Vera


Vera - 01.10.1998, Síða 6

Vera - 01.10.1998, Síða 6
Elísabet Þorgeirsdóttir Réttlát reiði hjúkrunarfræðinga vilja ekki lengur vera láglaunastéttin í heilbrigðiskeríinu Kjaramál hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra voru mjög í brennidepli í sumar þegar 60 til 80% hjúkr- unarfræðinga á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum á Reykjavíkursvæðinu sögðu upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara til þess að mótmæla launamismun innan heilbrigðisstofnana. Óánægja hjúkrunarfræð- inga beindist ekki síst að röðun starfa í ramma eftir nýju launakerfi ríkisins þar sem raöa átti hjúkrunar- fræðingum í almennum störfum í A-ramma en ýmsar opinberar stofnanir raða einungis nemendum og byrjendum í þann ramma. Ekkert þokaðist í málinu fyrr en nokkrum dögum áður en til uppsagnanna átti að koma og þá var mikil umræða í þjóðfélaginu um lág laun þessara stétta. En eftir að tókst að semja við hjúkrunarfræðinga - nokkrum klukkustundum áður en þær ætluðu að ganga út og koma þannig í veg fyrir það neyðarástand sem myndi skapast ef þeirra nyti ekki lengur við - hefur lítið heyrst um málið. Eru hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður ánægðar með kjör sín? Er þetta eina leiðin sem hægt er að fara til að minna á mikilvægi stéttanna? egar litið er á kjaramál hjúkrunarfræðinga er vert að rifja upp að fyrir fjórum árum átti sér stað mikil breyting á málefnum þeirra en þá voru Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga sameinuð og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stofnað. Að sögn Ástu Möller, formanns hins nýja félags, var það hjúkrunarfræðingum til trafala í launamálum að þær skyldu vera í tveim félögum og það óspart notað til þess að halda launum þeirra niðri, m.a. með því að beita félögunum hvoru gegn öðru. Einnig hafði það áhrif að annað félagið tilheyrði Bandalagi háskólamanna en hitt hafði rætur í BSRB. Frá árinu 1986 hafa aðeins verið útskrifaðir háskólamenntaðir hjúkr- Eftir langvarandi óánægju með launakjör sögðu hjúkrunarfræðingar upp störfum í hópum. Er það eina ráðið til þess að hlustað sé á hjúkrunarfólk? unarfræðingar en laun þeirra voru í engu samræmi við annað há- skólamenntað fólk og munaði þar verulega. Markmið FÍH strax [ upp- hafi var því að miða laun allra hjúkrunarfræðinga við háskólafólk og út á það gekk kjarabarátta hins nýja félags árið 1994. Þá var nýbúið að gera þjóðarsáttarsamninga þar sem nær engar launaþætur náðust fram en eftir margra mánaða samningaferli tókst hjúkrunarfræðingum að ná markmiði sínu og gera taxtalaunin sambærileg taxtalaunum annarra háskólastétta. „Það urðu gífurleg læti út af þessum samningum. Mogginn og Vinnuveitendasambandið fóru hamförum og því var slegið upp að laun okkar hefðu hækkað um 15% þegar önnur félög höfðu samið um 1 til 2% hækkun,“ segir Ásta. „Það hefur orðið okkur talsvert um- hugsunarefni að þegar kvennastétt, eins og hjúkrunarfræðingar sem eru 98% konur, nær árangri (kjaramálum þá verður allt vitlaust í þjóð- félaginu og jafnvel gefið í skyn að verðbólgustigið ( landinu hangi á hjúkrunarfræðingum." Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur FÍH, rifjar upp að byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga hafi verið um 69.000 krónur áður en samningar tókust 1994 en þá hækkuðu byrjunarlaunin upp í 84.000 krónur. Næstu tvö ár var samið í takt við aðra um örlitlar hækkanir en í byrj- un árs 1997 runnu samningar félagsins út. Þá var komið að því að semja eftir nýju launakerfi ríkisins þar sem yfirlýst markmið var að ná yfirborgunum inn í launataxta. Launaskrið ekki náð til hjúkrunarfræðinga „Það er staðreynd að um árabil hafa yfirborganir tíðkast hjá flestum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum, öðrum en hjúkrunarfræðing- um og kennurum," segir Ásta. „Launakerfi ríkisins var því orðið ónýtt þar sem stór hluti af greiðslum var undir yfirborðinu. Undanfarið hef- ur verið mikið launaskrið í landinu en fjömennar stéttir eins og hjúkr- 6

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.