Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 17

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 17
skemmtilegt. Hún vitnar auðvitað um reynsluleysi og ungan aldur höf- undar og þess vegna mun ég aldrei gefa hana út I stærra upplagi, en um margt er hún áhugaverðari aflestrar en margar gallalausari sögur. Jú, hún er til sölu á meðan birgðir endast en þetta er samt mest til gamans gert.“ Ef við víkjum aftur að smásögunum; í þeim kemur oft fyrir að kon- um er lýst sem saklausum englum. Er það meövitað? Hefurðu orðið vör við að karlmenn hrífist af slíkum konum? „Þessar saklausu konur í sögunum mínum eru eiginlega engar konur. Þær eru meyjar og mjög ungar, í sumum tilfellum lítil börn. Sakleysi þeirra er hverfult og dauðadæmt og hrífur ekki aðeins karlmenn held- ur alla þá sem hafa glatað eigin sakleysi og harma það að einhverju leyti. Það eru líka margar sterkar konur í sögunum en ég viðurkenni að styrkleikinn felst oftast í mýkt þeirra og sveigjanleika. Það kemur sennilega til af því að í mínum augum er harðsoðinn töffaraskapur engan veginn eftirsóknarverður, hvorki fyrir karlmann né konu. Kven- persónurnar mínar eru frábærar og bera það með sér að höfundur þeirra er stoltur af því að vera kona.“ Það er mikil ást í sögunum þínum. Líturðu á sjálfa þig sem einhvers konar boðbera ástarinnar? „Nei, alls ekki. Ég lít bara á mig sem einhverja sem er að gera eins vel og hún getur. Ég er ekki boðberi eins eða neins, ég hugsa aðeins um að búa til betri texta. Það vill svo til að ástin í öllum sínum myndum er rauði þráðurinn í þessu smásagnasafni en viðfangsefnin í þeim eru samt mörg og margvísleg. Jú, mér finnst ástin óleiðinleg, hún er svo fjölbreytt og óútreiknanleg. Stundum geng ég jafnvel svo langt að halda því fram að allar sögur séu ástarsögur. Það væri samt ósann- gjarnt að segja að ég væri með ástina á heilanum. Skáldsagan sem ég er núna langt komin með fókuserar til dæmis á allt aðra hluti, það sama má segja um allt það sem ég hef unnið eftir að ég lauk við smá- sagnasafnið. Ég skilaði einu leikriti inn í samkeppni Iðnó og það er kannski eins langt frá því að vera ástarsaga og hægt er.“ Þú kennir þig við móður þína. „Já. Móðir mín, hún Mínerva, bar hitann og þungann af minu uppeldi og á allan heiður skilinn fyrir það. Ég skil ekki að í þessu samfélagi sem er fullt af einstæðum mæðrum skuli það heyra til undantekninga að fólk kenni sig við móður sína. Þessi ákvörðun kemur ekki til af neinu illu, það er mjög kært milli mín og föður míns, en mérfinnst eðli- legra að kenna mig við þá konu sem uppfóstraði mig og kenndi mér að vera manneskja." Hvernig eyðirðu deginum? Af hverju hefurðu lifibrauð? „Fyrri partinn er ég oftast í skólanum að stúdera heimspeki. Það er prinsessulíf að vera á námslánum fyrir manneskju sem hefur unnið eins og skepna með öllum menntaskólanum. Annars sit ég og les skólabækur og aðrar bækur eða bæti nokkrum blaðsíðum við skáld- söguna sem á núna hug minn allan. Á laugardögum leiðbeini ég krökkunum í Heimspekiskólanum. Það er að segja; ég kenni þeim og þau kenna mér og við pælum saman í allskonar skemmtilegum hlut- um.“ Heldurðu að menntun sé mikilvægur undirbúningur til að geta skrif- að góðar bækur? „Vafalaust er hún það en þá á ég ekki endilega við háskólagráðuna heldur það að sanka að sér sem mestu af fróðleik og hugmyndum. Frá mínum bæjardyrum séð sinnir Háskólinn aðeins afmörkuðum hluta af minni menntun og stundum er ég svo upptekin af því að mennta mig að ég má ekki vera að því að standa mig vel í akademí- unni. Heimspekin hentar mér mjög vel. Hún agar og skýrir hugsunina og með hennar hjálp er eins og ég komist nær því sem ég er að fást við þegar ég bý til skáldskap og á sama tíma er yfirsýnin betri.“ Þú ert ung. Ertu búin að gera upp hug þinn? Ætlarðu að halda áfram að skrifa? „Ég er ekki viss um að ég eigi völina hvað þetta snertir. Ég held að all- ir rithöfundar séu haldnir einhvers konar þráhyggju. Þegar maður er einu sinni kominn upp á lagið er ekki svo auðvelt að afvenja sig.“ ■ illili á þig ertu Hér séu allir velkomnir í Guös nafni Við fengum leigða íbúð með húsgögnum uppi undir þaki í tvílyftu húsi og við vorum rétt kom- in þar inn fyrir dyr með allar töskurnar þegar Pétur sagði: -Pað er reimt hérna. -Hvaða vitleysa, sagði ég og kveikti Ijósið. -Pað ER ALLT MORANDI í helvítis draugum. -Pað gerir þá ekkert til, mamma kenndi mér ráð viö illum öndum: Maöur stillir sér bara upp á miðju gólfi og segir: hér séu allir velkomnir í Guðs nafni. Forstofan var panilklædd og lögö stafaparketi. Píanó uppi við einn vegginn og hekluö motta viö dyrnar, en þar stóöu einmitt töskurnar okkar og hölluðu sér hver að annarri. Þar innaf var stofa með sófasetti og borði, stórt svefnherbergi autt að undanskildu einu rúmi og eldhús með sturtuklefa í einu horni og klósetti í ööru. Klósettið var stúkaö af meö krossviðarplötum. Ég hló: -Pú getur eldað á meðan ég fer í sturtu og við getum sungið dúetta á meðan. Ég steig inn í sturtuklefann: -Það er dásamlegt útsýni í gegnum þessar plastrúður. Fyrir kokkinn meina ég. En Pétur hló ekki. -Ég stlg ekki fæti inn (þennan sturtuklefa og ég girði ekki niðrum mig inni í þessum kló- settskáp og ég sef ekki hjá þér í þessu rúmi á meðan ástandið er svona eins og það er. Hann hvarf og kom aftur með logandi reykelsi og krossaði sig einbeittur og alvarlegur eins og hann væri að teikna út í loftið með ilmandi reyknum. Ég sagði: -Pétur, tuttugasta og fyrsta öldin er að renna upp yfir okkur og sjáðu hvernig þú lætur! Hann svaraði ekki en krossaði mig á sama hátt. Hann krossaði dyrnar og gluggana einn af öðrum og um leið og hann lauk við síðasta gluggann heyrðist hár smellur og rafmagnið fór. Við sáum varla handa okkar skil og eitt augnablik var ég alveg þyngdarlaus í septembermyrkr- inu og öllum þessum höfga guðdómi sem steig ugp af glóöinni hans Péturs. Ég veit ekki frá hvaða plánetu þú ert eiginlega, sagði ég þegar ég var búin að finna rafmagns- töfluna og lekastraumsrofann og íbúðin var aftur uppljómuð. Pétur stóð eins og frelsisstyttan með reykelsið fyrir kyndil en ég tók það af honum og setti í vaskinn og vafði um hann hand- leggjunum og ætlaði að stýra honum að rúminu en hann smaug úr greipum mínum og fram á gang og þar stóð hann utangátta og óhugnanlegur. Ég greip meö mér kodda og baröi Pétur meö honum. Hann hreyfði sig ekki. Ég barði hann aftur og í höfuðið. Þá reif hann af mér koddann en ég hljóp skríkjandi og hlæjandi undan honum inn í íbúðina og fann annan kodda til að verja mig með. Við ólmuðumst þar tll við gátum ekki meir og við burstuðum tennurnar í eldhúsvaskinum. Viö kepptum um það hvort okkar gæti skyrpt meiri froðu á reykelsiö. Ég hitti næstum aldrei og í ákafanum fór mest á spegilinn en Pétur stóð uppi sem ótvíræður sig- urvegari. Þá var bankað ofurlaust eins og feimið barn væri á ferðinni en þegar ég opnaði var enginn fyrir utan. Það var ekkert nema einn plastpoki og ég sá ekkl betur en hann væri fullur af rusli. -Hver er þetta? kallaöi Pétur. -Appelsinubörkur, kaffikorgur, eggjaskurn, tóm súrmjólkurferna og allskonar, kallaði ég á móti og Pétur kom fölur og gapandi, ennþá með tannburstann í hendinni. -Guð minn góður! sagði hann. Hann var hræddur, eða í það minnsta var honum brugðið. Það lá betur fyrir mér en honum að fást við svona veraldlega hluti svo það var ég sem þrammaði niöur stigann til að heilsa upp á vingjarnlegu nágrannana á neðri hæðinni. Ég bankaði. Lúpuleg kona birtist í gættinni I brúnum kjól með músagrátt hárið I einni þykkri fléttu niður á bak. -Það var svo mikill hávaði í ykkur, sagði hún. -Góða kvöldið, sagði ég. -Ég er nýflutt á efri hæðina og vinur minn, hann Pétur. -Það fór vfst ekki fram hjá neinum I húsinu. Ég rétti henni pokann með ruslinu. -Við fundum þetta fyrir framan dyrnar hjá okkur. -Jæja. -Já, er þetta eitthvað á þínum vegum? Hún starði á pokann. -Kannski, sagði hún. -Kannskil? át ég upp eftir henni. Ég lét pokann detta á gólfið við fæturna á henni og hún skellti aftur hurðinni. Ég bankaði fast og ákaflega en hún opnaði ekki. Pétur var ekki uppi og ég fann hann reykjandi úti á tröppum. Ég veit ekki hvernig honum tókst að læðast niður allan stigann án þess að ég yrði vör við hann eða konan. -Hún kemur i nótt með brauöhnifinn sinn og myrðir okkur í rúminu, sagði ég. -Kannski, sagði hann. -Það verður blóð út um allt. -Já. -Eigum við að drifa okkur i háttinn? -Kannski. 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.