Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Síða 17

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Síða 17
Kant, Russell og Whitehead, svo að nefndir séu af handahófi nokkr- ir menn, sem eru viðurkenndir með- al fremstu heimspekinga. Platon var líka mikill stærðfræðingur miðað við þá þekkingu, sem menn þá höfðu í þeirri grein. A hinn bóginn liafði hann lítinn áhuga á raunvísindum, var fráhverfur efnisheiminum, heimi reynslunnar, og hafnaði í hughyggju, eins og kunnugt er. Var sú hughyggja m. a. sprottin af ofdýrkun á pyþa- górískri flatamálsfræði og talnadul- speki. Um raunvísindin gegnir öðru máli, og tel ég harla ólíklegt, að nokk- ur fræðimaður, sem mark er takandi á, hafi eignað honum þá skoðun, að hann hafi talið þau skipta miklu máli fyrir heimspekina. Þá ályktun má draga af neikvæðu viðhorfi hans til efnisheimsins, sem raunvísindin fja.lln. þó alltjent um. Verður ekki annað séð af ritum Platons, en hann hafi slitið stærðfræðina úr tengslum við raun- hæfar vísindarannsóknir, ekki litið á hana sem tæki til að kanna leyndar- dóma efnisins eins og vísindamenn nútímans gera, heldur gefið abstrak- sjónum hennar sjálfstætt gildi og gert hana að eins konar lykli að hinum yfirskilvitlega heimi, sem hann var alltaf að basla við að komast í sam- band við. Þannig hafa margir heim- spekingar misstigið sig á stærðfræð- inni og árangurinn orðið innantómt kjaftæði um ekki neitt. — Skýrast kemur hið neikvæða viðhorf Platons til efnisins fram í sókratísku samræð- unum. (Svonefndar vegna þess, að þær voru skrifaðar undir sterkum áhrifum frá Sókratesi og í þeim til- gangi að halda minningu meistarans á lofti). Þar er sú skoðun ríkjandi DAGSKRÁ (og er það sennilega skoðun Sókrates- ar engu síður en Platons), að sanna þekkingu sé ekki mögulegt að öðlast, nema með því að losa sálina, þekk- ingartækið, úr viðjum líkamans. Lík- aminn kemur í veg fyrir, að sálin geti skoðað hinar eilífu frummyndir, heim veruleikans, ótrufluð. í stuttu máli: athugun á heimi reynslunnar er afneitað sem þekkingarleið. Frá þess- ari einhliða og annarlegu hughyggju hverfur Platon nokkuð, er hann þrosk- ast (sbr. Theaetetus og Sofistes), en samt verður ekki séð af síðari ritum hans, að hann hafni þekkingarhug- sjón Sókratesar, að allt, sem skylt er líkama og efni, sé þrándur í götu sannrar þekkingar. — Þess má geta hér, að Sókrates er m. a. þekktur fyr- ir að ofstopast gegn náttúrurannsókn- um, og hefur Platon vafalaust fengið nokkurn innblástur úr þeirri átt. — Um skoðun Platons á stærðfræðinni má annars segja það í stuttu máli, að hann áleit hana nauðsynlegan undir- búning undir heimspekinám. Staðhæf- ingu þessari til stuðnings læt ég nægja að minnast hinna frægu orða, sem letruð voru yfir innganginn í Aka- demíuna: „Þú getur ekki komið hér inn, nema þú kunnir flatamálsfræði" og þeirrar staðreyndar, að hann byrj- aði á því að kenna syni harðstjórans í Sýrakúsu flatamálsfræði, þegar liann fór sína frægu för til Sikileyjar í þeim tilgangi að koma í framkvæmd hugmynd sinni um heimspekikonung- inn. Enginn alvarlega þenkjandi sögu- ritari mun fallast á, að Egyptar og Babýlóníumenn hafi lagt nokkurn skerf til heimspekilegrar hugsunar, þótt viðurkennt sé, að þeir hafi kom- 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.