Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 26

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 26
Fleiri konur - betri lögregla segir Georg K. Lárusson, lögreglustjóri í Reykjavík Á fundi hjá Kvennalistanum í sumar kom fram / máli lögreglustjórans í Reykjavík, Georgs K. Lárussonar, að fjölga ætti konum í lögreglunni og bæta stöðu þeirra. í samtali við Veru staðfesti lög- reglustjóri þessi ummæli og vísaði til skýrslu sem dómsmálaráðuneytið sendi frá sér árið 1997. í skýrslunni er sagt frá vinnu nefndar um bætta stöðu kvenna innan lögreglunnar og hvaða órbætur þurfi til að kvenkyns lögreglumönnum fjölgi og þær haldist í starfi. Mestar deilur hafa staðið um ákvæðið þar sem sagt er að bæta þurfi stöðu kvenna innan lögreglunnar. Sumir hafa sagt að búið sé að gera allt til að bæta stöðu kvenna og aðrir hafa fullyrt að starfið henti illa konum. Bent hefur verið á vakta- kerfið sem fyrirstöðu. Að mínu mati er þetta rökleysa því hægt er að benda á fjölmennar kvennastéttir sem stunda vaktavinnu, eins og á sjúkrahúsum og víðar. Það er eitthvað að hér innanhúss sem kemur í veg fyrir að konur sæki í starfið og því þarf að breyta," segir Georg en bendir jafnframt á að lögreglukonur séu hlutfallslega flestar í Reykja- vík. „Mín skoðun er sú að það sé grundvallaratriði að fjölga konum í starfi til þess að efla löggæsluna, bæta móralinn hér innanhúss og koma þessum hlutum í betra horf.“ Telur þú að setja þurfi markmið Iíkt og Svíar hafa gert? „Það er ein af hugmyndunum sem verið er að skoða. Einnig bindum við vonir við að fjölgun kvenna í Lögregluskólanum skili sér í okkar raðir.“ Georg var áður sýslumaður í Vestmannaeyjum og yfirmaður lög- gæslu þar. Er auðveldara að ríða á vaðið í Reykjavík með úrbætur? „í Reykjavík eru miklu meiri möguleikar á sveigjanlegum vinnutíma en á litlum stað úti á landi þar sem lögreglumenn eru fáir. Fyrir nokkrum árum réði ég tvær konur í einu í þetta litla lögregluembætti í Vestmannaeyjum. Það má segja að það hafi ekki mælst vel fyrir hjá öllum til að byrja með. Þessar konur stóðu sig auðvitað mjög vel og mórallinn á lögreglustöðinni breyttist til hins betra." Hvað á að breytast með fjölgun kvenna í lögreglunni? „Lögreglan þarf að endurspegla samfélagsgerðina ef hún ætlar að þróast með þjóðfélaginu. Leggja ber áherslu á að lögreglustarfið sé ekki slagsmál og læti heldur það að vera úti til að aðstoða borgarana. Það þarf að bæta viðhorf almennings til lögreglunnar, bæta viðhorf lögreglu til borgaranna og ekki síst að bæta viðhorf lögreglunnar til sjálfrar sín.“ Hvenær má vænta breytinga á högum kvenna innan lögeglunnar? „Það er ýmislegt í gangi til að bæta stöðu þeirra en ég tel að það líði nokkur tími þar til þær öðlast jafnstöðu og komast áfram í starfi. Það er svolítið skuggalegt að sjá hve fáar konur eru í æðri embættum inn- an lögreglunnar. Eitt er að konur hafa ekki sótt mjög stíft um æðri stöður, hverju sem um er að kenna. Mér sýnist að þær yngri séu full- ar bjartsýni um að þær nái frama í starfi. í Noregi og Danmörku er heildarhlutfall kvenna í lögreglu lægra en hér. Samt eru konur lög- reglustjórar í Ósló og Kaupmannahöfn. Hvers vegna?" spyr Georg K. Lárusson lögreglustjóri í Reykjavík. 2B

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.