Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 22
 MÁLFRÍÐUR Tafla 2. Lestrarhluti Núm­er spurningar Hlutfall (%) Hlutfall (%) Hlutfall (%) í könnun Allir/Rétt svör Drengir/Rétt svör Stúlkur/Rétt svör 1 71,8 71,0 73,9 2 95,0 94,4 95,7 3 71,8 80,4 62,0 4 59,9 56,1 63,0 5 98,5 97,2 100,0 6 91,6 90,6 92,4 7 90,6 88,8 92,4 8 51,5 51,4 52,2 9 87,1 86,9 87,0 10 63,4 60,8 67,4 11 86,6 86,0 87,0 12 74,8 72,9 77,2 13 71,3 72,0 70,7 14 31,2 29,9 32,6 15 70,8 67,3 73,9 Meðaltal af m­eðaltali 74,4 73,7 75,2 spurninga í leskönnuninni sést að hér eru einungis fjórar spurningar þar sem svörun er 90 % eða meira, þ.e. spurning 2, 5, 6 og 7. Sjö spurningar af 15 ná 70 – 90 % í svörun. Ein spurning sýnir svörun undir 50 %. Nemendur virðast skilja vel algengar athafnir sem tengjast veruleika þeirra, eins og at lytte til musik , at elske min hund, ride på en hest, damen i den blå bil synger hafi þeir myndir að styðjast við og um er að ræða form­ og merkingarlega samsvörun við íslensku. Einungis um 30 % nemenda gerðu greinarmun á fik chokoladekage og fik chokolade til kagen. Hugsanlega eru íslensk börn hætt að fá heitt súkkulaði að drekka og kakó látið nægja. Orðið cykel tengir einungis um 50 % nemenda merkingu við og sama gildir um en høj mand. Vísbendingar og túlkun þeirra Skilningur nemendanna á dönsku talmáli er tals­ verður. Ljóst er að full ástæða er til að halda að hægt sé að nota dönsku sem samskiptamál í bekk strax í byrjendakennslunni í töluverðum mæli. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að nemendur skilji nóg til að hægt sé að nota markmálið strax frá byrj­ un í öllum daglegum samskiptum í kennslustofunni tali kennarinn hægt, endurtaki sig og noti líkams­ tjáningu og myndmál máli sínu til stuðnings enda eiga nákvæmar útskýringar á málkerfi og slíku ekki heima í byrjendakennslu barna Við skipulag kennslu í byrjendanámi í dönsku má gera ráð fyrir að nemendur hafi ákveðna bakgrunns­ þekkingu vegna skyldleika málanna og skilningi þeirra á aðstæðum og að mikilvægt sé að byggja ofan á þessa fyrirliggjandi kunnáttu nemenda. Vegna aðstæðubundinnar þekkingar nemenda þarf í upphafi dönskunáms að nota talsverðan tíma í að vekja nemendur til vitundar um þá þekkingu sem þeir búa þegar yfir og hve gegnsætt mál dansk­ an er fyrir Íslendinga. Einnig er vert að leggja í náminu áherslu á hve lík samfélög og menning í Danmörku og á Íslandi eru og mikilvægt er að styrkja vitund barna um að margt sem þeir þekkja að heiman á einnig við í Danmörku og öfugt. Þeir þurfa þó smám saman að temja sér ýmsar málvenjur og hegðun sem er breytileg frá einni þjóð til annarrar. Mikilvægt er að þjálfa með þeim algengt sam­ skiptamál í bekk samhliða því að hvetja þá til að þora að prófa sig áfram og þeir læri að taka áhættu sem málnotendur og gera það spennandi að glíma við að tjá sig á erlendu máli. Til umhugsunar Að kenna ungum byrjendum er öðruvísi kennsla og krefst annars konar tækni en að kenna þeim sem eldri eru. Því er mikilvægt að kennarar hafi möguleika á því að sérhæfa sig í kennslu ungra byrj­ enda. Það þýðir að kennarar þurfa að eiga aðgang að námskeiðum í byrjendakennslu bæði í grunnnámi kennaramenntunar og í símenntun og að þeir hafi tækifæri til að sækja þau. Einnig þurfa stjórnendur

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.