Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 28
Aðspurð segist hún merkja fjölgun kvenna enda sjáist það í tölum. I Reykjavík sé hlutfall kvenna í lögreglunni um 10% en á landsvísu rétt rúm 6%. Fjöldi kvenna við embættin í Hafnarfirði, Kópavogi og á Keflavíkurflugelli hafi líka aukist. „Svo eru embætti þar sem konur virðast eiga erfitt uppdráttar, svo sem í Keflavík, hver sem skýringin er,“ segir hún. En það er ekki allt fengið með því að auka hlutfall- ið sem lítur vel út í skýrslum. „Þrátt fyrir það eiga konur mjög erfitt með að fá stöðuhækkun innan lögreglunnar og því þarf líka að þreyta. Konur hafa verið ráðnar reglu- lega í almenn lögreglustörf síðan 1973 en hér í Reykjavík hefur engin kona komist hærra en í stöðu varðstjóra og rannsóknarlögreglu- manns. Þá er ég að tala um stöður eins og lög- reglufulltrúar, aðalvarðstjórar, aðstoðaryfirlög- regluþjónar og yfirlögregluþjónar. Það er mjög bagalegt að engin kona sé í æðri yfirmanna- stöðum." Dóra Hlín segir að konur hafi sótt um yfir- mannastöður en ekki fengið. „Ég er þó viss um að þær hafi ekki verið eins iðnar við að sækja um eins og kariarnir. Ég tel að jafnréttisfulltrúi gæti haldið mönnum vakandi og minnt á jafn- réttislögin, sem mér sýnist margir gleyma.“ Brottfall starfandi lögrelukvenna, sem lokið höfðu skólanum, var komið upp í rúm 40% á tímabili en sú þróun hefur snúist við og nú er brottfallið mun lægra, að sögn Dóru Hlínar. „Þegar heimiluð voru hlutastörf hættu konur sfður í lögreglustarfi og nú er brottfall kvenna komið niður í 27%. Það skiptir öllu máli að konur geti lagað starfið að barnauppeldi og þær sjái að þær eigi sömu möguleika á frama í starfi." Hún viðukennir að það hafi oft hvarflað að henni að gefast upþ en þrjóskan hafi haldið henni innan lögreglunnar. Hún segist hafa sótt um stöðuhækkun oftsinnis en ekki fengið. Hún samþykkir að lögreglan sé enn sterkt karlaveldi. „Það er mjög miður því lögreglan á að vera eins og þverskurður þjóðfélagsins," segir hún. Um það hvernig karlkyns samstarfsmenn taka konunum segir hún það mjög mismun- andi. „Sumir hafa tilhneigingu til að „hlífa“ kon- unum, meðvitað og ómeðvitað. Það hefur bara sýnt sig að þær kæra sig ekki um slíka vernd heldur vilja standa jafnfætis körlunum í einu og öllu,“ segir Dóra Hlín og bætir við að borgar- arnir séu mjög jákvæðir gagnvart lögreglukon- um. Setja þarf markmið Ifkt og gert er í Svfþjóð - segir Berglind Eiríksdóttir rannsóknarlögreglumaður Berglind Eiríksdóttir rannsóknarlögreglu- maður hjá Lögreglunni í Reykjavík sótti nýverið ráðstefnu í Finnlandi. Þar báru lögreglukonur á Norðurlöndum meðal ann- ars saman bækur sínar. Berglind hefur starfað sem lögreglumaður í tuttugu ár. „Svíar standa sig best I því að fjölga konum I lögreglunni en þar eru þær 17% allra starfandi lögreglumanna. Noregur kemur þar á eftir en þar er hlutfallið 12,5%. Það kom okkur hins vegar á óvart að Danir stóðu sig heldur verr en við. Sama er að segja um Finnana. Hérlendis er fjöldi kvennanna í starfi 6,7% en í Danmörku og Finnlandi 6,3%.“ Að sögn Berglindar hafa Svíar sett sér markmið um að fjölga konum í lögreglunni og árið 2004 vænta þeir þess að starfandi konur innan lögreglu verði 30%.. „Mér finnst að við eigum að setja okkur markmið eins og Svíarnir gera. Örðuvísi verður ekki hægt að sjá til þess að konum fjölgi. Að mínu mati er ekki nóg að fá fimm nýjar inn eitt árið og sex það næsta til þess að menn geti bent á það sem aukningu. Það þarf meira en góðan vilja til að málin breytist." Hún segir að fyrirhugað sé enn meira samstarf lögreglukvenna á Norðurlöndum og bindur miklar vonir við slíkt samstarf. „Þá höfum við meira haldfast hvað er að ger- ast í hinum löndunum og eigum auðveldara með fylgja þeim eftir.“ Berglind hefur alla tíð unnið fullt starf enda var hlutastarf ekki í boði þegar hún var að eiga sín börn. „Ég var heppin að fá dagvinnu þegar ég þurfti á því að halda en ég hefði gjarnan viljað vera í hlutastarfi." Hún segir að sífellt þurfi að vera á verði í jafnréttisbaráttu innan lögreglu. „Því er ekki að neita að við verðum varar við fjölgun kvenna á vinnustað. Þegar ég byrjaði vorum við að- eins fjórar sem gengum vaktir." Berglind sótti um lögreglufulltrúastöðu í uþþhafi þessa árs en fékk ekki. „Það var ekkert út á það að setja þar sem aðr- ir umsækjendur höfðu lengri starfsaldur. Ég tel þó víst að ég muni reyna að sækja um aftur þegar staða losnar," segir hún. 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.