Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 21
urstöðu er komist í skýrslu sem Fjarðabyggð lét Capacent gera, þ.e. að sparnaður ríkisins vegna 23% nið- urskurðar til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, sem samkvæmt frum- varpinu yrði 467 milljónir króna, yrði í raun 68,2 milljónir. Umtalsverð þjónusta Heilbrigðisumdæmi í landinu eru sjö talsins og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni 12 talsins. Eru þá Sjúkrahúsið á Akureyri og St. Jós- efsspítali í Hafnarfirði ekki talin með, auk fjölda heilsugæslustöðva um allt land sem í flestum tilvikum eru rekn- ar undir stjórn viðkomandi heilbrigð- isstofnunar. Einnig eru nokkur dval- arheimili rekin af heilbrigðisstofnunum og á sumum stöðum eru blikur á lofti hvort sú starfsemi heldur áfram, eins og á Vopnafirði. Samkvæmt meðfylgjandi yfirliti er talsverð þjónusta innt af hendi á þessum stofnunum, mismikil þó, en ekki að undra að íbúar vilji standa vörð um sínar stofnanir. Á þjón- ustusvæði þeirra búa um 100 þúsund manns, innlagnir á sjúkrahúsin eru yfir 10 þúsund og álíka margar að- gerðir eru framkvæmdar. Í sam- anburði við LSH eru þetta ekki háar tölur en engu athyglisverðar. Launakostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði þessara stofnana, eða nærri 80%. Heilbrigðisráðherra var gert að skera niður útgjöld til heilbrigðismála um 4,7 milljarða króna og þó að sú upphæð verði eitt- hvað lægri er talið óhjákvæmilegt að ná hagræðingu fram öðruvísi en að fækka starfsfólki. Starfsemi þessara stofnana er eðli- lega misumfangsmikil og sums staðar hafa skurðstofur og fæðingardeildir verið lagðar af. Alls fá stofnanirnar tólf til sín um 13,3 milljarða króna á fjárlögum þessa árs en samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs eru framlögin komin niður í 10,9 milljarða króna. Það er skerðing um tæpa 2,4 milljarða króna milli ára, eða tæp 18%. Er skerðingin hlutfallslega meiri á einstökum sviðum, einkum á sjúkrasviði. Hver endanleg niðurstaða ráð- herra verður á eftir að koma í ljós á næstunni. Stóru línurnar voru nefnd- ar í upphafi. Stærri sjúkrahúsunum og heilsugæslunni verður væntanlega hlíft eins og hægt er, en aðrar stofn- anir gætu þurft að taka á sig högg, þó ekki í þeim mæli sem fjárlaga- frumvarpið boðaði. Spjótin hafa stað- ið á heilbrigðisráðherra og hans verk- efni er hvorki auðvelt né öfundsvert. Enginn mun verða sáttur við sinn hlut, svo mikið er víst. st fyrir lífi sínu Morgunblaðið/Ómar Allar upphæðir í milljónum króna / tölur um íbúafjölda, starfsemi og rekstur eru frá 2009 nema annað sé tekið fram (*5)HÞ: Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópasker, Reykjahlíð, Laugar. (*6) HSA: Seyðisfjörður, Egilsstaðir/Borgarfjörður, Djúpivogur/Breiðdalsvík, Fáskrúðsfjörður/Stöðvarfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Vopnafjörður/ Bakkafjörður. (*7) HSu: Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarás, Hella, Hvolsvöllur, Vík, Kirkjubæjarklaustur. Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð Framlag á fjárlögum 2010: 451,0 Framlag í frumvarpi 2011: 376,7 Breyting milli ára: -16,5% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 2.154 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári 250 Heilsugæsla: Já Siglufirði og Ólafsfirði Fjöldi heimsókna á ári: 4.520 Skurðstofa: Nei, aðgerðastofa Minni aðg. á ári: 152 Fæðingarþjónusta: Nei Starfsmenn/stöðugildi: 80/50 Þar af 3 læknar í 3 stg., 11 hjúkrunar- fræðingar í 9,25 stg.,5 sjúkraliðar í 3,3 stg., 1 ljósmóðir í 0,7 stg. Komur til sérfræðinga: 194 Fjöldi sérfræðigreina: 2 Rekstrarkostn. á ári: 500 (áætl. ‘10) Þar af launakostn.: 365 (áætl. ‘10) Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík Framlag á fjárlögum 2010: 925,9 Framlag í frumvarpi 2011: 557,4 Breyting milli ára: -39,8% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 4.784 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir 2008: 440 Heilsugæsla: Já á 6 stöðum (*5) Fjöldi heimsókna á ári: 19.528 Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 856 Fæðingarþj.: Nei, en mæðravernd Starfsmenn/stöðugildi: 143/97,4 Þar af8 læknar í 7,4 stg.,28 hjúkrunar- fræðingar í 20,5 stg.,19 sjúkraliðar í 13,5 stg., 3 ljósmæður í 2,3 stg. Komur til sérfræð.: 3.026 (2008) Fjöldi sérfræðigreina: 6 Rekstrarkostnaður á ári: 1.008,2 Þar af launakostnaður: 713,4 Heilbrigðisstofnun Austurlands Framlag á fjárlögum 2010: 2.029,2 Framlag í frumvarpi 2011: 1.581,5 Breyting milli ára: -22,1% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 10.370 Sjúkrahússtarfsemi: Já, 3 stöðum Innlagnir á ári: 800 Heilsugæsla: Já á 7 stöðum (*6) Fjöldi heimsókna á ári: 92.700* Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 500-700 Fæðingarþj.: Já (80-100 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 317/225 Þar af læknar: 15 stg., hjúkrunar- fræðingar: 44 stg., sjúkraliðar: 45 stg., ljósmæður: 5 stg. Komur til sérfræðinga: 3.500 Fjöldi sérfræðigreina: 10 + Rekstrarkostnaður á ári: 2.000,0 Þar af launakostnaður: 1.600,0 Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Höfn Framlag á fjárlögum 2010: 184,0 Framlag í frumvarpi 2011: 162,1 Breyting milli ára: -11,9% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 2.089 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 165 Heilsugæsla: Já á Höfn og sel í Öræfum Fjöldi heimsókna á ári: 18.834* Skurðstofa: Nei Fæðingarþjónusta: Já (8-12 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 74/48,4 Þar af2 læknar í 3 stg.,8 hjúkrunarfr. í 6,2 stg. (þar af 8 nemar),9 sjúkraliðar í 6,15 stg., 1 ljósmóðir í 1 stg. Komur til sérfræðinga: 658 Fjöldi sérfræðigreina: 3 Rekstrarkostnaður á ári: 423,2 Þar af launakostnaður: 291,4 Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Framlag á fjárlögum 2010: 672,1 Framlag í frumvarpi 2011: 512,3 Breyting milli ára: -23,8% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 4.135 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 885 Heilsugæsla: Já Fjöldi heims. á ári: 12.922 (27.283*) Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 393 Fæðingarþjónusta: Já (45 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 100/70 Þar af7 læknar í 6,6 stg.,14 hjúkrunar- fræðingar í 10,35 stg.,22 sjúkraliðar í 14,33 stg.,2 ljósmæður í 1 stg. Komur til sérfræðinga: 1.987 Fjöldi sérfræðigreina: 14 Rekstrarkostnaður á ári: 725,5 Þar af launakostnaður: 514,0 Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi Framlag á fjárlögum 2010: 2.016,7 Framlag í frumvarpi 2011: 1.691,1 Breyting milli ára: -16,1% Fjöldi íbúa á þjónustusvæði: 19.800 Sjúkrahússtarfsemi: Já Innlagnir á ári: 1.500 Heilsugæsla: Já á 8 stöðum (*7) Fjöldi heimsókna á ári: 90.800* Skurðstofa: Já Aðgerðir á ári: 1.623 Fæðingarþjónusta: Já (162 á ári) Starfsmenn/stöðugildi: 336/225 Þar af26 læknar í 25,83 stg.,68 hjúkrunarfr. í 44,15 stg.,54 sjúkraliðar í 37,41 stg.,9 ljósmæður í 7 stg. Komur til sérfræðinga: 1.878 Fjöldi sérfræðigreina: 10 Rekstrarkostnaður á ári: 2.045 þar af launakostnaður: 1.812 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkra- liði og byggingaverkfræðingur, hef- ur kynnt sér sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni og Landspítalanum. Hún skilaði minnisblaði í sumar um Kragaskýrsluna svonefndu, sem heilbrigð- isráðuneytið lét gera á síð- asta ári um endur- skipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suð- vesturhorni landsins. Hún fór yfir útreikninga sem þar birtust og benti á að hagkvæmara gæti reynst að nýta betur skurðstofur Kragasjúkrahúsanna, þar sem ábat- inn af því væri meiri þegar upp væri staðið, heldur en að færa öll verk- efni til Landspítalans. Guðrún Bryndís segir í samtali við Morgunblaðið að hið sama gildi um boðaðan flutning verkefna frá minni sjúkrahúsum á landsbyggðinni til Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri. Það sé ekki endilega hag- kvæmasta leiðin að leggja þjónustu þar af og beina sjúklingunum annað. Mikill samrekstur „Þjónustan á þessum stöðum er einfaldlega að sinna eftirspurn á hverju svæði. Við þurfum að spyrja okkur hvaða þjónustu er hægt að veita fyrir peninginn sem er til ráð- stöfunar, með tilliti til þeirrar þjón- ustu sem landsmenn þurfa á að halda,“ segir Guðrún Bryndís og bendir á að farandsérfræðingar styðji við minni sjúkrahúsin. Sú þjónusta spari gífurlegan kostnað og hafi verið að byggjast upp á löngum tíma, í góðri samvinnu við heilbrigðisstofnanir á hverjum stað. Hún bendir jafnframt á þann mikla samrekstur sem fram fer und- ir einu þaki á þessum stofnunum; í heilsugæslu, á sjúkrasviði og öldr- unarsviði. Á þessum sviðum hafi stjórnendur verið að hagræða tölu- vert í samvinnu við starfsfólk. „Litlu sjúkrahúsin hafa verið að taka við sjúklingum frá Landspít- alanum til eftirmeðferðar. Þau eru ólík Landspítala og Akureyri að því leyti að þau eru ekki kennslusjúkra- hús og þar starfa útlærðir sérfræð- ingar,“ segir Guðrún Bryndís en tekur skýrt fram að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri gegni mjög mikilvægu hlutverki sem kennslusjúkrahús. Milli þessara stofnana og landsbyggðarinnar fari einnig fram margháttað samstarf sem hægt sé að efla enn frekar og auka þannig þjónustu sjúkrahús- anna. Þannig komi t.d. læknar frá Akureyri á Sauðárkrók og framkvæmi aðgerðir þar á Akureyringum. „Læknar á minni sjúkrahúsum taka ekki neina áhættu og fram- kvæma ekki aðgerðir nema aðstaðan leyfi það. Þegar starfsemin er á staðnum eru læknar til staðar til að veita fyrstu aðstoð þegar slys og bráð veikindi koma upp. Þeir meta al- varleikann og geta undirbúið sjúk- linga fyrir ferðalag á stærra sjúkrahús ef á þarf að halda. Þeir sinna líka langveikum sjúklingum í samvinnu við sérfræðinga stóru sjúkrahúsanna,“ segir Guðrún Bryndís. Hún bendir á að fyrirhugaður niðurskurður á smærri sjúkra- húsum um samtals 3,5 milljarða króna, þar sem skerða eigi þjónustu við um 45% þjóðarinnar, jafngildi um 10% af rekstrarkostnaði Land- spítalans. Meta þurfi hvort raun- verulegur ávinningur náist með þessu. Ekki landsbyggðarpólitík Spurð hvernig eigi að ná mark- miðum stjórnvalda um niðurskurð segir Guðrún Bryndís að byrja þurfi á verðkönnun og skoða hvaða þjónustu sé hægt að veita hvar. Horfa þurfi á heildarmyndina og taka tillit til ferðakostnaðar, auk- inna útgjalda Sjúkratrygginga Ís- lands, öryggis sjúklinga og áhrifa á búsetuskilyrði. Einnig hvaða áhrif niðurskurðurinn getur haft á skipu- lag heilsugæslu og öldrunarþjón- ustu. „Þetta á ekki að snúast um lands- byggðarpólitík heldur heilbrigðis- kerfið í heild sinni, að það sem vel er gert fái að halda sér. Í stað þess að einblína á niðurskurð ætti áherslan hjá stjórnvöldum að vera sú hvernig hægt er að veita þjón- ustu áfram. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og uppbyggingin ætti að taka mið af því. Kópasker verður aldrei úthverfi í Reykjavík. Þetta eru samhangandi kerfi sem eiga að styrkja hvert annað og létta álagi hvert af öðru. Um það snýst málið,“ segir Guðrún Bryndís. bjb@mbl.is Horfa þarf betur á heildarmyndina  Telur ábata af flutningi verkefna frá litlum sjúkrahúsum ekki alltaf til staðar Guðrún Bryndís Karlsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.