Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 6

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 6
skáldum mikið fordæmi þótt fátt verði sagt um bein áhrif hans á skáld- skap þeirra. Formtilraunir Steins út af fyrir sig eru heldur ekkert megin- atriði þegar rætt er um skáldskap hans, — tilraunir með form eru lítils- verðar ef ekki býr annað undir. Ein- ber viðleitni til skáldskapar skiptir engu máli, en þar í móti er viðleitni til sannleika ævinlega nokkurs verð. Og allur góður skáldskapur er meðal annars sannleiksleit. í bók Steins Ferð án jyrirlieits sem út kom 1942 stendur síðast ljóð er nefnist / draumi sérhvers manns: I draumi sérhvers manns er fall hans falið. I>ú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum, sem brjóst jritt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró. Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér. Hann vex á milli þín og þess, sem lifir, og þó er enguin ljóst, hvað milli ber. Gegn þinni líkamsorku og andans mætti og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú, í dimmri þögn, nreð dularfullum hætti rfs draumsins bákn, og jafnframt minnkar þú. Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum í fullkominni uppgjöf sigraðs nranns. Hann lykur unr þig löngunr armi sínunr, og loksins ert þú sjálfur draumur bans. Þessi bók markar tímamót á ferli Steins, hér eftir tekur skáldskapur hans nýja stefnu. Og að minni hyggju er einmitt þetta kvæði einna athyglis- verðast til skilnings á hinum nýju við- horfum í ljóðagerð hans. Hér hefur hann komizt að eins konar niðurstöðu í heimspeki sinni fram til þessa, eitt stef er kveðið til hlítar og ný hljóta itð taka við 4 í fyrstu ljóðum sínum, Rauður log- inn brann, 1934, er Steinn verkalýðs- skáld og byltingarsinni. Vandséð er þó hversu djúpt byltingarhugurinn ristir, enda Steinn til margra hluta líklegri en boða öreigum t'agnaðarer- indi. Og í þessum ljóðum er Steinn enn ómótað skáld þótt greina megi sum þau einkenni er síðan setja var- anlegt mark á kveðskap hans. Það er fyrst í Ljóðum, 1937, að þessi ein- kenni taka að koma skýrar í ljós, heimspekihneigð hans og margvísleg- ar tilraunir með sjálft ljóðformið. Hér er efinn í hásæti, skáldið dregur í efa tilgang og tilveru flestra hluta, fá- nýti lífsins og þar með sjálfs hans er það stef sem hann glímir stöðugt við með nýjum og nýjum tilbrigðum. Svipuð viðhorf ríkja enn í næstu bók hans, Sporum í sandi, 1940, en honum hefur vaxið ásmegin, tök hans á við- fangsefninu eru þróttmeiri, formið snjallara. Athyglisverð er afstaða Steins til umhverfis og samfélags ein- mitt í þessum ljóðum: ævinlega er einstaklingurinn honum efstur í hug, glíman við vandamál sjálfs hans verð- ur honum leið til skilnings á vanda- málum lífsins. Og afstaðan til þjóð- félagsins er ævinlega neikvæð í ljóð- um hans, hann er utangarðsmaður er hlýtur að berjast einn til sigurs og falla ellegar. Þetta tvennt stendur djúpum rótum í öllum kveðskap Steins: annars vegar bölsýni og efa- girni, hins vegar rótgróin einstaklings- hyggja. Það er því ekki að kynja þótt Steinn yrði aldrei boðberandi í þjóðfélagsmálum á einn veg eða ann- an þó að hinu sé sízt að leyna að gagnrýni og róttækni eru höfuðein- kenni á miklum hluta ljóða hans. DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.