Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Síða 48

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Síða 48
ísku konungsríkjanna og Rómar, voru ja£n- framt þær einu er ekki liafa leitazt við að sýna slíkan Sannleik; við endurvekjum allar hinar. List menningar er í senn sú sem hún skap- ar og allar þær líkneskjur sem henni eru nálægar. Renaissansinn liefur ekki aðeins lagt a£ mörkum nýja list lifandi manna, heldur einnig nýja list látinna; okkar tímaskeið legg- ur ekki aðeins fram sína eigin málaralist, heldur einnig Safn Imyndunar sinnar — hluti þess er framhald að Louvre 19. aldar, eins og það var framhald safna Médicisættarinn- ar, og annar hluti þess lekur við af Louvre, um leið og hann fellir það úr gildi, á sama hátt og söfn Médicisættarinnar tóku við af fjársjóðum klaustranna ... Við hefðum fyrr öðlazt meðvitund um þennan listheim, sem fæðzt hefur um leið og menning okkar, ef við hefðum ekki ruglað honum santan við þróun jtess sem á undan var, ef við hefðum ekki haldið að fæðing hans væri óhjákvæmileg afleiðing landvinn- inga okkar, landkannana og fornleifarann- sókna. Uppgötvuðu Vesturlönd negralistina um leið og bananana? Gerum okkur vel ljóst, að þau uppgötvuðu ekki mexikönsku listina um leið og súkkulaðið. Landkönnuðir Afríku uppgötvuðu ekki negralistina, heldur skurð- goðin; landvinningafrömuðirnir ekki mexik- önsku listina, heldur átrúnaðargoð Aztek- anna. A þeim fjölda eyja, scm Evrópumenn komust yfir, fundu þeir ekki annað en furðu- gripi. Ef 19. öldin, sent ekkert þekkti lil Súmers, hefði giafið upp Warkahöfuðið, hefði hún flokkað jrað með kaldverskum átrúnaðargoðum og gefið því gaum, af sagn- fræðilegum ástæðum, eins og öðrum sams konar verkum, vegna óljósra tengsla við Biblí- una. Atrúnaðargoðin verða listaverk er þau breyta um skírskotun, um leið og þau eru tekin inn í listheint sem engin menning hafði þekkt fyrir okkar daga. Evrópa uppgötv- aði negralistina um leið og hún lók að virða fyrir sér afríkönsku höggmyndirnar innan um verk Cézannes og Picassos, en ekki innan um kókoshnetur og krókódíla. Hún upp- götvaði mikilfenglega höggmyndalist Kína fyrir tilstilli rómönsku líkneskjanna, en ekki algengra yfirborðsstælinga á kínverskri list. Og rómönsku listina uppgötvaði hún ekki á heimsenda, heldur á veggjum og súluhöfð- 46 um sinna eigin kirkna. Á sama hátt og hún hafði uppgötvað klassísku fornöldina forð- um í rústum sem úði og grúði af í Róm; og á Flandri og Ítalíu verk primitívu málar- anna, sem þar voru til frá því þau höfðu verið máluð. Myndbreyting fortíðarinnar var fyrst og fremst breyting augnaráðsins. Án fagurfræðilegrar byltingar hefðu höggmynda- list elztu menningarskeiðanna, mósaikin, gluggaskreytingarlistin aldrei hlotið sess við hlið málaralistar Renaissansins og konungs- einveldanna; aldrei hefðu þjóðfræðisöfnin, hversu víðfeðm sem þau hefðu orðið, færzt yfir þá markalínu er skildi þau frá lista- söfnum. Til einskis hefði Evrópa drottnað yfir jörðinni, ef hún hefði ekki laðað fram þá málaralist, sem listamennimir hafa beitt til þess að lækna hana af vaglblindunni og opinberað hefur „myndunarkraft" verka, er talin voru „afmynduð" vegna vanmáttar og klaufsku. List okkar nægir ekki til þess að gera grein fyrir þessari endurvakningu; en með því að gera listsköpttnina háða ytra- borðinu hefur hún afhjúpað okkur umdæmi, ]iar sem mexíkanskur guð er höggmynd og ekki skurðgoð, þar sem uppstillingarmyndir Chardins sameinast Konungunum frá Char- tres og guðum Elefanta í einni og sömu ná- latgð, — í fyrsta heimi alheimslistarinnar. Og hann er miklu ólíkari fyrirrennurum síninu en virðist. í Louvre, Offices, Pitti — f höllum — varðveita málverk og styttur cinkenni dýr- mætra gripa, arfleifð frá listsölum konunga; í nýtízkulegustu söfnum Evrópu og Ameríku mynda þau enn „safndeildir". Safnið breytir verkinu í hlut: menn beri gotnesku salina í Louvre og jafnvel Klaustrasafnið í New York saman við dómkirkjurnar! Ett Safn Imynd- unarinnar bætir altur á móli við sérhvert raunverulegt safn (auk jress sem til er f öll- um hinum) dómkirkjttnni, grafreitnum, hell inum, sem ekkert þeirra gati eignazt; |iaí er ekki staður hásteinmds fburðar, sú höll, þar sem listinni virðist fyrir komið sem hlnta innanhússmuna, |>aðan sent högg- ntyndalist Afríku og Kyrrahafseyja er út- skúfað, eins og gotneskti listinni forðum — en aufúsa þykir í tiigerðarmálverkum fjar- lægari Austurlanda. Listheimur okkar er ekki takmarkaður við verk, því Kore frá DAGSKRÁ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.