Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 61

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 61
í fyrsta lagi, hvort einstaklingar samfélagsins séu yfirleitt læsir og skrifandi. Þótt um það megi deila, live mikill hluti íslenzku þjóð- arinnar liafi verið læs og skrifandi á hverjum tíma, verður hitt ekki vé- fengt, að hún skapaði, varðveitti og naut merkilegra bókmennta. Að þcssu leyti cru íslendingar því tvímæla- laust í hópi siðmenntaðra þjóða. Annað atriði er skipulag samfélags- ins. Hjá frumstæðum þjóðum er það grundvallað á ættbálknum sem kjarna eða þá afmörkuðu þor])i. Hjá siðmenntuðum þjóðum er talið, að venjulega sé um einhvers konar ríkis- heild að ræða eða samkennd meðal allra einstaklinga menningarsamfé- lagsins. Ættarsamfélagið hefur stað- ið hér með miklum blóma allt fram á síðustu áratugi. Hitt er þó stað- reynd, að íslendingar stofnuðu í upp- hafi allsherjarríki og þjóðerniskennd þeirra lifði í krafti bókmenntanna gegnum aldirnar. Þriðja atriðið er verkmenning og tækni. Að þessu leyti má segja að þjóðin væri frumstæð, einkum er áber- andi, hve kyrrstaðan var langvinn. t frumstæðu þjóðfélagi eru félags- og menningarmál leyst að miklu leyti eða öllu innan ramma ættbálksins cða þorpsins, en í siðmenntuðu þjóðfé- lagi eru slík mál leyst á víðari grund- velli. Hér gildir svipað og um ann- að atriðið. Ættarsamfélagið var mikil- vægt í félags- og menningarlífi ís- lendinga. Loks er svo það atriði, að meðal frumstæðra þjóða skortir að mestu efnahagslega og verklega sérhæfingu og tilfærsla milli stétta er mjög lítil. í þessu efni nálguðust íslendingar DAGSKRÁ einnig að geta talizt frumstætt menn- ingarsamfélag. Þótt þessi samanburður sé að sumu leyti ónákvæmur og jafnvel villandi, hygg ég þó mega af honum draga j)á almennu ályktun, að íslenzk menn- ing hafi í veigamiklum atriðum — fyrst og fremst bókmenntum, þjóð- erniskennd og að nokkru leyti í stjórnmálalegum þroska, staðið fylli- lega jafnfætis svo nefndum siðmennt- uðum samfélögum t. d. í V.-Evrópu. A sviði verkmenningar, efnahagsmála og nokkru leyti félagsmála, vorum við liins vegar í mörgu lilliti mjög frum- stæðir. Bókmenning þjóðarinnar megnaði J)ó að varpa óvenjulegum blæ, sem sennilega er óvíða annars staðar að finna, á þcssa annmarka þjóðlífsins. í heiminum í dag munum við Tslendingar taldir í hópi þeirra þjóða, sem skammt eru á veg komn- ar í efnahags- og atvinnumálum eins og það er orðað. Slíkar þjóðir eru t. d. Arabaríkin, Indverjar og Kínverj- ar svo að dæmi séu nefnd. Eitt er þó frábrugðið með ísland. Við erum svo fámennt samfélag, að cinn er- lendur auðjöfur gæti greitt ríkisskuld- ir Islendinga og sennilega rekið land- ið sem arðvænlegt fyrirtæki. III. Sesams-orð samtíðarinnar er skipu- lagning. Án hennar verður framleiðsl- an ekki aukin, svo unnt sé að bæta lífskjör fjöldans, en framfarir eru tald- ar lokatakmark tilverunnar, að því er virðist. Uppistaðan í skipulagsgrind- inni er tækni, verkskipting og sér- hæfing. Atvinnuhættir af þessu tagi krefjast mikillar fjárfestingar og er það eitt saman ærið vandamál snauðri 59

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.