Vera


Vera - 01.10.1998, Síða 36

Vera - 01.10.1998, Síða 36
umhverf ismál Eyðimerkurmyndun Halldór Þorgeirsson.deildarstjóri Alþjóðadeildar umhverfisráðuneytisins Umhverfisverðiaun Norðurlandaráðs verða að þessu sinni veitt dr. Ólafi Arnalds jarðvegsfræðingi á Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Verðlaunin fær Ólafur fyrir umfangsmikla úttekt sem hann stjórnaði á umfangi jarðvegseyðingar á íslandi og fyrir kynningu á niðurstöðum hennar fyrir almenningi og bændum landsins. Með þessari úttekt fékkst í fyrsta sinn heildaryfirlit yfir jarðvegseyðingu hér á landi sem er eitt alvarlegasta umhverfis- vandamál þjóðarinnar. Jarðvegseyðing og eyðimerkurmyndun er ekki einungis vandamál hér á landi. Hundruð milljóna manna búa við skert lífskjör vegna jarðvegseyðingar. Merki samnings Sameinuðu þjóðanna gegn jarðvegseyð- ingu sem ísland gerðist aðili að 1. seþtember 1997. Lifandi vistkerfi Jarðvegur er lifandi vistkerfi og ein af undirstöðum lífs á jörðinni. Myndun hans tekur langan tíma. Jarðvegurinn er hlekkur í hringrás næringarefna. Plöntuleifar rotna eða brotna niður stig af stigi þar til þær mynda lífrænt efni í jarðvegi. Þetta lífræna efni eða moldarefni gefur jarðveginum líf. Á því lifa rotverur sem brjóta það enn frekar nið- ur og losa þannig um næringarefni sem rætur taka upp og loka þannig hringnum. Vatnsmiðlun jarðvegsins er einnig háð hinu lífræna efni. Það eykur vatnsheldni jarðvegsins og kemur í veg fyrir að vatnið hripi niður í dýpri jarðlög. Þessi vatnsmiðlun jafnar einnig út sveiflur í úrkomu og dregur úr hættu á flóðum í kjölfar mikillar úrkomu með því að tefja vatnið á leið þess í árnar. Frjósemi jarðvegs ræóst af næringarforða hans og því hversu greið hringsrás næringarefna og vatnsmiðlunin er. Jarðvegur getur haldið frjósemi sinni þrátt fyrir umtalsverða nýtingu ef rétt er á málum hald- ið. Nýtingunni eru þó takmörk sett. Ef hringrás næringarefna er t.d. rofin með því að fjarlægja megnið af þeim gróðri sem til fellur á ári hverju er gengið á lífræna forðann og frjósemi jarðvegsins minnkar. Eiginleikar jarðvegs eru mjög mismun- andi frá einum stað til annars. Þar ráða berggrunnur og veðurfarsþættir miklu. Eldvirkni hefur einnig mikil áhrif á jarð- vegseiginleika. Jarðvegur hér á landi er t.d. gjörólíkur jarðvegi á sömu breidd- argráðu ( Noregi eða Grænlandi. íslensk- ur eldfjallajarðvegur er frjósamur en fok- gjarn ef gróðurhulan rofnar, t.d vegna of mikillar beitar. Jarðvegseyðing hér á landi Við (slendingar höfum gengið á jarð- vegsauðlind landsins frá landnámi. Fyrr- nefnd úttekt á jarðvegseyðingu leiddi ( Ijós að á 40% landsins var talsvert, mikið eða mjög mikið jarðvegsrof. Þetta svæði er um 52% af því landsvæði sem eftir er þegar fjalllendi, jöklar, ár og vötn hafa verið dregin frá heildarflatarmáli landsins. Þetta er mjög alvarlegt ástand sem kallar á samræmdar aðgerðir hagsmunaaðila, stjórnvalda og almennings. Upplýsingar um niðurstöður úttektarinnar eru tiltækar á vefnum (http://www.rala.is/kvasir). Alþjóðlegt vandamðl Jarðvegseyðing og eyðimerkurmyndun eru vandamál víðar en hér á landi. Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur þetta vandamál áhrif á lífskjör 250 milljóna manna. Verst er ástandið á þurrkasvæðum heimsins en þar býr 1,7 milljarður manna. Flugtakið eyðimerkurmyndun nær ekki bara til framrásar eyðimarka á borð við Sahara eyðimörkina. Undir hugtakið fellur einnig staðbundið jarð- vegsrof og hnignun jarðvegsfrjósemi vegna of mikillar nýtingar eða ó- hentugra áveituaðferða. Þjóðir jarðarinnar hafa komið sér saman um alþjóðlegan sáttmála til að taka á þessu vandamáli á svipaðan hátt og gróðurhúsaáhrifun- um og skerðingu líffræðilegs fjölbreytileika. Samningurinn var sam- þykktur 17. júní 1994 og hefur sá dagur því verið helgaður baráttunni gegn eyðimerkurmyndun um heim allan. Samningurinn öðlaðist gildi í árslok 1996 og gerðist ísland aðili 1. september 1997. Fyrsta aðild- arríkjaþing samningsins var haldið í októ- ber 1997. Skömmu áður stóðu íslensk stjórnvöld fyrir ráðstefnu hér á landi um hnignun beitilanda í heiminum með þátt- töku frá öllum heimsálfum. ísland hefur hlutverki að gegna íslendingar hafa mikla reynslu af því að takast á við jarðvegseyðingu og því að snúa þróuninni við með friðun, land- græðslu og skógrækt. Landgræðsla rík- isins er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum. Þau lönd í Afríku sem ísland veitir þróunaraðstoð eiga við mikla jarð- vegseyðingu að striða. Við getum miðlað þeim af reynslu okkar og lagt þeim lið í jarðvegsverndarstarfi. Landgræðslu- og skógræktarstarf ætti að verða hluti af þróunaraðstoð íslands í Afríku.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.