Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Listaháskóli Íslands var með opinn dag um síðustu helgi, þar semhinar mismunandi deildir kynntu starfsemi sína. Leiklistar- ogdansdeild var þannig með opna tíma þar sem gestum og gang-andi bauðst að spreyta sig í nokkurs konar inntökuprófum og fá innsýn í hvernig það ferli gengur fyrir sig. Látið af höftum „Inntökuprófið“ fór fram eftir hádegi á laugardegi. Ég var spenntur en alls ekki kvíðinn. Forvitinn og glaður meira, í þessu dásamlega kærulausa skapi sem fær mann til að láta af höftum og kýla á það. Ég veit ekki hvað það var en ég var í óvenjumiklu jafnvægi þennan daginn. Já, var bara bjart- sýnn á daginn svei mér þá og í stuði eftir því. Dætur mínar tvær, þær Ísold (5 ára) og Karólína (3 ára), voru með í för og settust prúðar niður í salnum næst innganginum. Ég var reyndar ekki algjört blávatn í þessum efn- um, ég hafði eitt sinn farið á námskeið í talsetningu teiknimynda og því kom það mér ekki á óvart þegar ég gekk inn í salinn og sá þar fjölda fólks standa í hring, hvað á móti öðru, að gera einhvers konar jafnvægis- listir, marserandi í takt. Við gengum hvert á milli annars og tókumst í hendur, brostum hvert til annars eftir leiðbeiningum kennarans o.s.frv. Þetta var ekki ósvipað því sem ég hafði upplifað í teiknimyndanámskeiðinu góða. Svona gekk þetta áfram. Þeir sem voru að vonast eftir framsögu á Shakespeare eða að fá að leika í grínflugu, hafa líklega orðið fyrir vonbrigðum en mér var tjáð að í gegnum svona ferli væri farið með alla fyrstu hóp- ana sem eru teknir í leikprufur. Æfingarnar allar voru því fremur sértækar eða „afstrakt“. Hljóð voru reynd, hóp- urinn sönglaði með sínu nefi og reyndi að ná sam- tóni, m.a. með því að hver settist upp við bakið á öðr- um og reigði hrygginn og ýlfraði eins og sláttuvél. Ef væri ég leikari … Morgunblaðið/hag Ég er góður leikari. Ég á tiltölulega auðvelt með að bregða óforvarandis á leik, fetta mig og bretta, herma eftir svipbrigðum og munda í mér röddina. Er kannski kominn tími til að taka þessa hluti á næsta plan? 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 -hágæðaheimilistæki Tilboð kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Vinsælasta ryksugan frá Miele Miele Tango Plus Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Veturinn er árstími leikhúsanna, þá er frumsýnd hver sýningin á fætur annarri í atvinnumannaleikhúsunum og áhugaleikfélög víða um land setja upp sínar árlegu leiksýningar. Leiklist.is er heimasíða Bandalags íslenskra leikfélaga og þar er hægt að fylgjast með því sem er að gerast í áhugamannaleiklistinni víða um land. Bandalag íslenskra leikfélaga er sam- tök áhugaleikfélaga á Íslandi, stofn- að árið 1950. Í samtökunum eru 62 leikfélög sem starfa vítt og breitt um landið. Auk þess að þjóna áhugaleik- félögum starfrækir bandalagið Leik- listarskóla og heldur úti vefsíðunni. Á Leiklist.is er hægt að sjá hvaða leikrit áhugaleikfélögin eru að setja upp og hvenær sýningar eru. Svo er sett inn gagnrýni, einnig eru viðtöl, umræða, fréttir og fleira. Stundum er erfitt að finna út hvaða sýningar eru í boði um landið nema maður komist í héraðsfrétta- blað landshlutans sem sýningin er sett upp í. Því er tilvalið að kíkja inn á Leiklist.is og sjá hvað er verið að sýna. Fyrir þá sem eru á ferðalagi um Snæfellsnes má sjá á síðunni að starf Leikfélagsins Grímnis í Stykkishólmi er mjög öflugt, þrjár sýningar verða frumsýndar hjá því í mánuðinum; ein- þáttungurinn Kvöldhúm, Litla hryll- ingsbúðin og Karíus og Baktus. Vefsíðan www.leiklist.is Morgunblaðið/Eggert Vínland Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit er öflugt áhugaleikfélag. Sýningar áhugaleikfélaga Það var handagangur í öskjunni í gær hjá þeim fjórtán nemendum Menntaskólans í Kópavogi sem eru í áfanga um sjálfboðið starf, en þau voru að setja upp markað fyrir Kópavogsdeild Rauða krossins. Á mark- aðinum verða seld handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, bakkelsi sem nemendurnir baka og annað föndur. Þá verða notuð föt til sölu og skiptidótamarkaður einnig í gangi þar sem fólki gefst tækifæri til að koma með dót og skipta út fyrir annað. Einnig verður hægt að kaupa leikföng á vægu verði. Auk þessa verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, töskur, batikmyndir og fleira. Vinnan við markaðinn er lokaverkefni nemendanna í áfanganum en þeir hafa unnið ákveðin sjálfboðaliða- verkefni yfir önnina, m.a. sjálfboðin störf í Rjóðrinu, sem er athvarf fyrir langveik börn, með Eldhugum, unglingastarfi fyrir íslensk og erlend ungmenni, með Enter, ungum innflytjendum, og í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Þá tóku þau einnig þátt í lands- söfnun Rauða krossins, Göngum til góðs. Markaðurinn verður haldinn í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð, í dag kl. 11-16. Allur ágóði rennur til styrktar verkefnum innan- lands. Nemendur í áfanga um sjálfboðið starf sjá um allan undirbúning Morgunblaðið/Ernir Gaman Krakkarnir voru í óðaönn í gær að raða upp prjónavörum og öðru sem verður á markaðnum í dag. Markaður Rauða krossins í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.