Íslenzk tunga - 01.01.1961, Side 128

Íslenzk tunga - 01.01.1961, Side 128
124 RITFREGNIR Ornir (ormsheiti í þulum) telur ltöf. í ætt við so. orna, en grnir (einnig orms- heiti í þulum) sé sk. grn eða lo. grr. Mjög er þetta með ólíkindum og raunar eðlilegast að líta á ornir og grnir sem mismunandi úrlestrarmyndir sama orðs og líklegast, að þessi orð séu leidd af ori ‘ormur’, sbr. duri : durnir, þing-logi : hug-lognir. Ekki er fullvíst um lengd stofnsérhljóðsins i ori. Sé það ó, er orðið sjálfsagt skylt órar, og órnir ætti sér þá nokkra hliðstæðu í so. órna í sæ. og n. máll., ‘falla í dá eða mók’, og ætti sú merking ekki illa við. Sé sérhljóðið hins- vcgar stutt, gætu ori og ornir verið í ætt við sæ. máll. or (m.) ‘mjölmaðkur’, d. oret ‘feyraður’, nísl. or (n.) ‘(úldin) hákarlsbeita, grugg’, ora ‘grugga’, nno. aura, yrja ‘úa’, nísl. urður (m.), nno. ur ‘sægur, mor’. Höf. ætlar, eins og flestir aðrir, að pallr sé tökuorð úr slavn., sbr. rússn. pol ‘bekkur, fjöl’, en bendir þó á vandkvæði, er skýringunni fylgi varðandi lengd /-sins. En annmarkarnir eru fleiri, fyrst það, að pallr virðist koma fyrir í fornum örnefnum vesturgermönskum, t. d. e. Palton, Pealton (þ. e. fe. *peall) og fþ. Pellingen, Pallinc, Pallinc mons (á 11. og 12. öld). Auk þess eru svo nísl. orðin paldur ‘stallur, sylla í bjargi’, pöldrur ‘ójöfnur í götuslóða eða móum’, paldri, pallri, paltur (n.) ‘þrep, stallur’, lo. pöldróttur o. s. frv. Naumast verður synjað fyrir ættartengsl þessara orða við pallr. Þau sýnast runnin frá eldri orðmyndnm *palðra og jafnvel *paltra, og bendir það fremur á germanskt ætterni þessarar orðsiftar, hvort sem menn aðhyllast æltfærslu K. F. Johannsons eða ekki. Olíkleg þykir mér sú tilgáta, að refill í refilstigr sé smækkunarorð af refr ‘tófa’, enda ætti orðið þá að heita *rifill (< *refilan). Mér finnst auðsætt, að refill sé eiginlega sama orð og refill ‘klæðislengja’, sbr. tannrefill, blóðrefill, nísl. refill (rebbi) ‘spóngarmur’, nísl. rœfill ‘rýja, garmur’, rœflur ‘rafabelti’ (< *röfil-) o. s. frv. Orðið merkti einfaldlega ‘lengja, strimill, slitur’. Refilstigr merkir eiginlega ‘vegarslitur, sundurslitinn, óljós götuslóði’, sbr. nísl. refilþá (rœfilþá) ‘grindajörð, þar sem þánað hefur af jarðrimum og þúfnakollum’, sbr. ennfremur nno. revla, nísl. rœfla ‘þána af á pörtum’, fær. revla ‘rofa í (þoku eða él)’. Þá er og óvíst, að blóðrefill tákni mjótt sverðsblað eins og höf. vill vera láta, en fullt eins líklegt, að orðið hafi í öndverðu lotið að mynstrinu cða rákunum á sverðsblaðinu. Ilöf. telur, að refjur (fpl.) sé í ætt við nno. ravgal, og þykir mér það harðla ósennilegt merkingarinnar vegna og auk þess óvíst, að hve miklu leyti sú orð- sift er germönsk eða blönduð rómönsku tökugóssi. Refjur virðast ekki eiga beina samsvörun í skyldum grannmálum, en vel má orðið vera í ætt við d.máll. vravle ‘vefja, þvaðra’, sæ. máll. vravla ‘vinda, masa’, me. wrabbe, ivrobbe, e. wrap ‘sveipa’. Rejjur (< *wrafiö-) væri þá af sömu rót (ie. *wrep-) og gr. répö ‘sveigist, hneigi mig’ og upphaflega merkingin ‘vafningur, krókar’, og ætti það ekki illa við. Bæði rósta ‘upphlaup’ og rosti (fornt auknefni) eru að dómi höf. tökuorð úr ffr. rustic (lat. rusticus), og mun hann hafa það eftir Fischer og Holthausen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.