Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 50
50 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ SKOÐAR ALDREI NEINN BLOGGIÐ MITT, ÞAÐ ER SVO ÓSPENNANDI ENGINN VILL LESA UM VENJULEGAN GAUR OG KÖTTINN HANS TÍMI KOMINN TIL AÐ SKÁLDA! MÁ ÉG VERA MEÐ LEPP OG HÖKUTOPP FARÐU MEÐ ÞETTA BRÉF Í PÓST FYRIR MIG! LÍTTU Á ÞIG SEM FYRSTU MANNESKJUNA Í LANGRI LÍNU ÞESS FÓLKS SEM MUN KOMA ÞESSU BRÉFI Á ÁFANGASTAÐ OG MUNDU AÐ ÉG ER STOLT AF ÞÉR ALLAR ELDRI SYSTUR VIRÐAST HAFA GRÁÐU Í DÁLEIÐSLU HVERT ERTU AÐ FARA? ÉG Á AÐ STANDA VAKTINA Í MASTRINU LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞÚ HAFIR VERIÐ LEYSTUR AF! PÓSTUR ÉG ER UNGUR ÞINGMAÐUR, GETURÐU HJÁLPAÐ MÉR? ÖLDUNGA- DEILDAR- ÞINGMAÐUR STAL NESTINU MÍNU! MAMMA, ER EITTHVAÐ AÐ FRÉTTA AF MIÐLARANUM? LÖGREGLAN HEFUR TRÚ Á ÞVÍ AÐ HANN SÉ ENN Á LÍFI ÞÁ ÆTTU ÞEIR AÐ GETA NÁÐ HONUM! JÁ, EN HVAÐ SVO? MEIRA AÐ SEGJA ÞÓ AÐ HANN FARI Í FANGELSI ÞÁ ER ÓLÍKLEGT AÐ VIÐ FÁUM EITTHVAÐ AF PENINGUNUM OKKAR TIL BAKA! EKKI GEFA STRAX UPP VONINA ELSKAN, LÖGREGLAN HEFUR SETT TÍU MILLJÓNIR TIL HÖFUÐS HONUM LEYFÐIRÐU ELECTRO OG SYNI HANS AÐ VERA EINUM? ÞEIR GÆTU STUNGIÐ AF! ÉG EFAST STERKLEGA UM ÞAÐ GOTT OG VEL, ÉG ER TILBÚINN TIL AÐ FARA Í FANGELSI OG ÉG MUN TAKA Á MÓTI ÞÉR ÞEGAR ÞÚ LOSNAR ÚT! Síðasti naglinn í kistu Samfylking- arinnar Nú er alveg orðið ljóst að Samfylkingin fer sömu leið og forver- arnir, að dragast upp í eigin aulaskap. Hverj- ar voru aftur hinar andvana kennitölur sem að Samfylking- unni standa? Alþýðu- bandalagið, Alþýðu- flokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna, Þjóð- vaki, Kvennafram- boðið, Kvennalistinn og guð má vita hvað. Það sjá allir að Samfylkingin er í frjálsu falli, og fer sömu leið og móðurflokkarnir. Varla er hægt að hugsa sér meira taktleysi en að knýja á um Evrópusambands- aðild nú, þegar stjórnvöld hér eru með allt niður um sig. Og aðeins örfáir sérvitringar vilja þangað inn. Og þar fyrir utan þá er viðvarandi fátækt og atvinnuleysi, það sem Evrópusambandslöndin eiga öll sameiginlegt, og okkar bíður ef við förum þar inn. Er það kannski Draumaland Samfylkingarinnar að við göngum hér um með betlistaf? Ég hélt kannski í einfeldni minni að Samfylkingin hefði lært eitthvað á því, að vera stjórnmálaarmur Baugs á sínum tíma. Ekki fór það vel. Það er nefnilega þannig að sjálfs er höndin hollust, það kann aldrei góðri lukku að stýra að vera leiguþý ann- arra. Þær voru ófáar ræðurnar, ég held þrettán, sem Jóhanna Sigurð- ardóttir hélt á Alþingi þar sem hún ásakaði þáverandi stjórnvöld fyrir að leggja Baug í einelti. Og þáver- andi formaður Samfylkingarinnar hélt hina frægu Borgarnesræðu og síðar Keflavíkurræðu þar sem hún ásakaði þáverandi stjórnvöld fyrir að leggja stein í götu Baugs, Kaup- þingsfélaga og ann- arra útrásarvíkinga. Þá vantaði ekki stóru orðin, og ljóst hvar hagsmunir Samfylk- ingarinnar lágu. Sú aðför sem Sam- fylkingin hefur lagst í gegn heimilunum í landinu, elli- og ör- orkulífeyrisþegum, kemur því ekki á óvart. Þetta fólk hefur ekki efni á að leggja flokknum til fé, eins og Baugur og aðrir útrásarvíkingar gerðu á sínum tíma og Evrópusambandið gerir nú, því má það éta það sem úti frýs. Þá verður valdagræðgi Dags B. Egg- ertssonar ekki til að hjálpa til, að leiða hirðfífl til valda aðeins fyrir budduna sína er smánarlegt. Að vísu var ljóst fyrir löngu að dagar Dags B. Eggertssonar væru taldir í póli- tík. Nú er staðan sú að flokkurinn er fylgislaus og forystulaus, og enginn fæst til að taka við formennsku af Jóhönnu, því það vill enginn eiga það á „rekordinu“ að hafa verið formað- urinn sem lagði Samfylkinguna nið- ur. Það verður einhver sem fórnar sér í það. Einhver sem er hvort eð er búinn að vera í pólitík eins og Skúli eða Ólína, eða kannski Árni Páll sem er þekktur fyrir að leika eitruðum peðum. Ég skora á borgara þessa lands að mæta í mótmæli fyrir utan Alþingis- húsið og svæla þetta duglausa lið út. Það þarf flokk fyrir fólk eins og mig og þig, sem mundi spretta upp úr því. Ómar Sigurðsson skipstjóri. Ást er… … þegar þér finnst önnur manneskja vera orðin hluti af þér. Velvakandi Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum. Hann var svolítið afundinn og tautaði fyrir munni sér gamlan húsgang: Illa liggur á honum enginn má það lá honum það er farið frá honum fljóðið sem var hjá honum. Síðan leit hann upp í holtið og bætti við frá eigin brjósti: Allt þó mæddi á henni aldrei neitt samt brá henni. Hugur minn er hjá henni þó heyri ég ekkert frá henni. Séra Páll Tómasson á Knapp- stöðum átti Pál fyrir son, sem var annálaður gleðimaður, kær að hestum og hagyrðingur ágætur. Einhverju sinni að sumarlagi kom hann að Bröttubrekku og sá fram yfir Stífluna, – „en hún er, sem kunnugt er, gullfögur sveit, þegar hún er klædd í sól og sum- arskrúð,“ skrifar Jón Jóhannesson fiskimatsmaður á Siglufirði. Þá orti Páll hringhendu og hefur vafalaust borið miðrímið fram svona: fíblar, ríblegt, líblegt og Stíblu: Vaxa fíflar fróni á, finnst því ríflegt heyið, ó, hve líflegt er að sjá ofan í Stíflu greyið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hugur minn er hjá henni Ég tók eftir því á dögunum, aðleiðarahöfundur Fréttablaðsins, Páll Baldvin Baldvinsson, notaði orð- takið „Seint séð, Þuríður“. Sennilega kannast fæstir við þetta orðtak nú á öndverðri tuttugustu og fyrstu öld. Þuríður var prestsfrú í Stykkishólmi á nítjándu öld, Þuríður Kúld, sem Matthías Jochumsson orti um frægt kvæði. Þar eru þessi vísuorð: Hverju líkist lífið manna? leiftri, draumi, sjónhverfing, það er blik á brjósti hranna, botnlaust djúp er allt í kring. Þuríður var dóttir Sveinbjarnar Egilssonar rektors og var uppi 1823– 1899. Hún þótti einkennileg í orðum og háttum. Maður hennar var séra Eiríkur Kúld, sem sat um skeið á Al- þingi, en hann var uppi 1822–1893. Hann var kunnur að ljúfmennsku, jafnaðargeði og æðruleysi. Gekk á ýmsu í hjónabandi þeirrar Þuríðar. Þuríður á eitt sinn að hafa sagt, að nú tæki hún eftir því, að séra Eirík- ur væri ekki aðeins dökkur í andliti, heldur líka um allan líkamann, og gæti hún ekki við það unað. Þá sagði séra Eiríkur með mestu ró: „Það er seint séð, Þuríður mín.“ Ólafur Grímur Björnsson, læknir og fræðimaður, sem ég hef sótt margan fróðleik til, hefur bent mér á, að Sighvatur Grímsson Borgfirð- ingur víkur að Þuríði Kúld og sér- kennilegum uppátækjum hennar í Prestaæfum, sem varðveittar eru í Þjóðarbókhlöðu. Skrifar Sighvatur, að Þuríður hafi verið „ofláti mikill, allt fram á elliár, tilgerðarsöm og glysgjörn úr hófi fram og skapvarg- ur hinn mesti“. Ekki eru þessi fleygu ummæli séra Eiríks þó þar á bók. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@mbl.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Seint séð, Þuríður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.