Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 21
Þær segja að fram að þessu hafi starfsmenn barnaverndarnefnda séð um að vinna úr málum af þessu tagi en slíkir starfsmenn eru til staðar í stærri sveitarfélögum. Ef mál hafa komið upp í minni sveitar- félögum hafa slíkir starfsmenn verið ráðnir til að vinna í málinu. Barnahúsið á að sinna börnum 18 ára og yngri á öllu landinu. Ef fólk getur ekki sótt þjónustuna þangað sagði Vigdís að starfsmenn myndu fara út á land til að sinna málum. Til að tilkynna um mál þar sem barn er talið beitt kynferðisofbeldi skal hafa samband við starfsmenn barnaverndarnefnda sem starfa á félagsmálastofnunum. Ef slíkar stofnanir eru ekki til staðar á að hafa samband við barnavernarnefnd eða lögreglu, sem ber skylda til að til- kynna um svona mál til barnaverndarnefndar. Það sama gildir um lækna og fleiri stéttir sem eiga samskipti við börn enda hafa allir til- kynningaskyldu samkvæmt barnaverndarlögum. „Undanfarin ár hefur aldur þeirra sem tilkynna um kynferðisofbeldi lækkað, sem bendir til þess að börn séu orðin betur meðvituð um rétt sinn,“ segja þær að lokum og minna á símanúmer Barnahússins sem er 530 2500, kl. 9 til 16, virka daga. EÞ erlendar bækur Paradís eftir Toni Morrison Paradís (Paradise) er fyrsta skáldsagan sem bandaríska blökkukonan Toni Morrison gefur út eftir að hún hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1993 en áður hafði hún fengið Pulitzer-verðlaunin fyrir Ástkær (Beloved). Þetta er sjöunda skáldsaga Morrison og ein sú torlesnasta enda hlotið mis- jafna dóma meðal gagn- rýnenda. Sagan hefst með skelfilegri árás hóps karl- manna á lítið samfélag kvenna í yfirgefnu klaustri skammt frá heimabæ mannanna. Að því búnu er horfið aftur í tímann og dregin upp margbrotin fortíð samfélaganna tveggja. Karlmennirnir eru íbúar Ruby í Okla- hóma, bæjarfélags sem upphaflega var stofnað um aldamótin af svertingjum sem leituðu athvarfs í bandarísku samfélagi eft- ir afnám þrælahaldsins, þrátt fyrir mótlæti og útilokun. Bæjar- fólkið verður síðan vitni að því er kvennasamfélagið í klaustrinu myndast á 7. áratugnum, á tímum uppstokkunar og endurskil- greininga á hlutverki kvenna í þjóðfélaginu. Konurnar sem þar safnast saman eiga allar erfiða reynslu að baki sem loks varð til þess að þær höfnuðu því samfélagi sem byggist á lögmálum karlmanna og stofnuðu sitt eigið samfélag, byggt á þeirra eigin forsendum, m.a. galdraiðkun. í augum bæjarbúa verður þetta sambýli kvennanna órætt afl sem ógnar því dýrmætasta sem þeir eiga, þ.e. sjálfsvitund þeirra og samfélagskennd. gegnum einstakar sögur persóna verksins og undirliggjandi sögu sam- félagsins í heild víkur Morrison að kynþáttamálum, trúmálum og samskiptum kynjanna. Líkt og í fyrri verkum, dregur hún hvergi skýr mörk og lætur lesandann um að dæma gjörðir per- sóna sinna sem breyta ekki síður af ástríðum og öfgum en skynsemi. Bygging verksins og frásagnaraðferð er langt frá því að vera línuleg (tíma og rúmi. Frásögnin er byggð upp á brot- um og kaflaskiptingum sem lesandinn verður að vinna sig í gegnum og tengja við heildina. Með þessu móti byggist smám saman upp heild sem nær víðfeðmu taki á viðfangsefni bókar- innar. Þessi frásagnarlega breidd og frábær stíll höfundar, sem samsettur er af lýrískum augnablikum og skörpu en tindrandi hversdagsmáli blökkumanna, launar lesandanum erfiðið ríku- lega. Heiða Jóhannsdóttir Ný bók um reglurnar The Rules II, eða Reglurnar 2 eins og bókin heitir á okkar ástkæra ylhýra, er framhald af metsölubók- inni Reglurnar sem kom út fyrir jól- in í fyrra. í þeirri bók voru reglur fyrir konur sem vildu ná sér í eigin- mann og lofuðu höfundarnir, Ellen Fein og Sherrie Schneider, öllu fögru ef farið væri eftir reglunum til hins ýtrasta. Reglurnar 2 er í raun viðbót við fyrri bókina. í henni er að finna reglur fyrir konur sem samstarfsmönnum sínum, standa í sambandi við ein- hvern sem býr langt í burtu frá þeim og fleira þess háttar. Hverjum aðstæðum fylgja ákveðnar reglur og betra er að vera með þær á hreinu ef samband á að ganga upp. Höfundarnir kasta fram ýmsum hæpnum fullyrðingum, eins og þeirri að samband konu og karls geti aldrei geng- ið ef konan erfyrri til að sýna áhuga, karlinum komi til með að finnast hún óspennandi vegna þess að hún sé ekki nógu mikil ögrun. Einnig er bent á að fjöldamörg sam- bönd hafi ekki gengið upp vegna þess að konan hafi ekki farið eftir reglunum. Því er sérstakur kafli um það hvernig á að stofna til sambands við fyrrverandi elskhuga og fara eftir reglunum í þetta skiptið. Markmið hverrar konu hlýt- ur, að mati höfundanna, að vera hjónaband og því er les- endum bókarinnar lofað að þær nái draumaprinsinum ef þær aðeins gerist reglustúlkur og fari eftir bókunum í einu og öllu. Þessar bækur hafa selst í ótrúlegu magni út um allan heim og þykir mér það benda til þess að samskipti kynjanna séu ekki alveg eins og þau ættu að vera. Ég held samt sem áður að þessi bók geri lítið gagn öðruvísi en sem skemmtiefni. Sem slík er hún hins vegar alveg frá- bær. Sigurlína Valgerður eru ástfangnar af 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.