Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Qupperneq 73

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Qupperneq 73
látiS stofna bánka þar sem almenníngur getur aunglað saman pcníngum . . . Og Gúðmúnsen skilur samtíð sína og hlut- vcrk svo vel, að hann kemur auga á mátt auglýsinganna í þjónustu utanlandsverzlunar- innar. Hann er því verðugur fulltrúi hinnar nýju og framsýnu kaupsýslustéttar. Og í því felst eitt veigamesta atriðið í uppbyggingu þessarar skáldsögu. Þessi uppgötvun hefir nefnilega úrslitaáhrif á iirlög Garðars Hólms. Hann verður eins konar leikbrúða í höndum hins upjrvaxandi kaupsýslu- og útgerðarauð- valds á Islandi. Gúðmúnsen lýsir þvf sjálfur, þegar hann uppgötvaði vald auglýsinganna. Honum farast svo orð í veizlunni frægu: „Það er sumsé ekki alt feingið með því að selja bakkalaó suðrí löndum. F.inn daginn kemur þú til Kaupinhafnar sem fínn maður, og hvað skeður? Þú ert kallaður saltfisks- greifi í blöðunum. Því þó saltfiskur sé ein- hver dýrastur farmur sem fluttur verður milli landa, af því hann er svo þúngur í sér pressaður, þá cr saltfiskur hlægileg vara útafyri sig; það er sem ég segi, kæru börn, elskulegu frændur og frænkur og háttvirtu landar: saltfiskurinn verður að hafa slaufu. Og það er ekki einhlítt að íslenzkur fiskur hafi danska slaufu, heldur verður hann að hafa alþjóðlega frægðarslaufu. í einu orði sagt, við þurfum að geta sannað umheim- inum að fiskurinn hafi fögur hljóð. Þess- vegna höfum við sem seljum fiskinn hafið upp harðsnúna mentunarhandkurru í þjóð- lífinu til að sýna og sanna innávið og útá- við að við séum sá aðilji sem ekki aðeins heisir þann gráa úr sædjúpunum, heldur bindur slaufu á þennan gemlíng fyrir ger- völlum heimi cinsog þar stcndur: er ging in ein Wirtshaus liinein um zu Mittag zu cssen.“ Af þessum ástæðum sendir Gúðmúnsensbúð Garðar Hólm „til að hoða íslenzka menníngu utanlands“. Þetta skilur gamli tíminn, Jón gamli Guðmundsson alls ekki, en Garðar Hólm sjálfur hefir þegar áttað sig á, að hann hefir aðeins verið verkfæri í höndum harðsvíraðs og óskammfeilins braskaravalds. Þess vegna hefir hann glatað hinum hreina tón, ef til vill hefir liann aldrei náð honum. Þessi lýsing sannar fullvel, að Laxness er vel Ijóst hvaða hlutverki hann sjálfur og Nóbelsverðlaunin hans gegna í sölu íslenzkra DAGSKRÁ fiskafurða, þótt því sé, sem betur fer, nokk- uð á annan veg háttað en hjá veslings Garð- ari Hólm Ein er sú persóna, sem flcstuin mun verða minnisstæðari en flestar aðrar, þótt aukaper- sóna sé. Það er dómkirkjupresturinn, séra Jó- liann. Það er ein fegursta og hreinasta persóna, sem Kiljan hefir skapað. Skapað, sagði ég: fæstum blandast víst hugur um, að hann hefir þarna í huga ákveðinn mann og breytir hvcrki stað né nafni, þótt hann kunni að laga persón- una að ýmsu leyti til í hendi sér. Séra Jóhann kemur nokkrum sinnum við sögu og er alls staðar samur og jafn. Um hann fer höfundur mjúkum og nosturssömum hönd- um og gæðir hann tiginmannlegri göfgi, sem nálgast það að minna á heilaga menn. Ég vil benda áhugasömum lesanda að leita uppi alla þá kafla þar sem séra Jóhann kem- ur beint við söguna, merkja við þá, og lesa þá sérstaklega í áframhaldi. Það borgar sig margfaldlega. Með þeim hætti getum við at- hugað og grandskoðað þennan góða guðsmann með fullum árangri án þess að truflast að öðru leyti af gangi sögunnar. En andi séra Jóhanns býr víðar í sögunni en þar sem hann kemur beint við hana. Andi hans leynist víða að baki frásagnarinnar. Það er sá andi, sem ræður heimilisbragnum í Brekkukoti. Séra Jóhann er af sama sauða- húsi og gamla fólkið í Brekkukoti, hann er af þeirra kynslóð og hefir beztu kosti hennar til að bera. En hann er næmur á allar andlegar hræringar, hann er vanur að vera í „nærveru sálar“ i g hegða sér samkvæmt því. Vizka hans og kyrrlát speki byggist ekki svo mjög á frá- bærri greind eða hámenntun. Hún byggist á langri lífsreynslu og djúpum skilningi á mannlegu eðli og tilfinningum. Eiginlega er hann eini maðurinn, sem heyrir og skilur „þennan eina hrcina tón“. Sagan um einseyr- inginn er enn ein staðfestingin á heiðarleik þessarar kvnslóðar, sem ekki vildi skulda nein- um neitt, forðaðist það eins og heitan cldinn: „. . . . Eg man altaf ef ég skulda eitt- hvað. Ég man svo glögt að ég bað þig að raula fyrir mig yfir manni hér um árið. Ég lofaði þér þrjátíu aurum fyrir saunginn. En buddan mín var orðin svo gömul, ég held hún hafi verið farin að leka; nema hvurnin sem á því stóð, þá fann ég ekki nema tutt- uguogníu aura. En nú hefur hún dóttir 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.