Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 14

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 14
vandi á höndum af þeirri einföldu ástæðu, að ekkert hefur varðveitzt nema sundurlaus brot úr ritum hinna fyrstu heimspekinga, og verða menn því aðallega að byggja á umsögnuin og túlkunum þeirra, sem síðar rituðu. Þegar að Sókratesi sjálfum kemur, verður heldur hægara um vik, ]iví enda þótt hann léti engar ritsmíðar eftir sig, er unnt að gera sér nokkuð Ijósa grein fyrir skoðunum hans af rit- um tveggja vngri samtíðarmanna hans og lærisveina, Platons og Xenó- fóns. Mun ég koma inn á hið sókra- tíska vandamál í annarri grein, þar sem fjallað verður um kenningar Sókratesar. Fyrsti hluti „Sókratesar“ ber titil- inn „Uppruni vestrænnar heimspeki“ og fyrsti kafli „Er heimspeki upprunn- in í Grikklandi“. Þar er þessi máls- grein: „Fræðimenn á Vesturlöndum, sem numið hafa heimspeki og skráð sögu hennar, telja hana nær allir upp- runna með Forn-Grikkjum og full- yrða, að Þales, sem var samtíðarmað- ur Búdda og Lao Tze, hafi verið fyrsti heimspekingur veraldarsögunnar. Það er trú þeirra og kenning, að heimspek- in sé upprunnin með vestrænum þjóð- tim og ekki að neinu leyti arfur frá hinum gömlu menningarþjóðum aust- ursins.“ (bls. 7—8). Satt er það, að vestrænir fræðimenn hafa löngum haft tilhneigingu til að gera hlut Grikkja í vísindum og heim- speki sem stærstan, og á það einkum við hina eldri fræðimenn. En menn eru nú orðnir miklu varkárari í dóm- um sínum um frumleik Grikkja í vís- indum og heimspeki. Til þessa liggja einkum þau rök, að fornminjafundir hafa leitt í ljós staðreyndir um menn- 12 ingu Austurlandaþjóða, sem vísinda- og heimspekisagnfræðingar fyrri tíma höfðu ekki huginynd um. Athyglis- vert er það, að Forn-Grikkir viður- kenndu, að þeir áttu Egyptum og Mesopótamíumönnum mikla skuld að gjalda fyrir undirstöðuatriði í stærð- fræði- og stjarnfræðiþekkingu sinni. En nútíma sagnfræðingar, sem vant- aði tæki til að staðfesta hina grísku söguhefð um hið nána samband grískra vísinda og austrænna, létu sig liafa það að taka ekkert mark á henni eða rembdust eins og rjúpa við staur að neita lienni vegna dómgreindar- snauðrar aðdáunar á Grikkjum. Er það merkilegt atriði, hvernig vitneskj- an um þctta samband grískrar menn- ingar við menningu Egypta og Babý- loníumanna glataðist, en ekki skal far- ið út í það hér. Hins vegar sakar ekki að geta þess, að menn vissu alltaf um samband nútíma vísinda við grísk vísindi. Þegar skriður komst á nátt- úruvísindin á 17. öld, er það söguleg staðreynd, að vísindamennirnir voru innblásnir grískum anda. Nægir hér að nefna Galilei og Newton, sem grundvölluðu hina klassísku eðlis- fræði, og einnig Vesalíus, sem lýsti því yfir, að Forngrikkir væru fyrirrennar- ar sínir í líffærafræðinni, sem hann var brautryðjandi í. Sumir hinna eldri sagnfræðinga töl- uðu um „gríska kraftaverkið“, og átti það að tákna þá staðreynd, að í grísku nýlenduborginni Míletos á strönd Litlu Asíu koma allt í einu fram á sögusviðið menn, sem gera tilraun til að skýra veröldina með öðrum hætti en vitað var, að áður hefði verið reyndur. Þessir menn setja fram það sem við getum kallað „náttúrlegar“ DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.