Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 16

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 16
Nýlega kom smásagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María Mey ettir unga skáldkonu, Evu Mínervudóttur, út hjá bókaútgáfunni Bjarti. Eva svaraði nokkrum spurningum um listina að skrifa, sjálfa sig og nýju bókina. H r e i n þegar mér þykir mér hafa tekist vel til Eva Mínervudóttur skrifar sögur af hreinni ástríðu. Hvenær byrjaðir þú að skrifa og af hverju skrifarðu? „Bömum er eiginlegt að skapa og mér hefur frá því ég man eftir mér þótt skemmtilegt að búa til sögur. Það á við um mig ennþá, að ég skrifa af því að ég hef gaman að því. Síðustu ár hefur svo bæst við kappsfull löngun til að ná einhvers konar „exelans" og hrein hamingja þegar mér þykir mér hafa tekist vel til. Mér fer stöðugt fram í því sem ég er að gera, það er að segja ég uppsker árangur erfið- is míns, og þess vegna held ég áfram að hamra á lykla- borðið án minnstu eftirsjár út af tímanum og tárunum sem það kostar." Fullkomnunin er þá einhvers konar takmark í sjálfu sér? Já. í hverju felst hún? „Að mínu viti er einfaldleikinn það fallegasta sem til er I rit- uðu máli og það að geta sagt hlutina án þess að þröngva þeim upp á lesendur, en það býður auðvitað heim þeirri hættu að einhverjir ná aðeins broti af því sem textinn á að geta gefið þeim. Allt á að vera úthugsað en samt sem áður „spontant". Hvert orð á sínum stað og allur óþarfi miskunnarlaust skorinn burt. Einnig er mikilvægt að fara eins hátt og eins langt og maður kemst í hugarflugi en án þess þó að misbjóða innbyggðri tilfinningu fólks fyrir því mögulega. Ég leyfi mér að brjóta gegn alls kyns siðum og venjum og jafnvel lögmálum en aldrei gegn mannlegri náttúru. Að sjálfsögðu er svo ekki varið í neitt sem ekki felur í sér einhvern mannkærleik. Ef til vill er það ekki á færi dauðlegs manns að ná fullkomnun í verkum slnum en líf hans er örugglega ekki fátækt ef hann eyðir ævinni í að þoka sér nær og nær takmarkinu sem hann hefur valið sér.“ Eru smásögurnar Á meðan hann horfir á þig ertu María Mey, það fyrsta sem kemur út eftir þig? „Þær eru það fyrsta sem kemur út svona virðulega, í stóru uþplagi hjá alvöru forlagi. En fyrr í haust gaf ég sjálf út skáldsögu, Sóley Sólufegri, I aðeins tlu eintökum. Sóley er fyrsta skáldsagan mín, ég var ekki nema nítján þegar ég skrifaði hana, og I henni er allt sem mér þykir fallegt og 1B

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.