Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Síða 25

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Síða 25
Ég veit hve umfangsríkt þetta hlýtur að verða. Til þess nú að gera ekki fræði mín og sjálfan mig hlægi- leg, þá gef ég upp alla von um að gera efninu skil í einni grein, en boða í staðinn tvær. Engu að síður hlýtur þetta að verða nær eingöngu upp- talning á staðreyndum, því form greinanna levfir ekki, að ég geri grein fyrir þeim tilraunum og tækni, sem leiddi til niðurstaðanna, nema að mjög takmörkuðu leyti og yfirborðs- lega. Þetta cr fyrri greinin og fjallar um undirstöðuna, sjálfa taugafrumuna. Það sem stendur hér á undan ber að líta á sem ábyrgðarlaust forspjall. | TAUGIN Það eru um það bil 10 milljarðar taugafruma í mannslíkamanum. Hver og ein er sjálfstæð eining. án frymis- sambands við aðrar frumur. Bilið á milli þeirra er að vísu mjótt, um það bil 200 Á. (Á = Ángström, ll-7 mm). Til þess að geta skilið starfshátt taugakerfisins, þá er nauðsynlegt að þekkja hina einstöku taugafrumu og eiginleika þeirrar himnu, sem umlyk- ur hana. 011 einkenni lífs eru tengd frumu- himnunni, sagði Adrian, og víst er það, að hæfileikinn til þess að svara ástandsbreytingum í umhverfinu. viðkvæmnin, er órjúfanlega tengd frumuhimnunni. Það er hægt að erta taugafrumu og hún ber ástands- breytinguna áfram jafnt til beggja hliða, samkvæmt lögmálinu um allt eða ekkert. Á yfirborði taugarinnar er hið svokallaða taugaboð (impuls) mælt sem bylgja af neikvæðu raf- magni. Spennan er sú sama, hve DAGSKRÁ langt frá ertingarstaðnum sem mælt er á einni og sömu taug, en breytileg eftir gerð taugar og ummáli. Tauga- boðið er þannig alltaf eins, viðbrögð taugarinnar við breytingu á orku- ástandi umhverfisins alltaf það sama, ef ertingin á annað borð er nógu mikil til þess að framkalla taugaboð; það er: að brjóta niður mótstöðu frumuhimnunnar gegn hinum ýmsu jónum í nánasta umhverfi tauga- frumunnar. Langar forsögur eru þreytandi. Ég mun skýra frá staðreyndum eins og þær eru þekktar í dag og að mestu sleppa þróunarsögu skilnings okkar á gerð taugafrumunnar og eðli tauga- boðsins. Það er reynsla mín, að vís- indalega nákvæmasta og nýjasta skýring fyrirbæranna sé alltaf ein- földust og auðskildust, þegar allt kemur til alls. Fólki er enginn greiði gerr með ímyndaðri einföldun og líkingamáli. Það kemur allt í koll síðar. Á þeim 20 árum, sem liðin eru síðan próf. Ágúst II. Bjarnason skrif- aði um taugakerfið í Sálarfræði sína, hafa gjörbreytingar orðið á mögu- leikum til rannsókna á raffræðileg- um eiginleikum taugafrumunnar. Nýting tregðulausra tækja, byggðra á rafeindatækni, gerir mögulegar mælingar líffræðilegra Iágspennu- sveifla, þar sem stærðarhlutföllin eru millivolt (mV=10-3 volt). Notkun örsmárra rafskauta gerir mögulegt að fylgjast með rafmagnssveiflum inni í tauga- og vöðvafrumum í starfi og hvíld. Rafskaut þessi eru örmjó glerrör, sem teygð eru í loga, þannig að um- mál rörsins í endann, þar sem það er 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.