Ritmennt - 01.01.1998, Side 42

Ritmennt - 01.01.1998, Side 42
EIRÍKUR ÞORMÓÐSSON OG GUÐSTEINN ÞENGILSSON RITMENNT Guðmundssonar (1703-41) á Grenjaðarstðð- um „sem ég sá hjá þér á dögunum." Jónatan þaklcar síðustu bókasendingu í bréfi 8. ágúst 1896, Háttalykil Lofts ríka (Kh. 1888-90?) og nýju útgáfuna af Heimskringlu (vafalaust útg. Finns Jónssonar sem byrjaði að koma út í Kh. 1893) „sem er merkilega vel úr garði gjörð, er vænta er frá þeirri hendi, eins og líka er verðugt sögum Snorra." Hann harm- ar að taka á móti dýrmætum bókum án þess að geta látið neitt koma á móti. Sjálfur seg- ist hann „berjast við að slá og raka, á degi hverjum, get unnið svo sem liálfan daginn, verð þá hálfdauður, lifna aftur við eftir næt- urhvíldina." Jónatan er nú orðinn sjötugur. Er þá komið að síðasta bréfi frá honum í bréfasafni Jóns Borgfirðings en það er skrif- aó 25. október 1899. Hann skilar sögu Skúla fógeta og einnig æfisögu Pólíltarpusar hins víðförla er hann hafði fengið léðar báðar en síðasta bónin er sú að biðja Jón að útvega sér til kaups Natans sögu ef hægt sé. Lokaorð þessa síðasta hréfs Jónatans til Jóns, a.m.lt. sem varðveitt er, mætti tileinka því áhuga- máli sem Jónatan fann sér athvarf í frá amstri og striti hversdagsins. „Gaman væri nú að fá að sjá eitthvað af fornum fræðum, - það mun nú orðinn hörgull á þeim vísind- um, töfralistin er nú í andarslitrunum eða hefir rýmt fyrir æðri vísindum síðari tíma, þó má vera merkilegt að sjá, hvernig þeim kreddum hefir verið varið." Að ævilokum Eins og fyrr segir brá Jónatan búi 1892 og fékk í hendur Stefáni syni sínum. Hjá hon- um dvaldist Jónatan næstu 12 árin eða þar til hann fluttist til sona sinna að Önguls- stöðum í september 1904. Hjá þeim bjó hann þar til hann lést 9. febrúar 1906 á átt- ugasta og fyrsta aldursári. Jónas á Hrafnagili flutti húslcveðju heima á Öngulsstöðum en sr. Matthías orti erfi- ljóð. Það hefst þannig: Snjókistan hvíta, forni fannasalur, mér finnst þú anda kaldar en að vanda, og þér sé gengið, gamli Fnjóskadalur. Og hvar er slcrautið, - skógarhaginn nýi, skrúðsængin mín í fyrra, þar sem lá ég? Að valt sé yndið, verður seint að lygi. Því fegri blett á Fróni hvergi sá ég, af föðurtryggð og elsku nærðan, varinn, vesalings slcógur: föðurlát þitt frá ég. Um verk Jónatans segir síðar í lcvæðinu: Tvær fara fyrir: gyðjan góða Saga, og gróðrardísin hér í þessu landi, hún Huld, sem þjóð vor hryggði langa daga. Og allan dalinn fylla slcógar fríðir, og fræðin spölcu lifa' á allra tungu, og friðsæl gleði græðir allt og prýðir. Og minnisljóð þín munu sjaldan þagna á meðan vara lcvæðin dýrra sagna og gróir lundur grænn á Þórðarstöðum.81 Hinsta hvílustað hlaut Jónatan í kirkjugarð- inum á Illugastöðum samlcvæmt eigin óslc. Þaðan blasa Þórðarstaðir við og skógurinn sem hann lét sér svo umhugað um. Sr. Ás- mundur Gíslason prófastur á Hálsi jarð- söng. 81 Matthías Jochumsson. Ljóðmæli, bls. 363-64. 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.