Vera


Vera - 01.10.1998, Qupperneq 32

Vera - 01.10.1998, Qupperneq 32
Konur á bakka Volgu. Where have all the Women gone? spuröi Bar- bara Einhorn í samnefndri grein um austurevr- ópsku Öskubuskuna á leiö til hins kapítalíska markaðshagkerfis. Lýðræðislegir stjórnarhætt- ir festa sig í sessi og eftir „táradal" efnahags- legra sviptinga verður austurevrópski markað- urinn óðum samkeppnishæfur á alþjóðavett- vangi. Rétt eins og farið sé eftir uppskrift hverfa konur af vinnumarkaði og úr pólitískum embættum. Hvað varð um sósíalísku konurnar sem vest- rænar konur litu öfundaraugum til vegna jafn- réttisstefnu ríkissósíalismans? Var goðsögnin um að sósíalismanum hefði tekist að binda endi á pólitíska mismunun kvenna og kynja- skiptingu á vinnumarkaði aðeins blekking? Frá einu karlaveldi til annars Alle Frauen sind stark! Skopteikningar úr austur-þýsku kvennablaði rétt fyrir fall múrsins. Með hliðsjDn af fjölda kvenna í pólitískum ábyrgðarstöð- um og á þjóðþingum nýrra lýðræðisrikja Miðaustur-Evrópu er hægt að túlka stjómarfarsbreytingarnar frá einræði til lýðveldis sem ferli frá einu karlaveldi til annars. eftir Rósu G. Erlingsdóttur Alle F'rauen tind muilg! Rósa G. Erlingsdóttir er stjórnmálafræðingur. Hún lauk mastersgráðu fyrr á þessu ári frá Freie Universitát í Berlín. Á mastersstiginu stundaði hún samanburðar- rannsóknir á breytingum stjórnarhátta í Austur - Evr- ópu samhliða náminu. Þá beindist athygli hennar að stöðu kvenna í þjóðfélagsbyltingunni og kenningum um þróunarferlið frá einræði til lýðræðis. Lokaritgerð hennar bar heitið Kynjasamskipti, þegnasamfélag og pólitískir andófshópar í Miðaustur-Evrópu á timum þró- unar til lýðræðis. Á ferð sinni um Tékkland, Ungverja- land og Pólland tók hún viðtöl við konur sem störfuðu í pólitískum andófshópum, þingkonur sem nú berjast gegn fjandsamlegu viðmóti gagnvart femínisma og reyna að koma á fót kvenfrelsishreyfingum. Rósa mun skrifa fleiri greinar í VERU um stöðu og líf kvenna f Austur-Evrópu fyrir og eftir breytingarnar sem áttu sér stað þegar járntjaldið hrundi 1989. essi grein fjallar um stöðu kvenna í Miðaustur-Evrópu. Ég reyni að gera grein fyrir því hvað bjó að baki ríkis- stýrðri jafnréttisstefnu sósíalismans sem aukið getur skilning vestrænna femínista á hlutskipti kvenna í þessum löndum fyrir og eftir stjórnarbyltinguna 1989. Eru konur fórnarlömb breyting- anna? Þjóðfélagsbyltingin, sem átti sér stað eftir hrun kommúnismans í lok síðasta áratugar, hefur haft mikil áhrif á stöðu og líf kvenna í Miðaustur-Evrópu. Eftir breytingar á flestum sviðum samfélagsins standa konur and- spænis margvíslegum vandamálum sem litla eða enga áheyrn hafa fengið í opinberri um- æðu um þróunarferlið i átt til lýðræðis. i femínískum ritum um jafnréttismál í þessum löndum er oft talað um konur sem fórnar- lömb breytinganna. í fyrsta lagi verða þær frekar fyrir barðinu á neikvæðum fylgifiskum frjáls markaðshagkerfls en karlkyns landar þeirra. ( öðru lagi eru þær í mun lakari stöðu til að verja rétt sinn en vestrænar kynsystur þeirra, þar sem kvennhreyfingar eru enn mjög fámennar og vanmáttugar. Þessar full- yrðingar, burtséð frá réttmæti þeirra, leiða í villur vegar því þær fela í sér rangar upplýs- ingar um stöðu kvenna í sósíalískum stjórn- arháttum. Hin svokallaða „frelsun konunnar", sem fólst i innlimun hennar I framleiðsluferlið var þungamiðja jafnréttistefnu ríkissósíal- 32

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.