Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 17
MÁLFRÍÐUR 1 koma auga á tækifærin til þess að geta nýtt þau. Til að mynda var nefnt dæmi um að bankarnir væru með höfuðstöðvar sínar í Frankfurt og London en algengt væri að í þeim samskiptum væri einvörð­ ungu notuð enska. Hins vegar myndu viðskipta­ menn frekar ná samningum ef að þeir töluðu móð­ urmál viðskiptaaðila sinna. Með því að tala þeirra tungumál kæmust þeir bæði nær viðskiptaaðilum sínum og eins væri viðhorfið strax jákvæðara og með því væri um leið mikið unnið. Með aukinni alþjóðavæðingu myndu því ávinnast ýmis tækifæri sem gætu nýst Íslendingum vel ef þeir kæmu auga á þau. Allir viðmælendur mínir nefndu hið stóra mál­ svæði þýskumælandi landa í Evrópu sem rökstuðn­ ing fyrir mikilvægi þýsku sem erlends tungumáls. Samkvæmt viðmælendum mínum er þörfin fyrir þýskukunnáttu í íslensku atvinnulífi mikil og fer vaxandi. Sameiginlegt álit þeirra var enn fremur að þýskukennarar gætu eflt áhuga nemenda sinna með því að sýna fram á fjölbreytt notagildi tungumáls­ ins þegar út á vinnumarkaðinn væri komið og með því að undirstrika mikilvægi tungumálakunnáttu í nútímasamfélagi almennt. Í rannsókninni kom það mjög vel í ljós að þörfin fyrir þýskukunnáttu þar sem samskipti við þýsku­ mælandi lönd fara fram er alls staðar mikil og að með opnun landamæra og aukinni alþjóðavæðingu myndi þessi þörf stöðugt aukast. Í gögnum frá Hagstofu Íslands kemur fram að þýskir ferðamenn eru stærsti hópur ferðamanna á Íslandi sé miðað við gestakomu. Eins er Þýskaland (ásamt Austurríki og Sviss) mikilvægasta viðskiptaland Íslands, ef tekinn er saman bæði innflutningur og útflutningur. Í ljósi þessa liggur beint við að þörfin fyrir þýskukunnáttu í íslensku atvinnulífi hlýtur að vera mikil. Að lokum Niðurstöður rannsóknarinnar voru bæði afar áhuga­ verðar og ánægjulegar og geta reynst þýskukenn­ urum nytsamlegar til þess að draga hinn fjölbreytta og hagnýta tilgang þýskunámsins betur fram í dagsljósið. Til þess að efla áhugahvöt nemendanna á markvissan hátt er hægt að sýna þeim með bein­ um dæmum á hversu fjölbreytilegan máta hægt er að nýta þýskukunnáttu þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Algengt er að nytsemi þýskukunnáttu í atvinnulífinu sé helst tengd við ferðamálaiðn­ aðinn, störf túlka, þýðenda eða störf þýskukennara. Tækifærin eru hins vegar svo miklu fleiri hvað góða þýskukunnáttu varðar. Kynning þeirra starfa sem í boði eru fyrir utan hin „hefðbundnu“ störf, hvort sem það er í innflutnings­ eða útflutningsgreinum, tæknigeiranum eða í fjármálageiranum ætti að virka mjög hvetjandi á nemendur og auka áhuga þeirra á tungumálinu. Önnur störf sem til greina koma eru t.d. í tryggingageiranum, í lyfjaiðnaðinum og einnig í heimi listanna. Þýskukennarar eru líklega best í stakk búnir til þess að kynna þessi tækifæri fyrir nemendum sínum og geta þannig aukið áhuga þeirra á þýskunáminu. Með því að gera nemendur meðvitaðri um fjölbreyttari atvinnumöguleika búi þeir yfir góðri þýskukunnáttu aukast að sama skapi líkurnar á því að fjöldi þýskunemenda fari vax­ andi. Með því að gera tilgang þess að læra þýsku sýnilegri verður því ávinningurinn bæði fleiri og áhugasamari nemendur.  

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.