Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 38

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 38
Arnaldur Máni Finnsson Axjóngleöiskrifari sem trúir á Guð þegar hún er á bömmer segir þetta sig ekki sjálft? Hún hefur skrifað fyr\r skúffuna sína og skólablöð síðan hún var unglingur, hvort sem það hefur bjargað henni eða bjarg- að ekki í lífsins ólgusjó þá er hún alla- vega að hasla sér völl þetta haustið við langborð í sal skáldanna. Stjórnlaus lukka kemur út hjá Máli og Menningu í ungseríu þeirra og er fyrsta bók hinnar 25 ára gömlu Auðar Jónsdóttur. Kannski er hún stelpukona, eins og hún kallaði sig í frásögn af sannsögulegum atburðum; þegar hún giftist Steina Storm, sem er einhverjum áratugum eldri, vorið 1996. Kannski er hún ein af vonarstjörnum íslenskra bókmennta, hún virðist allavega hafa löngun til þess; hún vinnur í því þessa dagana að skapa aðstæður til þess að geta ein- beitt sér betur að skrifunum. Mann- eskjan sem maöur hittir eöa sér á förn- um vegi lítur ósköp venjulega út, hún vinnur í bókabúð, selur ritföng, og býr hjá ömmu sinni uppí Mosfellsbæ. Eldhúspólitík „Bókin fjallar um mæðgur, 18 ára stelpu og mömmu hennar. Mamman er af 68 kynslóðinni, svona nettur bóhem sem ákveður að fara og verða ráðskona vest- ur á fjörðum. Stelpan er aftur á móti að átta sig á mömmu sinni og aðstæðum hennar. Gudda ameríska kemur líka við sögu og þannig verður þetta saga þriggja kynslóða kvenna, því hún lenti í „hverrar konu draumaástandi" eins og hún kallar það. Stelpan seg- ir frá og er mikið að pæla í sögum fólksins á Eyrinni en það er upp til hópa fólk sem hefur lent í lífsins ólgusjó; Valdi Popp kemur við sögu ásamt öðrum trillukörlum og gömlum rollubónda. Fólk hegðar sér mikið eftir eigin reglum og stelpan veltir því fyrir sér á meðan hún vinnur I fiski. Annars er náttúrulega alltaf erfitt að segja frá heilli bók í stuttu máli, því að það er bókin í heild sinni sem skiptir máli, það sem ég er að segja frá. Lífssýn kem- ur aftur á móti ómeðvitað í gegn í öllum bókum. Þó ég greini það ekki þá gerir þú það kannski." 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.