og fimm ára mánudaginn 22. nóvember. Af því tilefnii býður hann ættingjum og vinum að sam- gleðjast með sér og fjölskyldu sinni í Víkingasal Hót- el Loftleiða, á afmælisdaginn milli kl. 16.30 og 18.30. 85 ára Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.