Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Andri Karl andri@mbl.is Angistin var nánast áþreifanleg í sal I í Héraðsdómi Reykjaness í gærdag þegar þingfesting fór fram í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni. Fullt var út úr dyrum áður en þinghald hófst og ættingjar og vinir Hannesar Þórs Helgasonar biðu óþreyjufullir eftir að banamaður hans gengi inn í salinn. Gunnar Rún- ar sýndi fá svipbrigði meðan á þing- haldi stóð og bar sig nokkuð manna- lega. Inntur eftir afstöðu sinni til sakarefnisins sagði hann skýrt: „Ég játa.“ Með því fékkst játning Gunn- ars Rúnars endanlega staðfest. Hann gekkst við að hafa, samkvæmt ákæruskjali, veist að Hannesi Þór á hald yrði lokað á meðan Gunnar Rún- ar gæfi skýrslu sem og geðlæknar þeir sem kæmu fyrir dóminn. Ákæru- valdið tók ekki afstöðu til kröfunnar og er það dómari málsins sem hefur lokaorðið. Eftir þinghaldið gengu ættingjar á fund réttargæslumanns og spurðu út í kröfuna og um líkur þess að hún yrði samþykkt. Sjáanlegt var að þeir voru afar ósáttir við hana. Tvær bótakröfur liggja frammi í málinu. Gunnar Rúnar samþykkti kröfu fjölskyldu Hannesar en fór fram á að hún yrði lækkuð. Krafan hljóðar upp á fimm milljóna kr. miskabætur og tæplega 1.300 þús. kr. í útfararkostnað. Gunnar Rúnar hafnaði hins vegar kröfu unnustu Hannesar upp á 2,5 milljónir króna. vara að Gunnar Rúnar verði látinn sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þó svo að geðrannsókn hafi farið fram er ljóst að gert verður yf- irmat tveggja geðlækna. Eiga þeir að skila matinu 20. desember nk. Dag- inn eftir verður næsta fyrirtaka. Farið fram á lokað þinghald Á meðal þess sem tekið verður fyr- ir við þinghald 21. desember er hvort þinghaldið verði lokað almenningi og fjölmiðlum. Guðrún Sesselja Arnar- dóttir, verjandi Gunnars Rúnars, fór fram á að þinghaldið yrði framvegis og að fullu lokað til verndar Gunnari Rúnari og ekki síður fjölskyldu hans. Þegar hún bar fram kröfu sína mátti heyra hljóðlátan klið meðal áhorf- enda. Til vara fór hún fram á að þing- lit, brjóst, bak, handleggi og hendur. Hnífstungurnar gengu m.a. í hjarta, lungu og nýra. Ákæruvaldið fer fram á þyngstu mögulegu refsingu en til heimili hans snemma morguns sunnudaginn 15. ágúst sl. svo bani hlaust af. Lagði hann til Hannesar með hnífi og stakk hann ítrekað í and- Játaði sekt sína fyrir dómara  Gunnar Rúnar Sigurþórsson sat hnarreistur fyrir framan ættingja Hannesar Þórs Helgasonar  Ættingjar ósáttir við kröfu verjanda Gunnars Rúnars um að þinghaldið verði framvegis lokað Réttarhöld Gunnar Rúnar Sigurþórsson kemur í dómssalinn í gær. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ragnar Axelsson (RAX), ljósmyndari Morgunblaðsins, er á leiðinni til Suðurskautslandsins í boði fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og tekur ferðin rúmlega tvær vikur. „Þetta er einstakt tækifæri og það verður spennandi að mynda þarna eftir að hafa farið víða um norðurheimskautssvæðið,“ segir Raxi. Í lok október opnaði hann tvær sýningar í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni, Veiðimenn norðursins og hins vegar Andlit aldanna. Þar gefur að líta magnaðar ljós- myndir frá norðurheimskautssvæðinu, en ný bók eftir Rax, Veiðimenn norðursins, sem Crymogea gefur út, er þegar komin út í Bretlandi (Last Days of the Arctic), Þýskalandi, Austurríki og Sviss (Die letzten Jäger der Arktis). Henni verður dreift í Bandaríkjunum og Kanada frá og með apríl á næsta ári og viðræður um útgáfu í fleiri löndum, m.a. Frakklandi, eru í gangi. Boð á milli rétta Rax segir að þegar hann var búinn að setja verkin upp í Gerðarsafni hafi franska sendiráðið haft samband við sig og óskað eftir að Michel Rocard, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands, og aðstoðarmenn hans fengju að skoða sýninguna. Það hafi verið auðsótt mál og daginn eftir hafi hann farið út að borða með Frökkunum. „Þeir sögðust hafa áhuga á að fá sýninguna til Parísar og við spjölluðum saman eins og gengur. Rocard spurði mig meðal annars hvað væri helst á döfinni hjá mér og hvað mig langaði mest til að gera. Ég sagði að þar sem ég hefði farið vítt og breitt um norðurheimskautssvæðið væri gaman að fara og mynda á Suðurskautslandinu. „Af hverju kemurðu ekki með okkur í lok nóvember,“ svaraði hann og ég gat ekki hafnað slíku boði.“ Leiðangurinn er tvískiptur. Rax flýgur frá París til Argentínu, en þar hefst boðsferðin og þaðan heldur hóp- urinn siglandi á svæðið. „Mér gefst einstakt tækifæri til þess að mynda dýralífið á svæðinu og hugmyndin er að birta árangurinn í jólablaði og áramótablaði sunnudags- blaðs Moggans.“ Rax segist í sjálfu sér ekki vita hvað hann sé að fara út í, en í því felist ákveðin ögrun. „Shackleton fór fjórum sinnum á þetta svæði og missti aldrei mann,“ rifjar Rax upp. „Eftir að Endurance, skipið hans, sökk í þriðju ferð- inni björguðu leiðangursmenn sér með því að sigla langa leið á litlum árabátum, en í fjórðu ferðinni lést hann úr hjartaslagi 1922. Mér skilst að á siglingaleiðinni sé alltaf vont veður og miklir straumar. Ég leitaði ráða hjá vini mínum og hann sagði mér að hann hefði heyrt af mávi á flugi sem hefði misreiknað ölduhæðina og flogið beint inn í ölduna. En ég þarf ekki að reikna neitt út, læt vís- indamennina um það.“ RAX boðið í ferð á Suðurskautslandið  „Einstakt tækifæri og spennandi að mynda þarna“ Ljósmynd/Sveinn M. Sveinsson Í Thule Rax hefur kynnt sér líf fólks á Grænlandi í meira en tvo áratugi og næst er það Suðurskautslandið. Margir þekktir vísindamenn verða með Rax í ferðinni. Þar fer einna fremstur Bandaríkjamaðurinn Will Steger, en auk þess verða m.a. menn frá Noregi og Frakklandi með í för. „Mér skilst að við förum á slóðir Ernests Shackletons og það verður ekki leiðinlegt,“ segir Rax, en Bretinn er einn þekktasti heimskautafari sögunnar. Með vísindamönnum í fótspor Shackletons Í GÓÐRA MANNA HÓPI Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Komdu sæll. Þetta er vitlausa kerl- ingin í Vesturbænum.“ Já, komdu sæl. „Ég vildi bara láta þig vita að málið er leyst.“ Svona hófst samtal okkar Guð- laugar Hallbjörnsdóttur, þegar hún hringdi í gær til þess að tilkynna að botn væri kominn í „stóra kápu- málið“. Eins og fram kom í samtali við Guðlaugu í Morgunblaðinu í gær hefur kápa verið að þvælast fyrir henni síðan í vor. Hún hefur reynt að komast að því hvernig kápan komst í fataskáp hennar en enginn hefur þekkt kápuna, enginn hefur séð hana fyrr og enginn hefur viljað hafa neitt með hana að gera. Þungu fargi létt af Guðlaugu Guðlaug segir að fyrrverandi samstarfskona sín hjá Skeljungi hafi hringt í sig í gærmorgun og sagt sér hvernig á kápunni stæði í skápnum. „Hún sagði að hún hefði haft sam- band við mig fyrir um þremur árum og spurt hvort ég vildi ekki fá fata- bunka til þess að gefa Rauðakross- inum. Ég hefði sagt já, og það kemur mér ekki á óvart því ég segi já við öllu, en ég mundi bara ekkert eftir kápunni. Ástæðan er sú að konan kom með stóran, svartan plastpoka fullan af fötum en hengdi kápuna upp í fataskápinn þeim megin sem ég opna nánast aldrei vegna þess að hurðin er biluð. Því vissi ég ekkert af kápunni fyrr en ég fór að taka til í skápnum síðastliðið vor.“ Að sögn Guðlaugar er þungu fargi af henni létt, þó hún sitji uppi með vitleysuna. „Konan sagði að kápan væri frá sér og ég mætti gera við hana það sem ég vildi. Ég ætla að taka hana á orðinu og gefa hana,“ segir Guðlaug. Guðlaug leysir kápumálið  Var hluti af söfnun Guðlaugar fyrir Rauða krossinn Morgunblaðið/Kristinn Málið leyst Guðlaug Hallbjörns- dóttir hefur leyst ráðgátuna. Heiðrún Villa, höfundur bókarinnar „Gerðu besta vininn betri“ hefur gefið út fyrsta íslenska hundaþjálfun- armynddiskinn. Diskurinn hefur fengið frábærar móttökur. HUNDANÁMSKEIÐ HEIM Í STOFU Jólagjöf hundaeigandans í ár! Fæst í öllum helstu verslunum landsins og á www.hundatjalfun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.