Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Hún var lágvaxin og fíngerð en bjó engu að síður yfir ótrúlega miklum styrk, það er því al- veg óhætt að segja að mikil kona sé farin yfir móðuna miklu. Þessi kona, hún Jóa, gekk okkur systk- inunum í móðurstað eftir að móðir okkar dó. Við verðum henni eilíf- lega þakklát fyrir að hafa haldið systkinahópnum saman eftir að mamma okkar dó því að á þessum árum var sjaldgæft að feður væru einir með börn sín og systkinum var því gjarnan dreift út um allt ef móðir dó frá börnum sínum. Jóa var rétt rúmlega tvítug þeg- ar hún tók við heimilinu og eins og gefur að skilja hefur það ekki ver- ið neitt áhlaupaverk að eignast fimm stjúpbörn á einu bretti. Þau pabbi eignuðust svo fimm börn saman þannig að við systkinin vor- um 10. Við vorum engin englabörn og það er ekki lygi að segja að Jóa hafi sýnt ótrúlega þolinmæði og dugnað alla tíð. Við minnumst þess heldur ekki að hún hafi komið fram við okkur á annan hátt en sín eigin börn á meðan við bjuggum heima. Ýmsar minningar koma upp í hugann, t.d. gleði Sossu þegar Jóa saumaði eins jólakjól og rúmföt fyrir hana og dúkkuna hennar en hún saumaði bæði náttföt, jólaföt og rúmföt á öll systkinin fyrir hver jól. Og þegar Svenni gat engan veginn sofnað á kvöldin fyrr en Jóa var búin að kveikja á þvotta- vélinni. Í gegn um árin höfum við systk- inin oft talað um allt það sem þú lagðir á þig fyrir okkur og allt sem þú afrekaðir á lífsleiðinni og var einhugur um það þú hefðir átt fyllilega skilið að fá fálkaorðu! Að lokum langar okkur að kveðja þig með þessum orðum: „Heppnismaður er sá sem hefur lif- að vel, hlegið oft og elskað mikið, öðlast virðingu skynsamra manna og ást barna. Fyllt sinn sess og staðið vel í stöðu sinni. Yfirgefur heiminn eitthvað betri en hann kom í hann, hvort heldur er með aukn- um gróðri, fögru ljóði eða frelsaðri sál. Gleymdi aldrei að gæta feg- urðar jarðarinnar eða lét undir höf- uð leggjast að lofa hana. Leitaði þess besta í fari annara og gaf það besta sem hann átti sjálfur.“ (A.L. Stevenson) Soffía, Sveinn og fjölskyldur. Hún var þarna. Þegar ég hugsa um Jóu ömmu eru þetta orðin sem koma alltaf upp í hugann. Svo kann að virðast sem þetta séu fá- tækleg einkunnarorð um líf heillar manneskju en svo er samt ekki, ekki þegar skoðað er hvað þau fela í sér. Ég sé hana fyrir mér, með sitt rólega yfirbragð og sposka bros en ytra útlit hennar sagði lít- ið um hve innri styrkur hennar var mikill. Hún var þarna, til að taka við 5 móðurlausum systkinum (sem samkvæmt venjum þess tíma hefði væntanlega verið stíað í sundur og alin upp á fósturheimili þrátt fyrir að faðirinn væri til staðar) og ganga þeim í móðurstað. Hún var þarna líka til að ala upp börnin fimm sem þau afi eignuðust saman og eftir því sem mér er sagt voru flest þessara 10 barna í fjörugri kantinum svo það hefur verið meira en að segja það að vera hús- freyja á heimilinu. Hún var þarna Jórunn Guðrún Rósmundsdóttir ✝ Jórunn GuðrúnRósmundsdóttir fæddist 17.12. 1928 á Eskifirði. Hún lést fimmtudaginn 4.11. 2010. Útför Jórunnar fór fram frá Bústaða- kirkju fimmtudaginn 18. nóv. 2010. líka þegar barna- börnin komu til sög- unnar og veitti okkur öryggi með því einu að vera til staðar. Hún var þarna og hélt árlega stærðar jólaboð þar sem gest- irnir voru örugglega ekki færri en 70. Þetta jólaboð var að- alviðburður ársins, enda fannst vel fyrir því þegar kom að því að hætt var að halda boðið. Það er alveg óhætt að segja að Jóa amma hafi verið sú sem hélt fjölskyldunni saman, að hún hafi verið límið, með því að vera þarna. Grund- arlandið var alla vega mikill sam- komustaður. Að vera þarna fól sem sé í sér að heil fjölskylda fékk að vera fjölskylda og það er að mínu mati stórfenglegt ævistarf. Jóa amma, hvíldu í friði. Jórunn og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, SÆMUNDAR KRISTINS KLEMENSSONAR, Vatnsholti 7a, Reykjanesbæ. Guð blessi ykkur öll. Soffía Guðjónína Ólafsdóttir, Ólafur Gunnar Sæmundsson, Hjálmfríður Kristinsdóttir, Klemenz Sæmundsson, Katrín Sigurðardóttir, Hlíðar Sæmundsson, Guðjónína Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, JÓHÖNNU KRISTÍNAR HLÖÐVERSDÓTTUR, Dadýjar, Leirutanga 43A, Mosfellsbæ. Guðmundur Ebbi Pétursson, Pétur Heimir Guðmundsson, Heiðveig Andrésdóttir, Magnús Snorri Guðmundsson, Sunna Mjöll Sigurðardóttir, Guðmundur Atli Pétursson, Kristín Þóra Pétursdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elsku- legrar, INGUNNAR S. INGVARSDÓTTUR, Hofsstöðum, Stafholtstungum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækn- ingadeild á 3. hæð Sjúkrahúsinu Akranesi fyrir um- önnun, hlýju og elskulegheit í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Herdís Gróa Tómasdóttir, Gústaf Ívarsson, Sigrún Ingibjörg Tómasdóttir, Kristberg Jónsson, Jón Aðalsteinn Tómasson, Hlíf Hreinsdóttir, Tómas Ingi Tómasson, Pálína Jörgensdóttir, Ingvar Helgi Tómasson, Hrefna Sigurlaug Sigurðardóttir, Helga Ingvarsdóttir, Þorvaldur Sigurjón Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÞÓRHILDAR GUÐBRANDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas, dag- deildarinnar í Kópavogi og líknardeildarinnar á Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun og nærgætni við Kristínu í veikindum hennar. Arnór G. Jósefsson, Sigursteinn Jósefsson, Ólöf Hilmarsdóttir, Reynir Jósefsson, Unnur Bergþórsdóttir, Ólafur G. Jósefsson, Anna María Markúsdóttir, Arndís Jósefsdóttir, Jón Ragnarsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGURRÓSAR GUÐBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Klúku í Miðdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar- innar á Hólmavík fyrir góða umönnun og hlýhug. Sverrir Guðbrandsson, Guðbrandur Sverrisson, Lilja Þóra Jóhannsdóttir, Þórður Sverrisson, Ingibjörg Elísa Fossdal, Matthildur Guðbjörg Sverrisdóttir, Ingimundur Benediktsson, Aðalbjörn Guðmundur Sverrisson, Ekaterina Mishchuk, Björn Halldórs Sverrisson, Helga Berglind Gunnarsdóttir, Ragnar Rúnar Sverrisson, Dýrfinna Petra Hansdóttir, Heiðrún Rósa Sverrisdóttir, Ragnar Guðmundur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU GUÐBJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR frá Norður-Eyvindarstöðum, Álftanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnar- firði fyrir frábæra aðhlynningu. Erla Kristín Gunnarsdóttir, Svavar Gunnarsson, Stella S. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við ykkur öllum, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hjálpsemi við andlát og útför hjartkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, JÓNS GEIRS ÁRNASONAR, Skarphéðinsgötu 6. Sérstakt þakklæti færum við öllu starfsfólki á deild L-4 á Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun og hjálp við hann og okkur fjölskylduna. Sigríður Einarsdóttir, Díana Vera Jónsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástvinar okkar, BETÚELS BETÚELSSONAR, Fjarðarseli 11. Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir, Stefán Örn Betúelsson, Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Guðjón Arnar Betúelsson, Hanna Kristjana Gunnarsdóttir, Hildur Björk Betúelsdóttir, John Mar Erlingsson, Ingibjörg Betúelsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, MARÍU SIGURÐARDÓTTUR, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-E Land- spítala við Hringbraut. Konráð Ó. Kristinsson, Sigurður Konráðsson, Kristín Jóhanna Harðardóttir, Halldór Konráðsson, Þóra Þórhallsdóttir, Konráð Konráðsson, Bryndís Hinriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinun- um. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.