Vera


Vera - 01.10.1998, Side 22

Vera - 01.10.1998, Side 22
Spúnkaður veruleiki Á móti mér á Súfistanum, þar sem ég þuklaði kaffibollann, sátu þá tvö nýjustu smástirni íslenska tónlistarmarkaðarins, Kristín Björk Krist- jánsdóttir og Arnþrúöur Ingólfsdóttir, en sjálf heiti ág Brynhildur Heið- ar- Ómarsdóttir. Eftir að hafa starað mikið upp í loftið og bölvað því í huganum að hafa ekki klæðst einhverjum aðeins kúlista- legri fötum, ákvað ég að reyna nú að gera eitthvað uppbyggi- legt, tók gúlsopa af kaffinu úr bollanum sem ég hafði rétt áður þuklað, mundaði blýantinn yfir stílabókina og spurði: Vera: Jæja, hvenær fæddist Spúnk? KB: Hljómsveitin var skírö í heitu pottunum í Sundhöll Reykjavík- ur... Adda. Nei, var þaö ekki I kjallaranum á Egilsgötunni... KB: í heitu pottunum í Sundhöll Reykjavíkur í janúar á þessu ári. Ég hafði nýlega veriö innblásin af því aö skilja hiö liðna eftir bak viö mig og aö framtíðin sé ótímabær. Adda: Já, og okkar fílósófía smellpassaði saman því að ég var nýbúin aö gera áramótaheit um aö lifa alltaf I núinu. KB: Hugmyndin er aö fylgja impúlsum og ekkí láta stjórnast af fyr- irfram ákveönum hugmyndum. Ég vil losa mig viö alla milliliði í lífinu, ekki fara krókaleiöir að takmarkinu, heldur beint I partíiö. Vera: Og er þaö af þessari fílósófíu sem nafnið Spúnk kemur? Spúnk þá í merkingunni, eitthvað ófyrirsjáanlegt, eitthvaö skyndilegt? Adda: Já, nafnið fengum viö lánaö frá bróöur mínum sem notar orö- iö "spunk" á útlensku yfir fólk sem er jákvæður pappír og hefur stuö- neistann. KB. Spúnk í samskiptum er borötennisleikur sem gengur út á aö halda boltanum á sífelldri hreyfingu og impúls leikmanna stýrir þeim á kúl- una. Vera: Og af hverju varð Spúnk til? KB. Spúnk spratt upp úr tímamótum hjá okkur báöum I janúar á þessu ári. Adda var aö klára MH og vissi ekki hvaö hún ætlaöi aö gera eftir þaö og ég var sjálf föst í námi í HÍ sem ég var týnd hraöbraut í. Adda: Spúnk bara gerðist. Ég vildi hætta að spila tónlist sem allir eru alltaf aö reyna aö spila eða lesa bækur um hluti sem aörir eru aö hugsa og fara aö búa til mitt eigið. KB: Viö Adda keyptum okkur pilsner og þegar viö byrjuöum að rokka sáum við strax að tónsamskiptin voru jafn spúnkuð og hin. Eftir þaö var ekkert nema rokk og helv. ról. Tónlist er nefnilega mjög mikilvægur samningur ef maöur skrifar undir hann sjálfur. Vera: Og hvernig ganga svo æfingar? Adda: Paö er engin rútína í þessari hljómsveit og æfingar eru alveg stjórn- lausar. KB Þaö mætti kalla æfingar Tilraunastöðina Spúnk. Adda. Já, viö erum alllaf aö prófa eitthvað nýtt. Viö erum ekki með trommara í bljómsveitinni svo við notum ýmislegt annað til aö gera bít, tækni og önnur tól. Núna vorum við að fá vatnstrommu sem bróðir minn bjó til. Þetta er harðplast- belgur fullur af vatni sem viö hengdum upp í loftið meö bor og hákarlareipi. Síðan límd- um viö mikrófón viö belginn og þannig fáum viö útúr honum óteljandi hljóö sem hljóma öll eins og veriö sé aö spila á stáltrommur ofan í sundlaug í gígantlskum ofurgámi. Vera: Talandi um trommara, hverjar eru í hljómsveitinni? KB Ég á gítar og tækni, Adda syngur og púttar tækni, Gerður Jónsdóttir á kontrabassa og Sigríöur Björg Siguröardóttir á hljómborö. Vera: Stefniö þiö á heimsfrægö? KB: Framtíöin er ótímábær. Vera: Hafiö þið haldið marga tónleika? Adda: Viö höfum haldið fimm tónleika, þar á meöal útgáfutónleika á vínylplötunni okkar, Stefnumótkafbáta, sem viö gáfum út meö Örvari og Gunna I Múm. Þlatan fæst meðal annars í Japis og Hljómalind og 12 tónum á barafimmhundruð kall. Síöan fórum viö öll saman í tónleikaferð til Cambridge. Vera: Og hvernig gekk þaö? KB: Djö. vel. Reyndar áttum við að spila á tveimur tónleikum en hálftlma áöur en fyrri tónleikarnir, sem voru á hommabar, áttu að byrja kom eigandinn aö okkur 22

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.