Vera


Vera - 01.10.1998, Qupperneq 42

Vera - 01.10.1998, Qupperneq 42
Janis naut frelsisins í San Francisco á sjöunda áratugnum en drakk það í of stórum skammti. En, sem sagt, Janis gekk fram af sér viö aö gleypa allt frelsið; ástalífið sem hún stundaði með báðum kynjum alla sína stuttu tíð; og heilan helling af áfengi, sem ekki var það versta, heldur var hún orðin sprautufíkill og dældi í sig spítti aðallega, en líka heróíni. Hún var meöalmanneskja á hæð á okkar íslenska mælikvarða (u.þ.b. 168 sm) en um mitt ár 1965 var hún komin niður í 45 kíló. Þá blöskraði jafnvel henni sjálfri og hún fór heim til mömmu og pabba eftir að vinir hennar höfðu safnað saman í fargjald handa henni. Þar ætlaði hún gjörsamlega að snúa við blaðinu á sinn öfga- fulla hátt, henti bítnikkadruslunum, fór í pils, setti upp á sér hárið og sett- ist á skólabekk til að verða fullkominn einkaritari og skrifstofublók. Hún leitaði meira að segja læknis vegna fíknar sinnar, en þá var orðið meðferð gegn sukkfíkn ekki mjög þekkt og Janis fékk lítinn stuðning frá umhverfinu. Líklega hafa fáir gert sér grein fyrir hversu langt hún var leidd. En það hjálp- aði auðvitað ekki að Janis þreifst alls ekki í Port Arthur, það var margreynt. M.a.s. foreldrarnir, sem voru ánægðir að hafa heimt dótturina úr helju, gerðu sér grein fyrir því en reyndu samt að stoppa Janis þegar hún sprakk á limminu. Pað er skemmst frá því að segja að Janis gafst upp á þorgaralegu lífern- inu og var komin aftur til San Francisco í júní 1966, reyndar eftir að hafa fengið þau boð frá Chet Helms í gegnum vin sinn að hljómsveitin Big Brother & The Holding Company vildi fá hana og engan annan til að ganga til liðs við sig. Janis setti þó þau skilyrði að ef samstarfið gengi ekki yrði borgað undir sig aftur heim til Texas svo að hún gæti farið í skólann um haustið. Ekki kom til þess og hljómsveitin sló endanlega í gegn á Monter- ey-popphátíðinni í júní 1967 sem var kvikmynduð og má þar sjá orð Chets Helms rætast: Mama Cass gjörsamlega gapandi að hlusta á Janis syngja Ball and Chain. í kjölfarið á Monterey kom plötusamningur við Columbia en platan Cheap Thrílls var eina platan á því merki sem gefin var út undir nafni Big Brother & The Holding Company. Fyrirtækið og umboðsskrifstofan höfðu frá upphafi eingöngu haft áhuga á Janis en fannst ekki mikið til hljómsveit- arinnar koma. Þetta gróf undan samstarfsandanum í sveitinni sem leiddi til þess að Janis hóf sólóferil. Henni fannst strákarnir einfaldlega ekki leggja sig nóg fram og það hafði að vísu komið í Ijós við gerð Cheap Thrills að Janis var mesta fagmanneskjan í hópnum og, öfugt við það sem margur heldur enn þann dag í dag, var hún algjör vinnuþjarkur þegar einhver verk- efni voru framundan í tónlistinni. Hún var alltaf fullkomlega tilbúin með sitt framlag þegar hún kom í stúdíóið og vissi upp á hár hvernig hún ætlaði að syngja, og það má nefna að hún útsetti Summertime fyrir Cheap Thrills plötuna. Þá kom það mörgum á óvart að Janis mætti alltaf hálftíma fyrir til- settan tíma í stúdíó, eina undantekningin var 4. október 1970. Þá kom hún alls ekki, enda lá hún dáin í hótelherbergi sínu eftir heróínskammt. Lagið sem hún átti eftir að syngja var samt látið á Pearl-plötuna, þ.e. undirspilið: Buríed alive in the Blues. Saga Janisar Joplin virðist næstum algjör sorgarsaga og þó. Nánir vinir hennar hafa sagt í viðtölum í hinum ýmsu ævisögum sem skrifaðar hafa verið um hana, að það komi hvergi fram hvað hún hafi verið svakalega skemmtileg. - Hún er fyndnasta og orðheppnasta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst, hún var „brilljant" í kollinum, sagði Kris Kristofferson við undirritaða á Hótel íslandi fyrir fáum árum. Kris samdi Me and Bobby Mc- Gee eins og flestir vita, en hann og Janis áttu í stuttu ástarsambandi, auk þess sem þau sváfu hjá sömu konunum (sitt í hvoru lagi). Jæja, þá er ég búin aö klikka á framlengda skilafrestinum sem er nú ekki í anda Janisar, en andi hennar er svo sannarlega yfir vötnum hér (kringum tölvuna og nýju diskana. Hljómleikadiskurinn er frábær. Big Brother& The Holding'Company live at Winterland '68 kallast hann. Þessa hljómleika héldu þau „heima" í San Francisco í apríl eftir að hafa verið á hljómleika- ferðalagi um landið og voru á leið I stúdíó í New York til að taka upp Cheap Thrills. Hljómsveitin er hér í fínu formi, en hún mun hafa verið brokkgeng, sveiflaðist á milli þess að vera frábær niðrí að vera ömurleg, og kvaö það hafa farið eftir dópneyslu liðsmanna. Hins vegar var Janis haldin þeim fá- gæta eiginleika að missa hvorki tón né takt þótt hún væri í blakkáti á svið- inu, vinir hennar hikuðu m.a.s. ekki við að láta hana aka sér um bæinn í slíku ástandi. - Hún var með radar í hausnum, við komumst alltaf áfalla- laust heim, er haft eftir vinkonu hennar sem var ekki sukkari! The Ultimate Collection stendur ekki alveg undir nafni. Ekki af því að það sé ekki gott safn, heil 32 lög, heldur er ástæðan að 1993 kom út þriggja diska safn í möppu með vandaðri bók þar sem tíundaðar eru upplýsingar um lögin. Þær eru hins vegar klénar með þessu nýja safni en myndirnar á bæklingnum eru skemmtilegar, allar úr Ijósmyndasafni Lindu McCartney. Bæklingurinn með Winterland-hljómleikadisknum er frábær: myndir, komment frá tónlistarmönnum sem unnu með Janis og þeim yngri sem dýrka hana, ættartré og allt. Janis lifir. Hún lengi lifi. ■ Besta bók um ævi Janisar sem greinarhöfundur hefur lesið. Einnig er gott að lesa meðfram henni bókina Love xx Janis eftir systur hennar, Lauru Joplin. 42

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.