Vera


Vera - 01.10.1998, Qupperneq 10

Vera - 01.10.1998, Qupperneq 10
Launabarátta hjúkrunarstétta sé ekki Ijóst hver raunveruleg laun verða. Það sem veldur þeim mestri ó- ánægju er sú ákvörðun stjórnenda spítalans að greiða hluta Ijósmæðra laun samkvæmt A - ramma. „Við urðum hálfgerð fórnarlömb þessarar ákvörðunar," segja þær. „Á Kvennadeild Landspítalans vinna um 100 Ijós- mæður og þegar þurfti að velja hluta þeirra til að setja í A - ramma var ákveðið að það yrðu nýútskrifaðar Ijósmæður og þær sem eru að hefja störf á stofnuninni. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi margra ára starfs- reynslu, t.d. úti á landi. Ef við myndum ráða okkur til starfa annars stað- ar á landinu yrðum við hins vegar metnar í B - ramma og ábyrgð okkar, menntun og reynsla metin. Það er Ijóst að Landspítalinn rekur algjöra lág- launastefnu gagnvart hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum." Þær telja að nýútskrifaðar Ijósmæður muni hugsa sig um tvisvar áður en þær ráða sig á Landspítalann þar sem þeim bjóðist hærri laun annars staðar. „Ég skil ekki hvernig stofnunin má við því að fá ekki nýútskrifaðar Ijósmæður til starfa,“ segir Jenný. „Reynslumiklar Ijósmæður hljóta líka að hugsa sig um þegar þær lækka í launum við að koma til starfa. Það hlýt- ur að verða skortur á Ijósmæðrum á Kvennadeild Landspítalans í framtíð- inni. Nú þegar er ástandið orðið þannig að þar er undirmannað." Kjaradeilan hefur sett mark sitt á starfsemi Landspítalans og segja Jenný og Valgerður að sú mikla harka sem sýnd var hafi haft áhrif á starfsandann. Margar Ijósmæður hafi átt erfitt með að ná sér eftir átökin. „Það var erfitt að koma aftur til vinnu fullar af óánægju og starfsánægjan hefur minnkað og tryggðin við stofnunina. Maður hefur ekki eins mikinn áhuga á að leggja sitt af mörkum til að byggja starfsemina upp.“ í því sambandi nefnir Jenný að hún hafi átt sæti í reykingavarnanefnd Land- spítalans en sagði sig úr nefndinni eftir kjaradeiluna. „Af hverju ætti mað- ur að taka að sér aukaverkefni fyrir vinnustað sem metur verk manns ekki meira en raun ber vitni?“ spyr hún að lokum. Björg Pálsdóttir Ijósmóðir á Fæðingardeild Landspítalans. i( * i ( | ( Fengi hærri laun sem pizzusendill „Það er alltaf verið að gera lítið úr okkur sem státt 00 viðkvæðið er sífellt: „Þetta kostar of mikið“. Auðvit'^ að brýtur þetta konur niður, þær tapa vinnuánægjunn' og tilganginum fyrir starfi sínu,“ segir Björg Pálsdót* ir Ijósmóðir og vísar í orðum sínum til þess þegar hún sagði upp á Fæðingarheimili Reykjavíkur, skömmu áður en því var lokað fyrir nokkrum árum. Björg hafði aðstæður tii að ganga út þegar henni fannst orðið niðurlægjandi að vinna á staðnum vegn^ misvísandi skilaboða yfirstjórnenda og telur að það hafi verið hrein sýndarmennska að opna Fæðingar- heimilið rétt fyrir kosningar 1994. Til að fá starf sen1 Ijósmóðir í Reykjavík er því eina leiðin að vinna á Fæðingardeild Landspítalans og þar vinnur Björg nú- Hún var ein þeirra sem sagði upp störfum í sumar oð segir það hafa verið merkilega reynslu. Taxtalaun Bjargar hækkuðu úr 116.000 krónum á mánuði í 143.000 krónur, þó flestir geti verið sammála um að sú upphæð sé enn of lág eftir sex ára háskólanám oð 20 ára starfsreynslu við það mikilvæga starf að taka ? móti nýju lífi í heiminn. 10

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.