Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 33

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 33
í Ungverjalandi leyfa vinsælir stjórnmálamenn sér að saka konur opinberlega um háa tíðni skiln- aða, fóstureyðinga, alkóhólisma, upplausn fjöl- skyldna og segja konur hafa vanrækt börn sín vegna vinnuálags á tímum sósíalismans. Konur á skellinöðru á leið til verksmiðjunnar. Ljósmyndari Stefan Moses. Myndin heitir: Við vorum sviknar og það var logið að okkur! Kommúnísku ríkis- flokkarnir töldu engu að síður að þessi stefna væri nægileg til að tryggja jafnrétti kynjanna og að öll opinber um- ræða um þau málefni væri yfirborðsleg og ó- þörf. Stefnan var einnig í fullu samræmi við marxísk-leníníska hug- myndafræði. Lenín, Marx og Engels töldu að atvinnuþátttaka kvenna myndi leiða til þess að konan yrði fjárhagslega sjálfstæð og þar með væri jafnrétti kynjanna tryggt. Jafnréttismál snérust því ætíð um grundvallarrétt mannsins til atvinnu. [ lok síðasta áratugar voru um 3/4 hlutar kvenna í Póllandi, Ungverjalandi og Tékklandi á aldrinum 18-60 ára í fastri vinnu. Þrátt fyrir þessa þróun, sem gjörbreytti lífi kvenna í þessum löndum, héldu konur áfram að sinna heimilisstörfum og svokölluðum ó- sérhæfðum kvennastörfum. Kynjaskipting á vinnumarkaði, sem er afleiðing félagslegrar mótunar kynhlutverka, var talin eðlileg af náttúrunnar hendi. Kynin voru talin ólík í eðli sem móður og því að vera útivinnandi. Líkt og þjóðfélagsleg kúgun kvenna væri óhjá- kvæmileg vegna kyns þeirra. Félagsleg mótun kynhlutverka Á tíma ríkissósíalismans ríkti sú tilhneiging að velja konur til þeirra starfa sem talin voru ósérhæfð. Aukin menntun kvenna þýddi ekki nauðsynlega að konur og karlar hefðu sömu tækifæri á vinnumarkaðinum eða að mennt- Aðeins handbendi karlaveldisins? Eins og ég minntist á í byrjun greinarinnar rfkti viss goð- sögn um stöðu kvenna í Austur-Evrópu á tímum ríkis- sósíalismans. Þær höfðu, lagalega séð, allt frá 1950 sama aðgang að menntun og vinnumarkaðinum og karlmenn. Sósíalískar konur voru sterkbyggðar, keyrðu traktor, voru verkfræðingar, þingmenn eða jafnvel geim- farar; fóstureyðingalöggjöf var frjálslynd og ofan á allt saman fengu börnin þeirra heilsdags dagvistun. Þegar betur er að gáð kemur í Ijós að konur á þingi voru iítið annað en handbendi einræðisflokkanna, eins og raunar allir full- trúar á þingi, þátttaka þeirra var tryggð með ríkislögum um kvóta sem tryggja átti spegil- mynd þjóðfélagsins. Á fræðimáli hefur þetta verið nefnt „Alibi-Funktion“ eða fjarvistar- sönnun. Allar mikilvægari pólitískar ákvarð- anir voru teknar af miðstjórn kommúnista- fjokkanna eða af ríkisstjórnunum sem sömu- sínu og mismunun á grundvelli kynferðis réttlát og þar með einnig tvöföld eða þreföld byrði konunnar. Vandinn var því ekki samfé- lagsleg valdastreita kynjanna heldur „van- kantar" konunnar. Þannig var þjóðfélagsleg- um mismun kynjanna viðhaldið af pólitiskum og menningarlegum þáttum. Enda var tak- markið aldrei að afmá kynjaskiptingu á vinnumarkaði - sem er hornsteinn feðraveld- isins - heldur snérust jafnréttismál um það hvernig tryggja mætti skilyrði sem auðveld- uðu konunni að sinna sínu eðlilega hlutverki unin nýttist þeim til að hafa pólitísk áhrif á jafnréttismál. Þær unnu lægstlaunuðu störf- in og þannig urðu til sérstök kvenna- og karlastörf. Framhalds- og háskólanám laut sömu lögmálum því mörg námsfög voru ein- göngu ætluð konum og önnur körlum, rétt eins og vissar starfsgreinar hentuðu aðeins öðru kyninu. Störfin voru því skilgreind eftir kynferði og sú vinna sem konur unnu af hendi var talin ósérhæfð og lítils virði. Þekk- ing þeirra og sérhæfing [ heimilis-, mæðra- og umönnunarstörfum var skilgreind af þeim sem drottna yfir vinnumark- aðinum; karlmönnum, sem sjá sér hag í að stjórna konum hvort sem það er í ríkissósíalisma eða kapítal- isma. Flefðir feðraveldisins héldu á þennan hátt uppi trúnni á karlmanninn sem fyrirvinnu jafnvel þó að konan ynni fulla vinnuviku. ískra stjórnarkerfa. Þrátt fyrir jákvæð viðhorf til atvinnuþátttöku kvenna reyndi þessi stefna ekki að uppræta hefðbundin kynhlut- verk eða kynjaskiptingu almennt. Tvöföld byrði verkakanunnar Atvinnuhættir sósíalismans kröfðust mikils fjölda verkafólks og ein laun nægðu ekki fyr- ir framfærslu fjölskyldunnar. Konum var [ orðsins fyllstu merkingu beitt út á vinnu- markaðinn, inn í verksmiðjurnar þar sem þær strituðu frá morgni til kvölds við færi- bandavinnu. Þær héldu áfram að bera ábyrgð á heimilisstörfum og unnu því tvöfaldan vinnudag. Margar konur litu því á launavinnu sem aukna byrði. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.