Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 18
Femínisti fer í vax Fyrir (femínískt) framlag mitt til bókarinnar Flögð og fögur skinn var mér afhent gjafakort í Baðhús Lindu, en hún var þátttakandi í sam- nefndri sýningu. Gjafakortið bar yfirskriftina ‘Dekur- dagur C’ og taldi upp hinar ýmsu aðferðir við að dúlla við líkama minn, nudd, augnabrúnaplokkun og litun, heitan pott, hand- og fótsnyrtingu, Ijós, maska og gufubað. Fyrir utan Ijósfælni mína leit þetta allt sam- an ákaflega vel út, jafnvel þó ég vissi af sársaukanum sem leyndist bakvið sumt dekrið. Fegurðin hefur alltaf verið mér ákaflega sársaukafull, og það hvarflar ekki að mér að kvarta. Örþreytt og lurkum lamin mætti ég á staðinn einn kaldan haustdag og fór þaðan endurnærð á sál og lík- ama. (Nýsköpunin hófst reyndar strax með sundboln- um sem mér var afhentur. Ég hafði gleymt öllum mín- um svörtu og smeygði mér þarna í þennan fína Ijós- bleika bol og leið eins og nýrri manneskju.) Gufa og pottur undirstungu mig fyrir þetta fína nudd hjá bróð- ur fegurðardrottningarinnar, sem er alls óljótur sjálfur, og vandlega slökuð lak ég svo í hand- og fótsnyrtingu (þarsem ég fékk mér að sjálfsögðu bleikt naglalakk á fingur og tær í stíl við bolinn) og eftir það lagðist ég makindalega í augnabrúnalitun og vöxun m/maska. Þrátt fyrir að snyrtidaman hafi verið fremur skeftisk á að ég væri hennar dæmigerði kúnni (‘hefurðu farið í svona áður?’, spurði hún varasöm) og hafi helst, held ég, viljað vaxa á mér fleiri líkamsparta en augnabrún- irnar, þá stóð hún sig eins og hetja og nuddaði svo vel á mér andlitið að mér fannst ég hreinlega hafa höndl- að fegurðina (um stund). Þennan dag, skal ég segja ykkur, var gott að vera femínisti. Vegna nefndrar sýningar átti ég samtal við listamanninn Þorvald Þorsteinsson um Baðhús Lindu þarsem hann kvartaði ákaflega yfir þeirri kynjaskipt- ingu sem Baðhúsið viðheldur: það er aðeins fyrir kon- ur. Ég hlustaði nú bara með öðru eyranu enda orðin fremur þreytt á því að taka við kvörtunum fyrir hönd femlnismans alls vegna einstakra útblásinna atriða (halló-ó hefur einhver heyrt um stærra samhengi... (munið strákar, stærð skiptir máli)). Þessi spurning um hvort einstaka klúbbar leyfi sér að útiloka annað kyn- ið er að sjálfsögðu heilmikið mál í sögu femínisma, og koma pípureyktir jakkafataðir karlaklúbbar fyrst upp í hugann. Sem leiðir mig beint í vangaveltu um misjöfn hlutverk þessara tveggja fyrirtækja, í karlaklúbbum geta karlarnir spjallað saman í friði og sæld innanum reykjarstrókana og fundist þeir vera gáfaðir um stund Dagbók femínistð eftir Ulfhildi Dagsdóttur (sundlaugarnar, einhver?). Kvennaklúbbur eins og Baðhús Lindu helgar sig hinsvegar fegurð og vellíðan líkamans og býður upp á öllu varanlegri áhrif en þá gufustróka sem karlarnir blása út; allavega eru auga- brúnirnar á mér enn jafn glæsilegar. Konur hafa verið að taka yfir fegurðariðnaðinn og móta sjálfar sína eig- in fegurðarímynd, því það má ekki gleymast að ef konan afneitar líkamlegri fegurð á þeim forsendum að slíkt sé einungis viðfang karla, þá á hún á hættu miklu víðtækari höfnun á sjálfri sér og eigin líkama. Fegrunariðnaðurinn er iðulega tengdur konum á neikvæðan hátt, með tilheyrandi tamningu kvení- myndarinnar, líkt og fegurðarsamkeppnir eru gott dæmi um. Annadís Rúdólfsdóttir lýsir í grein sinni ‘Ljóskudraumar’ í Flögð og fögur skinn, hvernig Linda Péturdóttir hefur markvisst reynt að móta sína eigin ímynd eftir að hafa skilað af sér titlinum. Og núna hefur hún stofnað Baðhús, helgað fegrun kvenna. Ekki svo að skilja (Þorvaldur) að ég hefði nokkuð á móti því að hafa sætan strák hjá mér í guf- unni eða pottinum, hann mætti alveg dekra við mig líka, en það er bara ekki essentíalt. Og þar eru þær á- byggilega sammála mér, erkifemínistarnir allir sem ég mætti hárauðum á leið úr leikfimi, í Baðhúsi heimsfeg- urðardrottningarinnar Lindu. 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.