Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 29

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 29
Tímahlutfallið hefur verið mælt 1—30 msek. (msek. = sek-3). Venju- leg hreyfitaug í spendýri hefur tíma- hlutfallið 2,5X10-S sek. Áður höfum við séð, að mótstaðan í sömu himnu var 8X105 Ohm. Viljum við nú vita hleðsluþol eða rafmagnsburðarmagn himnunnar, þá er bara að deila mót- stöðunni í tímaeininguna, og fáum við þá gildið 3X10-9 Farad. Það hefur verið sýnt, að hleðslu- þol himnunnar breytist ekki, þrátt fyrir þær allsherjar breytingar á eig- inleikum hennar, sem eiga sér stað við leiðslu taugaboða. Breytingarnar á spennu frumuhimnunnar hljóta því að vera orsakaðar eingöngu af hreyf- ingum jónanna gegnum himnuna. Allar spennubreytingar, sem mældar hafa verið inni í taugafrumum, er hægt að skýra með jóna-kenningunni einni saman. Ég hefi nú gert nokkra grein fyrir þeim eðlisfræðilegu eiginleikum hinn- ar einstöku taugafrumu, sem mældir hafa verið með hinni nýju tækni, þ. e. mótstöðu, leiðsluhæfni, tímahlut- föllunum fyrir aukningu og lækkun spennunnar og hleðsluþolinu. Hin vefjafræðilega undirstaða þess- ara eiginleika hefur verið lítið þekkt. Rafeindasmásjáin hefur nú afhjúpað ýmislegt. Ég skal nú gera svolitla grein fyr- ir gerð taugafrumunnar. Það eru bæði gamalkunnar og nýuppgötvað- ar staðreyndir. Þær nægja þó ekki til skýringar, við verðum að gera ráð fyrir ýmsum tilfæringum, sem ekki hafa ennþá sézt, og tala ég um þær á eftir og hvernig menn helzt hafa hugsað sér byggingu þeirra. Frumubolur venjulegrar hreyfi- taugar er um það bil 70 n í þvermál. Út frá lionum ganga fjölmargir þræð- ir allt að 1 mm að lengd og grein- ast að lokum í fínar trefjar. Frá frumubolnum gengur líka frumulegg- urinn, sem er einangraður með slíðri úr fitumólekúlum, nema á kafla 50— 100 /i, þar sem hann gengur út frá bol frumunnar, og í endann, þar sem hann greinist í trefjar, eins og betur verður skýrt frá síðar. Gífurlegur fjöldi taugaenda frá öðrum taugung- um endar á frumubolnum og trefj- um lians og stundum á hinum slíður- lausa liluta frumuleggsins. I raf- eindasmásjánni hefur sézt um það bil 50 Á þykk himna, sem umlykur taugaendana og frumubolinn, og eins og áður hefur verið sagt, eru 200 DAGSKRÁ 27

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.