Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Side 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 5 Inngangur Á síðustu 10 árum hafa kornið ýmis ný lyf á markaðinn og magn seldra lyfja í SDS (skil- greindum dagskömmtum á 1000 íbúa) aukist um 30%. Lyfjakostnaður í heild hefur aukist um 40% á föstu verðlagi. Kostnaðaraukningin nemur um 2,5 milljörðum, þar af 530 milljónum vegna geðdeyfðarlyfja sem skýra um fimmtung af magnaukningunni, en sala þeirra var 3,6 sinnum meiri að magni til á síðastliðnu ári en fyrir 10 árum og kostnaðurinn rúmlega ferfald- aðist, reiknað á verðlagi 1998 (1). Magn og kostnaður annarra geð- og taugalyfja hefur einnig margfaldast á þessu tímabili (tafla I), notkun ópíóíða hefur fimmtánfaldast og kostn- aður þeirra vegna áttfaldast. Notkun mígreni- lyfja hefur aukist lítillega en kostnaður við þau hefur tæplega áttfaldast. Notkun lyfja gegn reykingum hefur sexfaldast og kostnaður tæp- lega sexfaldast. Kostnaður vegna ýmissa ann- arra lyfja hefur einnig hækkað verulega, sumra án þess að veruleg aukning hafi orðið á seldu magni eins og til dæmis þvagfæralyfja en notk- un þeirra jókst um 54% en kostnaðurinn rúm- lega tvöfaldaðist. Mikið af hinum nýju lyfjum hefur gert einstökum sjúklingum gagn, en ekki hefur verið rannsakað hvort eða hve mikið and- leg og líkamleg heilsa fólks almennt hefur breyst á þessum árum. Fjöldi innlagna á sjúkra- hús hefur ekki minnkað (2) og fjöldi öryrkja hefur aukist (3). Nútíma geðlyf hafa gerbreytt líðan og að- stæðum þeirra sem hafa alvarlegar geðraskanir þannig, að mjög fáir þurfa að dvelja langdvöl- um á sjúkrahúsum og dvalartími þar hefur styst mjög. Jafnframt hafa möguleikar til annarrar meðferðar og endurhæfingar stórbatnað, að nokkru leyti fyrir tilstuðlan lyfjameðferðar en einnig óháð henni með bættri aðstöðu og aukn- um fjölda sérmenntaðra starfsmanna. Frá því að nútíma geðlyf komu til sögunnar á sjötta áratugnum og einkum benzódíazepínlyf á þeim sjöunda hefur notkun lyfjanna sveiflast upp og niður nokkurn veginn á fimm ára fresti (mynd 1). Notkunin hefur aukist með tilkomu á 1000 íbúa á dag □ N06A Geðdeyfðarlyf (antidepressiva) □ N05C Svefnlyf (hypnotica og sedativa) □ N05B Róandi lyf (anxiolytica) i l ri l r 75 76 77 78 79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 ‘92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 Ár Mynd 1. Sala geðlyfja 1975-1998. * Skilgreindur dagskammtur.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.