Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 30
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Fyrirsögn þessarar greinar er tilvitnun í Friðrik 6., einn af okkar gömlu konungum, sem taldi sig þiggja vald sitt milliliðalaust frá Guði. Þá var rætt um breyt- ingar á prentfrels- isákvæðum í Dan- mörku. Svar konungs, „Vi alene vide,“ kom í veg fyrir aukið frelsi og hefur gjarnan verið not- að um þvermóðsku og yfirgang stjórnvalda. Það hefur oft heyrst í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í umfjölluninni um ESB og Sjálf- stæðisflokkinn hefur nokkrum sinn- um verið að því vikið, að Davíð Odds- son, formaður nefndar þeirrar, er samdi Aldamótaskýrslu Sjálfstæð- isflokksins, hafi breytt um skoðun í Evrópumálum. Ummæli hans í skýrslunni eru mörg á þann veg, að þau hefðu getað verið skrifuð af ESB- sinna í dag. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Davíð útskýrir þetta í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 10. júlí sl. Hann segir þar: „Fyrr- nefnd skýrsla virðist um margt ágæt, en ekki hefur þó allt það, sem þar var sett fram, staðist tímans tönn.“ Hann segir ennfremur: „ [nú] hafa allar þær upplýsingar sem áður vantaði, komið fram, meðal annars í fjölmörgum samtölum fyrrverandi formanns skýrslunnar …. við menn eins og De- lors, Santer og Prodi, sem allir voru formenn framkvæmdastjórnar ESB, auk helstu forystu Evrópuríkja.“ Mér fannst þetta áhugavert, og spurði sjálfan mig, hvað það hefði ver- ið í þessum samtölum, sem hefði haft slík áhrif á okkar hæfileikaríka og baráttuglaða forystumann. Ég bað Davíð sjálfan að vísa mér á heimildir um þessi samtöl. Hann hafnaði beiðni minni og sagði, að um væri að ræða „tugi funda“. Ég leitaði því bæði til forsætisráðuneytisins og utanrík- isráðuneytisins um þennan fróðleik. Hjá þeim fundust upp- lýsingar um sjö fundi Davíðs varðandi þessi mál á árunum 1994- 2005, sem Morgunblaðið flutti fréttir af. Mér var ekki leyft að sjá gögnin, en ég fékk dagsetningar þessara funda, ásamt fundum Davíðs um önn- ur mál og nokkurra funda, sem Halldór Ás- grímsson hafði setið, í allt sautján viðburða. Þess vegna gat ég leitað í Morgunblaðinu, sem í flestum tilfellum var fljótt að koma með fréttirnar. Í frásögn blaðsins kemur ýmislegt fram, bæði með og á móti aðild. Fund- irnir eru þó svo fáir, sem fregnir fara af, að þeir gefa enga trausta heild- armynd. Ljóst er hins vegar, að Davíð Oddsson hefur frekar viljað taka mark á úrtölumönnum, en að ganga á lagið hjá þeim, er sýndu sveigjanleika. Því hljóta margir að spyrja sjálfa sig: Getur það verið, að hann hafi ekki vilj- að leita allra leiða til að efla framtíð þjóðar sinnar? Það er eins og eitthvað sé innra með honum eða í samfélagi hans, sem hindrar hann í láta á það reyna, hve langt við gætum náð í samningum við ESB, þrátt fyrir að öðrum finnist sem heilbrigð skynsemi hljóti að mæla með slíku. Fréttirnar, sem eru heimildir mínar, hafa þann megingalla, að ég hef ekki fengið að sjá nein frumgögn. Þau sem ráðu- neytin geyma eru aðeins einhliða skýrslur Davíðs Oddssonar. Þau hafa ekki verið borin undir viðmælendur hans og eru því lokuð almenningi. Fréttaflutningur virðist því að mestu kominn frá honum sjálfum beint eða óbeint. Svo eru þetta örfáir fundir, sem frá er sagt, af þeim tugum, sem Davíð tjáði þeim, er þetta ritar, að um væri að ræða. Það virðist því að langmestu leyti vera Davíð Oddsson einn, sem býr yf- ir þekkingunni. En hann taldi sig greinilega ekki þurfa að kalla til funda hér heima með þeim, sem hann segir, að hafi myndað skoðun hans og raunar kaffært hans gömlu hugsjónir. Í stærsta stjórnmálaflokki landsins fór aldrei fram nein alvöru umræða um þessi mál. Ályktanir landsfunda voru yfirleitt samdar fyrirfram. Því verður ekki betur séð, og er reyndar á allra vitorði, að skoðun Davíðs hafi ráðið og hann úrskurðað, að við ætt- um ekkert erindi inn í ESB. Alvöru umræða um þetta mál hefur aldrei verið á dagskrá í Sjálfstæð- isflokknum. Þá er ekki nema um tvennt að velja fyrir hinn almenna þegn. Annar kost- urinn er að segja: Þökkum fyrir, að okkur hefur verið gefinn þessi snill- ingur, sem hefur vit fyrir okkur, get- ur valið það eina rétta fyrir alla. Fylgjum honum. Hinn kosturinn er að reyna að rifja það upp, að hér ríkir lýðræði, að hér á hver einasti maður sinn heilaga rétt til að kjósa samkvæmt upplýstri sam- visku sinni og þeirri sannfæringu sem hún skapar. Enginn getur sagt um það fyrirfram, hvað út úr samningum við ESB kemur. En við eigum rétt á að fá að sjá samning og segja svo okk- ar álit. Við viljum ekki semja af okkur auðlindirnar, og þá heldur ekki þá dýrmætustu, unga fólkið, sem nú er að flýja land eða vill ekki koma heim frá námi. Við eigum okkar rétt. Davíð Oddsson á hann ekki nema fyrir sig. Honum á ekki að líðast í þessu máli það sem fyrrverandi þingmenn hans hafa gantast með, að hann kæmist upp með í þingflokknum fyrrum, að sum málin sem hann lagði fram væru annað hvort ekki rædd af flokknum eða þá samþykkt með tveimur at- kvæðum gegn 24. Allir Íslendingar hljóta að vita, að klisjan gamla „Vér einir vitum“ er löngu orðin að nátt- trölli í nútímasamfélagi. „Vér einir vitum“ Eftir Þóri Stephensen » Allir Íslendingar hljóta að vita, að klisjan gamla „Vér einir vitum“ er löngu orðin að nátttrölli í nútíma- samfélagi. Þórir Stephensen Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. 17. nóvember birti Morgunblaðið grein eftir Steinunni Bjarm- an þar sem hún gerir margvíslegar at- hugasemdir við heim- ildakvikmynd eftir und- irritaðan og Karl Smára Hreinsson. Grein Steinunnar er trúlega skrifuð í stund- aræsing og því misfar- ast nokkrar staðreyndir. Steinunn skrifar að „Aldrei komu þó fréttir af því, hver hefði stolið um- ræddum glugga, hvort óskað væri að honum yrði skilað né hvaða verslun í Lundúnum hefði selt hann. Höfundar heimildamyndarinnar virðast heldur ekki hafa kannað þau mál sérstaklega rækilega í Englandi“. Fyrst ber þess að geta að steindu rúðunum var stolið úr geymslu í ná- grenni Coventry og málið ekki upp- lýst á sínum tíma. Þær voru því ekki til sölu sem hver annar varningur í London, þær voru þýfi og því seldar á svörtum markaði. Steinunn ætlast til þess að við gerum betur en lögreglan í Englandi á sínum tíma – og leysum 70 ára gamalt glæpamál. Önnur ávirðing okkar að sögn Steinunnar er að „höfundar heim- ildamyndarinnar virðast ekki hafa haft fyrir því að kynna sér bók Sverris um Akureyrarkirkju“. Þetta er rangt, Karl Smári ræddi við Sverri og við lásum bók hans. Og við nýttum okkur ýmis gögn sem Sverrir safnaði við skrif bókarinnar. Steinunn vitnar í bók Sverris og þar er skrifað: „var séra Pétri Sigurgeirs- syni falið að hafa samband við Cov- entry-menn og tjá þeim hug Akureyringa í þessu efni, hvað hann gerði mjög fljótlega. Hins veg- ar heyrðist ekkert frá Coventry eftir það og féll svo þetta mál niður.“ Í Coventry er ekki að finna nein gögn sem sýna að þessi boð hafi borist frá Akureyri. Þess vegna kom engin sendi- nefnd til að ræða „sam- band vináttu og kær- leika“ til Akureyrar. Það eina sem til er um þetta er það sem er skráð í fundargerð sóknarnefndar Ak- ureyrarkirkju, öll bréf virðast týnd, sumum var eytt og sum voru kannski aldrei skrifuð. Í grein Steinunnar er fullyrt að „Ekki höfðu höfundar heimildamynd- arinnar fyrir því að kynna fyrir áhorf- endum hvenær Coventry-menn komu til Akureyrar eins og sýnt var síðast í myndinni“. Hér fer Steinunn enn rangt með og reiðin hefur e.t.v. byrgt henni sýn. Það er skýrt og skil- merkilega sagt á fertugustu og þriðju mínútu myndarinnar að „í maí 2009 komu Kenyon Wright og David Porter frá Coventry til Íslands“. Steinunn fer frjálslega með það sem sagt er í myndinni um Jakob Frí- mannsson, gefanda Coventry- rúðunnar til Akureyrarkirkju. Hún segir að við höfum lýst honum sem „skelfilegum manni“ og „stórhættu- legum“. Ekkert slíkt er sagt um Jak- ob. Hans hlutur í þessu ferðalagi rúð- unnar var að kaupa hana frá Helga Zoëga í Aðalstrætinu í Reykjavík. Honum var þá sagt að rúðan væri úr dómkirkjunni í Coventry og í anddyri Akureyrarkirkju er veggspjald þar sem þetta er skráð. Steinunn lýsir Jakob sem ljúfmenni og það er engin ástæða til að draga þá lýsingu hennar í efa. En Jakob var valdamikill og hann var frímúrari. Frá þessu er sagt í myndinni og þeirri staðreynd að hann var heiðursborgari Akureyrar. Steinunn segir að í myndinni „er látlaust klifað á furðulegum dylgjum um Akureyringa“ og „rétt eins og það tíðkist hvergi annars staðar“ að fólk starfi í félögum. Í myndinni er fjallað um Akureyri vegna þess að þar er ein af rúðunum sem stolið var. Við erum ekki að fjalla um Húsavík eða Selfoss. Þar eru eflaust félög og klúbbar, en engar stolnar rúður eftir því sem við vitum best. (Í framhjáhlaupi má geta þess að eftir að myndin var sýnd þá hafa okkur hafa borist upplýsingar um fleiri rúður hér á landi.) Steinunn spyr hver sé tilgangurinn með gerð myndarinnar. Því er til að svara að hér er sögð fróðleg saga sem vekur margar spurningar og svarar sumum þeirra. Næstum helmingur þjóðarinnar horfði á hana skv. áhorfs- könnun Gallup. Og margir hafa haft samband við okkur og hrósað mynd- inni. Sjónarmið Steinunnar er gott og gilt, hún vill taka upp hanskann fyrir sitt byggðarlag. En hún gerir það með því að ráðast á okkur höfundana í stað þess að ræða efni myndarinnar með yfirveguðum hætti. Um „furðulega heimildamynd“ Eftir Hjálmtý V. Heiðdal » Öll bréf virðast týnd, sumum var eytt og sum voru kannski aldrei skrifuð. Hjálmtýr V. Heiðdal Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.