Vera


Vera - 01.10.1998, Side 14

Vera - 01.10.1998, Side 14
Friðrika Benónýsdóttir KÆRA DAGBÓK! þessum nótum ræðir hin breska Bridget Jones við dagbókina sína í metsölubók- inni Bridget Jones's Diary sem notið hefur fádæma vinsælda hjá konum bæði aust- an hafs og vestan undanfarna mánuði. Við hér heima fengum líka smjörþefinn af dagbókar- skrifum í bókmenntaformi hjá Ertu hennar Diddu fyrir jólin í fyrra og ýmislegt bendir til þess að þetta form sé að ryðja sér til rúms í bókmenntum eftir konur, enda einstaklega vel til þess fallið að koma eintali og hugsunum bók- menntapersóna á framfæri án þess að til komi langir og gjarnan leiðigjarnir mónólógar sem eru oft á skjön við annað söguefni. Dagbókin er einlægasta bókmenntaformið - hver man ekki eftir hinum dramatíska undirtitli „Eintal sálarinnar" á dagbókunum sem við trúð- um fyrir öllum okkar vandamálum á unglingsár- unum - og um leið einföld og skipuleg leið til að segja þroskasögu. Kannski næsta tískubylgja í ævisagnaflórunni verði sú að fræga fólkið fari að gefa út dagbækurnar sínar. Hingað til hefur yfirleitt verið beðið með útgáfu dagbóka þang- að til fólk er fallið frá en á þessum síðustu, op- Sunnudagur 15. janúar: Kl: 18.00 Algjör- lega örmagna eftir að hafa eytt öllum deg- inum í undirbúning fyrir stefnumótið. Það er erfiðara að vera kona en að vera bóndi - öll þessi sláttumennska og allt sem þarf að bera á: vaxa fótleggi, raka handar- krika, plokka augabrúnir, skrapa fætur, skrúbba og bera á húð, kreista bólur, lita rótina, lita augnahár, slípa neglur, nudda appelsínuhúð, æfa magavöðva. Og allt er þetta svo viðkvæmt að ef slakað er á í nokkra daga er uppskeran eyðilögð ... Oj, i* oj, oj. Er það nokkur furða að konur skuli skorta sjálfstraust? inskáustu og einlægustu tímum þegar fólk er jafnvel farið að vera með beinar útsendingar úr svefnherbergjunum sínum á vefsíðunum, er aldrei að vita nema það breytist. Og þó. Dag- bækur eru nefnilega oftast mikil leyndarmál, vandlega geymdar ofan í skúffum og gjarnan læstar með voldugum hengilás. Þær geyma það sem okkur er svo heilagt að við þorum ekki að nefna það við nokkurn mann og trúum þess vegna hvítum (eða bleikum!) síðunum fyrir því seint á kvöldin þegar aðrir eru gengnir til náða. Eða svo segir goðsögnin. Raunveruleikinn er sjálfsagt allur annar - einsog alltaf - og flestar dagbækur nútímakvenna eiga sér fastan sama- stað í handtöskunni og geyma ekki annað en skráningar á því hvenær við eigum að mæta hvar, hvenær börnin eiga tíma hjá tannlæknin- um, hvenær við eigum að ná f fötin í hreinsun, skila greininni í Veru o.s.frv. Svo eru Ifka til dagbækur sem eru nokkurs konar annálar þar sem fólk skráir helstu við- burði lífs síns, eða rekur lauslega hvað það hef- ur haft fyrir stafni þann daginn, hvernig veðrið var og hvað bar hæst í heimsmálunum. Og ekki má gleyma dagbókum unglinganna þar sem allt logar í ástarsorgum, bólubömmerum og gremju út í heimsku og þröngsýni foreldranna. Þar sem það er stórt rautt hjarta við daginn sem við fengum fyrsta kossinn og stór svartur kross við daginn þegar fyrsta ástin sagði okkur upp. En hvaða tilgangi þjónar eiginlega allt þetta pár? Er þetta bara útrás fyrir bældar tilfinning- ar, tilraun til að koma skipulagi á líf sitt eða ein- 14

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.