Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 66

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 66
rækt við — án þess að glata hinum tveimur. Hér þarf margs við. En lilut- ur skólanna hlýtur að verða mikill. Þeir verða að eiga meiri þátt en hingað Lil í því að byggja upp verkmenningu þjóðarinnar og glæða samfélagslegan skilning hins uppvaxandi fólks. Leggja þarf niður nokkuð af hinu einhliða bóknámsstagli á unglinga- og gagn- fræðastiginu, en taka upp fjölþætt verknám í samræmi við nútíma at- vinnuþróun. Trésmíðastofa er of ein- hliða og fábreytt. Sýna á fleiri og betri kvikmyndir úr atvinnulífi okkar og festa á tjaldi atburði liðinnar sögu. Eðlisfræði og önnur náttúruvísindi þarf að kenna við stórbætt skilyrði bæði í tilraunastofum og vinnuskál- um skólanna. Kenna verður meira í námskeiðum og mcð fyrirlcstrum, þar sem lögð er áherzla á samhengi ís- lenzkrar sögu og lifandi bókmenntir. Tcngja verður námið baráttu cinstakl- ingsins fyrir betra lífi og gera honum ljóst hlutverk sitt við nýtt landnám á íslandi. í upphafi máls míns sagði frá sveitadreng, sem dreymdi um að greiða ríkisskuldir íslands. Þá var vaknaður baráttuvilji og lifandi til- finning fyrir eflingu nýs menningar- ríkis á fslandi. Efnin voru smá og lítt miðaði. En því næmari var til- finningin fyrir hverjum sigri. — Sementsverksmiðja er nýtekin til starfa og mun fullnægja þörfum lands- manna. Þetta er merkilegur viðburð- ur í landi, þar sem aldrei hcfur úr innlendu efni verið unnt að reisa var- anlcgar byggingar. En sú spurning hefur sótt á mig, hversu margir ung- lingar í dag skynji þetta sem per- sónulegan sigur sinn og þjóðarinnar. Ég held þeir séu of fáir. A sama hátt mun sennilega flestum finnast þessi grein leiðinlegt og óþarft nudd og nagg. Hálfvegis í þeirri von, að þetta sé þrátt fyrir allt rétt, hefur mér þótt við eiga að gefa henni nafnið: Nöklur. 64 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.