Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 6
 MÁLFRÍÐUR Lýsing á prófþætti Viðfangsefni ritunarinnar var að skrifa 100 orða frásögn í þátíð sem byggðist á myndasögu. Til þess að gera efninu einhver skil hefðu fyrirmælin þurft að hljóða upp á a.m.k. 130 orð. Tekið var fram að dónaskapur væri óviðeigandi. Önnur fyrirmæli voru ekki gefin. Myndirnar sex tengjast skóla og greina frá ferli sem mætti lýsa sem svo: Fullorðinn einstaklingur hengir upp auglýsingu eða plakat sem nemendur lesa. Þarna virðist vera um að ræða til­ kynningu um eitthvað sem kemur af stað umræðum meðal nemenda, ræðuhöldum og atkvæðagreiðslu í lokin. Samhengið er kunnuglegt. Í raun er búið að setja verkefninu skorður sem kalla á ákveðna teg­ und af texta, þ.e.a.s. frásögn, og segja má að einnig sé búið að skipuleggja atburðarás og þar með hjálpa nemendum að skipuleggja textann. Lengd texta innbyrðis var mismunandi, allt frá 84 orðum upp í 258 orð, en meðallengd texta í hverjum hópi var nánast sú sama, u.þ.b. 130 orð. Helmingur textanna fjallaði um einhvers konar keppni, flestir hinna fjölluðu annaðhvort um kosningu í hin og þessi embætti í nemendasamfélaginu eða umræðu­ fundi um ýmis mál, flest tengd skólanum. Í þrepamarkmiðum í ensku frá 1999 fyrir 10. bekk eru taldar upp nokkrar textagerðir sem nemendur eiga að geta ráðið við, þar á meðal sögur, frásagn­ ir, endursagnir, persónuleg og ópersónuleg bréf, skýrslur, gagnrýni, ritgerðir og röksemdarfærslur. Það er því nokkuð sérkennilegt að ár eftir ár skuli þessi ritunarþáttur í samræmda prófinu í ensku byggjast á myndasögu. Slíkt markmið er sett fram í þrepamarkmiðum fyrir 8. bekk en hvorki í 9. né 10. bekk. Viðfangsefni Það skiptir miklu máli að texti skiljist sem best. Þar koma til formlegir eiginleikar hans, hversu vel máls­ greinar eru myndaðar, samloðunin, skipting í efnis­ greinar og ýmsir tenglar sem vísa veginn. Því betri sem hin formlega ásjóna textans er, því læsilegri verður textinn. Rannsóknin beindist aðallega að innra samhengi textanna (cohesion) og var þá fyrst og fremst horft á notkun tengiorða eða tengla, þ.e. þeirra orða sem tengja saman málsgreinar (t.d. and, because) og þeirra sem vísa veginn í textanum (t.d. first, further­ more). Einnig voru textarnir skoðaðir með tilliti til rökréttrar uppbyggingar (coherence), einkum skipt­ ingar í efnisgreinar. Myndasagan sem ritunin byggist á gefur skýrt til kynna ákveðna atburðarás. Það er eitthvað sem hrindir henni af stað sem gæti verið fyrsta efnis­ grein, síðan taka við viðbrögð sem gætu myndað aðra efnisgrein (og e.t.v. þriðju) og loks er endir á atburðarásinni sem myndi verða lokaefnisgreinin. Úrvinnsla Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir hvernig uppbygg­ ingu textanna var háttað. Það var með þrennum hætti: Rökrétt skipting í efnisgreinar, texti án skipt­ ingar og skipting sem var happa­ og glappakennd. Hér á eftir sést hvernig þetta skiptist eftir hópum. Hópur 1 Hópur 2 Hópur 3 Hópur Rökrétt skipting í efnisgreinar 5 2 3 Engin skipting 7 5 6 9 Skipting happa og glappakennd 8 13 11 11 Það vekur nokkra athygli að hópur 1 skuli ekki skila betra verki hér. Þegar haft er í huga að textinn sem hér um ræðir er frásögn, mætti búast við að tenglar af eftirfarandi gerð kæmu fyrir: •   Tímaröð: first, at first, then, next, before, later, afterwards, finally •   Viðbót: and, also, then, furthermore •   Andstæður: but, yet, however, nevertheless, despite •   Orsök og afleiðing: therefore, because, so, since •   Skilyrði: if, unless, even if Það skal tekið fram að öll þessi tengiorð og mörg fleiri eru kynnt til sögunnar í því námsefni sem var til úthlutunar í ensku á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Hér á eftir er yfirlit yfir notkun tengla í úrlausnum hópanna fjögurra, flokkað eftir gerð tenglanna. Tölurnar vísa til þess hve oft hver tengill kom fyrir í viðkomandi flokki. Tenglar sem vísa til tíma Hópur 1 Hópur 2 Hópur 3 Hópur 4 first, at first 2 then 12 7 8 14 next 3 later 1 1 3 afterwards 1 finally 1 1 2 2

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.