Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 51

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 51
Orðið list leiðir huga sérhvers óljóst að eigin fjársjóð. Af kvæðinu Les Phares (Vit- arnir) þekkjum við fjársjóð Baudelaires þar sem ekki er að finna neitt verk frá því fyr- ir Renaissans. í okkar eigin ímyndun bætast Djoser og Rénefer, Kore frá Euþydikos og Konan frá Elche, ákveðnar Síva og Búddha- likneskjur, Arnarriddarinn frá Mexikó og dógonski maskinn á Musée de l’Homme, Fagri guðinn frá Amiens, Eva frá Bamberg, Frelsarinn frá Saints-Cosme-et-Damien eða Titeódóra frá Ravenna, Notre-Dame-de-la- Belle-Verriere, Piéta frá Avignon; og þegar við þessar líkneskjur, og hversu margar aðr- ar! bætast Kona að sauma kniplinga eftir Vermeer, Vikastúlkan eftir Chardin og Vinnuslofan eftir Courbet, dáumst við i þessurn þremur verkum að þvi afli, sem tengir þær áðurgreinduin verkum, ekki þvf sem tengir þær konu að sauina knipiinga, vikastúlku eða vinnustofu. Við vitum, að við dáumst ekki að eftirlíkingu þessara sýna, jafnvel þó Vermeer, Chardin og Courbet liafi likt eftir þeim slórkosllega; sýnin kann að vera sköpun málverksins nauðsynleg, gildi þess verður henni óviðkomandi um leið og okkar innri fjársjóður er ekki lengur einskorðaður við illusioníska list. Við vituin einnig, að við dáumst ekki einungis að ákveðnum máta að sýna hlutina, „yfir- bragði”, heldur að því sem skilur málverkið frá fyrirmyndinni: því sem skilur Olympia og Frú Cézanne frá Victorine Meurent og frú Cézanne — „tvífarann” egypzka frá hin- utn látna sem liann á að sýna. Það er ekki næinleiki okkar sem afhjúpar okkur í list ýmissa meistara er kallaðir hafa verið realist- ar, engu síður en hjá andstæðingum þeina — hjá Caravaggio, Vermeer, Chardin og Goya senr og Miclielangelo og Rembrandt — i helgilistinni, í okkar eigin, skfrskotun sein ýmist er augljós ýmist torfundin til ein- hvers „annars en ytraborðsins"; það er ekki skarpskyggnin, sem afhjúpar okkur lijá mestu listamönnum horfinna menningarskeiða, afl ýmist sjálfrátt ýmist dulið eða þcim sjálfum ómeðvitað (og hulið um aldir), sem veldur að verk þeirra ná til okkar: PaO er framkoina heimslistarinnar á sjónarsviÖiÖ. Henni er ytraborðið ekki annað en endalaus söngtexti óþrjótandi tónlistar. í þeirri fylkingu, sem frá byrjun þessarar DAGSKRÁ aldar sækir á minni okkar, er ekki að finna litskrúðuga styttuþjóð Tanagraborgar, sem ætti að endurvekja Grikkland, né smástyttur af bátsmönnum, hermönnum og handverks- mönnum, sem ættu að endurvekja Egyptaland (báðum er reyndar ætlaður staður i likkist- um); en aftur á móti guðalíkneskjur, þær sem guðum voru tileinkaðar, í bæn eða fórn: hlauparann sem ekki verður aðgreindur frá Apollon, meyjuna (kore) sem vart verður að- greind frá Demeter frá Eleusis, líkfylgdir Tignarmanuadals og Konungadals. Þar er að finna endurskin hins dauðlega ytraborðs, en cinnig annars heims. Samtal listar og ytra- borðs, óskýrt þegar við berum Vikastúlkuna eða inannsmynd eftir Velasquez saman við fyrirmyndir sínar, Venus eftir Titian saman við nakta konu, Ergastínur Parþenons sam- an við fylkingu ungra stúlkna — og þegar við berum þessi verk saman innbyrðis ... ___ er ekki nærri því jafnblekkjandi, þegar við bcrum þessar ungu stúlkur saman við kore- myndir Akropolis; Skriftafeðurna í Chartres saman við biskuparáð; fylgdir Theodóru í Ravenna og einvalda Austurlanda til forna saman við konungsfylgd: þegar ris á fætur með guðverum sínum og forfeðrum, hetjum og prestkonungum, ódauðlegum og dauðum, sú líkneskjusamkunda sem frelsuð hefur ver- ið frá mannlegum kjömunt og tímanum; og hlutverk listarinnar var að túlka þessa frels- un. Um leið og við hættum að líta á þær sem klunnalegar eftirlíkingar fyrirmynda, verður okkur ljóst, að inátturinn sem gerir að verk- um að þær ná til okkar, og í okkar augum er máttur listsköpunarinnar, var í upphafi sá að gefa form því sem gerir manninn að manni og orðið hefur til þess að hann slapp undan kaosinu, dýrseðlinu, eðlishvötunum, hinum eilífa Siva. Ef maðurinn hefði ekki teflt fram gegn ytraborðinu hinum ýmsu Sannleiksheimum sinum, hefði liann aldrei orðið skynsemisvera, heldur api. Og lista- maðurinn hefur skapað myndir Sannleikans, eins og maðurinn liefur skapað guðina og þann heim sem þeir upplýsa: Hórusarnir eru ekki eftirlíkingar Hórusa, sent enginn hefur séð; né heldur eftirlíkingar manna sem orðið hafa Hórusar fyrir náð einhvena helgirúna. Rénefer er ekki eftirlíking prestsins Rénefers, né Rahotep eftirlíking hershöfðingjans Raho- teps, það eru myndir af því sem þessir dauð- 49

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.