Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 40

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 40
Um André Malraux André Malraux er einn af helztu núlifandi rithöfundum Frakka og tvímælalaust sá sem mest áhrif hefur haft á lífsskoðanir þeirrar kynslóðar er var ung í byrjun stríðsins, jafnvel hluta þeirrar sem er að vakna til lífs og ábyrgðar um þessar mundir. Æviferill Malraux er harla viðburðarikur — á unga aldri tók hann þátt í byltingum og stjórn- málaerjum í fjarlægari Austurlöndum, í borgarastyrjöldinni á Spáni var hann yfir- maður erlenda flugflotans sem studdi lýð- veldismenn, skæruliðaforingi og hershöfðf- ingi í Frakklandi á stríðsárunum etc. etc. — en vel á við um hann sjálfan það sem hann segir um eina af söguhetjum sinum: „fortíð hans var svo rækilega umbreytt í lífsreynslu að einstök æviatriði skiptu orðið engu tnáli". Helztu bækur Malraux eru: Les Conqué- rants (Sigurvegararnir, 1928) og La Condition Humaine (Kjör mannanna, 1933), sem gerast i Kina og lýsa stjórnmálaátökum þar, Les Conquérants verkfallinu í Kanton gegn Eng- lendingum sumarið 192', La Condition Hu- maine — er margir telja höfuðverk Malraux — uppreisn kommúnista í Sjanghai 1927 gegn Sjang-Kai-Sjek, sem bæld var niður af djöful- legri grimmd og harðneskju. Le Temps du Mépris (Stund fyrirlitningarinnar, 1935) segir frá hugrenningum og innri þróun kommún- ista í fangabúðum nazista, en Malraux var í fremstu röð þeirra sem þá börðust gegn upp- gangi fasismans. L’Espoir (Vonin, 1937), ann- að höfuðverk Malraux, lýsir á magnaðan hátt fyrsta ári spænsku borgarastyrjaldar- innar. Loks má nefna Les Noyers d'Alten- burg (Hnotntrén í Altenburg, 1944), sem fjallar um viðskipti Frakka og Þjóðverja og stöðu evrópskar menningar yfirieitt, og hirtir hann þar miskunnarlaust þann barnalega for- ystuþjóðaridealisma sem stundum hefur orð- ið vart báðum megin Rínar — og víðar. Af þessari upptalningu scst að uppistaðan í ölluin bókum Malraux er byltingar og stjórnmálaátök, enda hefur hann oft vitn- að til þeirra ummæla Napoléons, að eini harmleikur okkar tíma va-ru stjórnmálin. En þó Malraux kunni góð skil á sögulegum og efnahagslegum öflum, sem eru að baki at- burðanna, vakir fyrst og fremst fyrir honurn að lýsa eilífri leit mannanna að hugsjón eða trú til þess að lifa og deyja fyrir, einhverju sem fær þá til þess að gleyma eða sætta sig við mannleg kjör: hlutskipti sitt í alheimin- um. Sumir finna nagandi kviða fróun í at- höfninni, aðrir í eiturlyfjum. Gisor ganili, ópfumneytandi, spyr höfuðpersónurnar sex í La Condition Humaine: „Hvað eigið þér við með gáfum?", allir svara með því að „draga upp mynd af því sem þeir þrá“, og liann kemst að þeirri niðurstöðu að „sérhvern mann dreymi um að vera guð". Lausnin er fólgin i beitingu viljans, í baráttunni sjálfri: „eina vörnin er að skapa". Kommúnistinn Tchen finnur hamingjuna og nýtur fyrst hugsjónar sinnar til hlítar um leið og hann tætist i agnir, þegar hann kastar sjálfum sér með sprengjunni sem á að bana Sjang-Kai-Sjek. Hugsjónin verður að veruleika, í athöfninni, mcð beitingu viljans. Og gleymum ekki þess- ari setningu úr Le Temps du Mépris: „Það er erfitt að vera maður; en það er ekki erfiðara að veröa það með því að auka á samhug mannanna en leggja rækt við það sem skilur þá að“. Frá því í stríðslok hefur ekki kornið skáld- saga frá Malraux. Milli þess sem hann hefur vasazt í stjórnmálum við hlið de Gaulles, hefur hann unnið að ritsmíðum sínum um myndlist — La Psychologie de l’Art, Sál- fræði listarinnar — þar sem hann leitar i listsköpuninni hins sama og ann'ars staðar áður: viðleitni mannsins til þess að hefja sig upp yfir sín eigin kjör. Grein sú sem hér birtist er inngangur að síðustu bók hans f þessum flokki, La Métamorphose des Dieux. Emil H. Eyjólfsson. 38 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.