Vera


Vera - 01.10.1998, Side 3

Vera - 01.10.1998, Side 3
Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hverjir ógagn? Sendu VERU ábendingar. Að hugsa allt upp á nýtt Á hvaða siðferðilega grunni stendur þjóðfélag þar sem það fólk sem valið hefur sér að ævistarfi störf sem krefjast umhyggju og mannlegrar hlýju, hefur um leið lent í því hlutskipti að fá mun lægri laun en þau sem fara með völd yfir fjármunum? Er það nægileg skýring að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem velja umönnunarstörfin? I þessari Veru er rætt við hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður sem háðu harða kjarabaráttu á þessu ári og þurftu að ganga svo langt að segja upp störfum til þess að á þær væri hlustað. Öll höfum við margsinnis heyrt orðin „niðurskurður í heilbrigðiskerfinu", þau hafa litað þjóðfélagsumræðuna árum saman. En er ekki eitthvað bogið við rekstur heilbrigðiskerfis þar sem ekki er hægt að halda deildum í fullum gangi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum? Þannig er staðan nú og kemur m.a. illa niður á þeim sem bíða eftir að komast í hjartaaðgerðir á Landspítalanum. Þar getur verið um líf eða dauða að tefla, samt gildir lögmálið um framboð og eftirspurn ekki þegar kemur að launagreiðslum til hjúkrunarfræðinga. Þó er það lögmál æðst boðorða á tímum frjálsrar samkeppni. Margir hjúkrunarfræðingar hafa gefist upp á að vinna á sjúkrahúsum og fengið sér vinnu annars staðar. Áður en til slíkrar ákvörðunar kemur hefur mikið gengið á. Fólk hættir ekki upp úr þurru að vinna við það sem það hefur kosið að ævistarfi. Langvarandi óánægja með kaup og kjör hefur slítandi og óæskileg áhrif á fólk og óhjákvæmilega hlýtur sú óánægja að smitast út til skjólstæðinganna - sjúklinganna - sem eiga þó nóg með sín vandamál. í viðtali við Ijósmóður hér í blaðinu segir hún ástæðuna fyrir því að hún fór að mennta sig f viðskiptafræðum vera langvarandi þreytu á óánægju á vinnustað ár eftir ár, þar sem ekkert breyttist né virðist ætla að breytast. Allar ákvarðanir sem teknar eru byggja á hugmyndum. Það hlýtur eitthvað að vera að þeirri hugmyndafræði sem veldur því ástandi sem að ofan er lýst. Og þá er bara að breyta hugmyndafræðinni. Skref í þá átt er þingsályktunartillaga um jafnréttisfræðslu fyrir æðstu ráðamenn sem Guðný Guðbjörnsdóttir hefur flutt á Alþingi ásamt fleiri þingmönnum. Þar er lagt til að þeir sem með stjórn mála fara verði fræddir um jafnréttismál til þess að geta haft kynjaða hugsun að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar. Ekki er um að ræða fræðslu í eitt skipti, heldur á að viðhalda henni jafnt og þétt. Þannig þokast málin áfram. Þá er kannski von til þess að æðstu ráðamenn fái innsýn í störf kvenna og verðleggi þau jafn hátt og störf karla. Til þess þarf að hugsa allt upp á nýtt. plús GRÓTTA - KR fyrir að vera fyrsta íþróttafélagið til að taka upp gæða- stjórnun innan unglingaþjálfunar þar sem eitt af stóru verk- efnunum er að vinna upp brottfall stúlkna úr íþróttum. „Stelpurnar fá ekki sömu athygli og strákarnir," viðurkennir yfirþjáifari félagsins í blaðaviðtali og segir að fólagið ætli nú að sýna stúlkunum þann áhuga sem þær eiga skilinn í íþróttum. Liður í því var stórmót stúlkna í lo’k september þar sem yfir 200 stelpur tóku þátt. Barátta gegn kynferðislegri áreitni á vinnu- stað sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Samtök verslun- arinnar standa að með því m.a. að gefa sameiginlega út bækling og veggspjald sem vara viö sliku framferði. Bæði félögin bjóða aðstoð um hvernig bregðast eigi við þegar kynferðisleg áreitni kemur upp á vinnustað og hefur VR í hyggju að bjóða félagsmönnum sínum sérfræðiaöstoð í slíkum tilvikum. Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn í þingsályktunartillögu frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur og fleiri þingmönnum stjórnarandstöðunnar er lagt til að mótaðar verði aðgerðir sem tryggi að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafi þekkingu á ólíkri stöðu kynjanna almennt og á sínu sviði sérstaklega. I því skyni verði tekið saman vandað námsefni og haldin námskeið sem ráðamönnum verði gert að sækja. Tryggt verði að þekkingunni verði haldiö við með eftirliti og aðhaldi og með því að halda námskeið með reglulegu millibili. Útvarpsstöðin X - ið fyrir ótrúlega kvenfyrirlitningu og niðurlægjandi brandara um konur sem þáttastjórnendur virðast hafa sérstakt dálæti á. Nýjasta slagorð stöðvarinnar er: „Útvarpsstöð fyrir stelp- ur sem kyngja." Við hijóðnemann virðast strákarnir hafa sérstaka ánægju af sóðalegum kynjabröndurum. Eru engin takmörk fyrir því hvað „frelsið" getur leyst úr læðingi? Félagsmáiaráðherra, Páll Pétursson fyrir ráðningu i stöðu framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra í Reykjavfk. Um stöðuna sótti umtals- verður fjöldi fólks, m.a. tvær konur, með meiri menntun og reynslu á þessu sviði en karlinn sem va rráðinn. Lands- samtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag (slands lýstu yfir óánægju og undrun með þessa ráðningu og gengu á fund ráðherra af því tilefni. Dómsmála- og utnaríkisráðherrar fyrir að tilnefna þrjá karla sem fulltrúa Islands í starf dóm- ara við hinn nýja Mannréttindadómstól Evrópu, þrátt fyrir tilmæli ráðherraráðs Evrópuráðsins um að jafna hlutfall kynja meðal dómara í hinum nýja dómstól.Af Norðurlanda- þjóðunum var það aðeins ísland sem tilnefndi ekki konu og sniðgekk þannig tilmæli um að jafna hlut kynjanna. 3

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.