Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 44

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 44
Veggspjald í Varsjá gegn ofbeldi á heimilum. CMÆÍ.KI Gæsluvellir Reykjavíkurborgar eru 23 að tölu víðsvegar um borgina og eru fyrir 2-6 ára börn. Örugg útivera fyrir börnin. §| Frjáls leikur í skapandi umhverfi. Góður félagsskapur með jafnöldrum undir traustu eftirliti starfsfólks. Arnarbakki 8 Baröavogur 36A Bleikjuhvísl 10 Brekkuhús 3 Dalaland 18 Fróðengi 2 Hlaðhamrar 52 Kambsvegur 18A Ljósheimar 13 Malarás 17 Fannafold 56 Fífusel 38 Freyjugata 19 Njálsgata 89 Rauðilækur 21A Rofabær 13 Safamýri 30 Stakkahlíð 19 Sæviðarsund Tunguvegur Vesturberg 76A Vesturgata 46 Yrsufell 44 A V \/S, f.1) I l.c) T)ct Upplýsingasími: 563 5800 ÞROSKANDI OG ÓRUGG UTIVIST FYRIR BÖRNIN OKKAR Hann þurfti að fá útrás... er lausleg þýðing texta á veggspjaldi sem hangir uppi í Varsjá þessa dag- ana og sýnir barn sem hefur verið beitt ofbeldi. Auglýsingin er til að vekja fólk til umhugsunar um ofbeldi á heimilum og er framlag kvenréttindafé- lags Varsjár sem var sett á stofn fyrir atbeina kvenlögfræðinga og -sál- fræðinga þar í landi. Pólski fjölskylduráðherrann, Kapera, segist hinsveg- ar ekki hafa fjármagn fyrir svona lagað. í Póllandi er aðeins eitt kvenna- athvarf, staðsett í Kraká. Umræðan um heimilisofbeldi verður hinsvegar æ háværari og á síðasta áratug hafa kærur gegn ofbeldishneigöum eigin- mönnum orðið mun tíðari í Póllandi. Eru pólskir karlmenn þá að færa sig upp á skaftið? Nei, ofbeldi á heimilum hefur lengi átt sér stað en ástæð- an fyrir því að málefnið er komið í umræðuna og kærur orðnar tíðari seg- > ir okkur að konur láta ekki lengur bjóða sér ofbeldisfullt heimilislíf. Fyrir skömmu buðu Sameinuðu þjóðirnar pólska fjölskylduráðherranum fjár- magn til að stemma stigu við heimilisofbeldi þar í landi. Kapera afþakk- aði. Hann segist heldur vilja beita sér fyrir því að halda fjölskyldunum saman. Hillary Clinton, Emma Bonino og fleiri stjórnmálakonur vilja styrkja samstöðu kvenna í austri og vestri. Systrasamstaða í fyrrasumar bauð bandaríski sendiherrann í Vín, Swanee Hunt, til alþjóð- legrar kvennaráðstefnu þar í borg. Yfir eitt þúsund konur í hinum ýmsu stjórnunarstöðum hvaðanæva að úr heiminum komu saman með það að markmiði að styrkja samstöðu kvenna í vestri og austri. „Konur eru ekki pandabirnir sem þurfa hjálp til að vernda dýrategundina," er haft eftir Emmu Bonino, framkvæmdastjóra hjá EB. „Pað sem við þurfum er frelsil" Þær sem hafa áhuga á að eignast skýrslu á ensku með fjölmörg- um myndum, sem gefin var út eftir ráðstefnu kvennanna, geta nálgast hana ókeypis hjá: „Vital Voices“ c/o USIS, Scmidstr. 14, 1082 Wien, Austria. 44

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.