Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 69

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 69
kaupa pipar fyrir þrjá aura, sagði ég. Alveg einsog ég, sagði hann.“ (Bis. 114)......Á grunaði mig ckki að það væri ég sjálfur sem ég mætti hér á Laungustétt að kaupa pipar! Svo þú ert líka farinn að tala við hann séra Jóhann.“ (Bls. 116).......,Hver ert þú, segir hann. Álfgrímur, sagði ég. Ja svo það er þá eingin lýgi, sagði hann.“ (Bls. 160). Líklega er það að sumu leyti farsælt til skilnings á Brekkukotsannál að hafa til nokk- urrar hliðsjónar æskuverk Kiljans, Heiman eg fór, sem kom ekki út fyrri en 1952. 1 íormáls- orðum segir höfundurinn: „Þetta skáldsöguupphaf er í rauninni eitt af drögum mínum að Velaranum; ég mun hafa iokið við það haustið 1924 — um leið og ég var að gánga upp til stúdents- prófs í Menntaskólanum (við lítinn orð- stír). Vefarinn var mjög að brjótast í mér um þær mundir, ég var alltaf að reyna að koma mér niður á höfuðpersónu hans, Steini Elliða. Þegar ég hafði geingið nokk- urnveginn frá þessum tuttugu og fimm köflum, sem hlutu fyrirsögnina Heiman eg fór, þá var mér orðið ljóst að á verkinu var smíðagalli: í stað einnar höfuðpersónu er ég að burðast með tvær sem draga hvor frá annarri og hljóta að kljúfa verkið.“ Onnur höfuðpersónan er sögumaður sjálfur, sá sem talar í fyrstu persónu, og við saman- burð kemur það fljótt í ljós, að honum og aðalpersónu Brckkukotsannáls, Álfgrími, svip- ar mjög hvorum til annars. Lítum aðeins á liessar tvær beinu, ytri lýsingar: „Geta menn ímyndað sér sjón öllu skríngilegri en sextán vetra gamlan dolp- úng sem veit allt, lángan og h( raðan, með mjóslegið andlit, alt of hvítt, og ljóst hár- ið kembt aftur, á röndóttum fötum og nýjum skóm, með heiðbláar barnshendur fram úr glerhörðum ermalíníngum?" (Heiman eg fór, bls. 5 ). Og: „Eg var einhver leingstur maður í skóla í öðrum bekk, fermíngarárið mitt; til dæm- is hafði ég svo lánga fætur að þeir voru altaf fyrir mér þegar ég gekk; handlegg- irnir héngu utan á mér eins og eymdarfar- ángur sem ég kunni eingin ráð að losna við. Andlitið á mér var með akkúrat aungu brosi, líkast og hefði helst úr því sálin og ekkert væri eftir utan beygurinn sem því stóð af tómi sjálfs sín: ævifángi horfir útum dagskrá grindurnar. Tvöhundruð hár í kríngum hvirfilinn á mér stóðu ævinlega út í loftið einsog vöndur .... Samt finst mér að ég geti ekki með öllu sleppt stígvélunum nu'num, enda koma þau lítilsháttar við sögu mína síðar . . . o.s.frv. (Brk. bls. 140). Orðin eru að vísu ekki þau sömu og ekki heldur öll atriðin, en skyldleikinn leynir sér varla. En nú segir höfundurinn enn í formálsorð- unum, sem ég gat um áðan: „. . . . og hvað sem bókmenntagildi þessa litla verks líður, þá er það sjálfs- mynd úr æsku, dichtung und wahrheit æskumanns um gelgjuár sín fram til seytján ára aldurs.“ (Heiman eg fór, bls. 6). Með þessi orð höfundarins sjálfs í huga, svo og náinn skyldleika aðalpersónunnar í Heim- an eg fór og Álfgríms í Brekkukotsannál, er svo rétt að lesa síðarnefndu bókina að nýju, og mun þá ýmislegt í þeirri sögu fá nýtt skilningsgildi fyrir lesandann. Sögusviðið er sú Reykjavík, sem nú er löngu horfin, fátæk og fákæn, einangrað fiskimannaþorp á hjara veraldar. En þessi mynd er vermd hlýju æskuminningarinnar; hér talar barn horfinnar borgar af notalegri rækt- arsemi um fátæka fóstru sína. Vonzka mann- anna og mein þjóðfélagsins eru honum ekki fyrst og fremst í hug, hann sér þau að vísu og lýsir þeim um leið og hann gengur, en haun deilir lítt eða agar. I þessari verðandi höf- uðborg ríkir hvorki sár sultur né geypiauður, heldur heiðarleg fátækt með nokkurn veginn næga soðningu, og bjargálnir sums staðar. Hins vegar gengur sagan ekki svo langt í alúð sinni og elskulegheitum, að ekki sjáist, ef vel er að gáð, votta fyrir beittum klónum á upp- vaxandi auðvalds- og yfirstétt í mynd Gúð- múnsensbúðar og aðstandenda hennar. Með- ferð þeirra á Garðari Hólm byggist á eitil- harðri sérhagsmunahyggju, þótt sú lýsing liggi ekki í augum uppi við fyrstu sýn. Yfir þeirri Reykjavík, sem sést af hlaðinu í Brekkukoti, hvílir hins vegar tigin ró og hlut- leysi. I þeim lýsingum er víða fögur, einföld, en ógleymanleg stemning, allt frá því er segir í 1. kafla: „Og nú hef ég upp þessa bók þar sem klukkan okkar gamla stendur heima í stof- unm í Brekkukoti og er að tifa. í þessari klukku er silturbjalla. Sláttur hennar var 67

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.