Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 10
10 MÁLFRÍÐUR Alltaf er gaman að sækja heim ókunnar slóðir og kynnast nýju fólki. Til þess gafst tækifæri dagana 15.–16. júní, en þá stóðu samtök lettneskra tungu­ málakennara LALT fyrir tveggja daga ráðstefnu í Riga undir yfirskriftinni : „Innovations in Language Teaching and Learning in the Multicultural Context”. Slíkar ráðstefnur eða málþing eru haldin annað hvert ár á vegum félaga innan NBR, norrænu­balt­ ísku deildar Alþjóðasambands tungumálakennara (FIPLV). Veðrið lék við okkur allan tímann sem ekki spillti fyrir upplifuninni. Riga á sér 800 ára sögu sem borg og gerði staðsetningin hana eftirsóknarverða fyrir þá sem vildu eiga í viðskiptum við löndin fyrir sunnan og austan og tryggði það uppgang hennar. Hún var lengi ein af Hansaborgunum. Svíar hafa löngum haft sterk ítök. Riga er á heimsminjaskrá UNESCO þar sem stór hluti gamla bæjarins er í Art Nouveau stíl og að því leyti oft borin saman við Barcelona, Budapest og Vín. Í elsta hlutanum er bílaumferð mjög takmörkuð sem eykur enn meira á sérstöðu borgarinnar. Nokkur hundruð þátttakendur sóttu ráðstefnuna, flestir frá baltnesku ríkjunum. Nokkuð stórir hópar komu frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð en einungis 2 frá Íslandi, fulltrúi stjórnar og fyrirlesari. Velta má því fyrir sér, hvort um sé að kenna lítilli umfjöllun (ábending um ráðstefnuna var send á póstlista fag­ félaga) eða dagsetningu (15.­16.6). Margir eru þá komnir í sumarfrí eða búnir að skrá sig á námskeið annars staðar. Ráðstefnan fór fram í Stockholm School of Economics sem er til húsa í gamalli, virðulegri bygg­ ingu í Art Nouveau stíl en vel útbúin með nútíma­ legum kennslustofum. Dagskráin var mjög þétt og margt í boði. Skipulagning var til fyrirmyndar. Allt nema setning ráðstefnunnar fór fram í þessu húsi og efninu hafði verið skipt upp í nokkrar málstofur sem fóru fram samtímis og gerði valið mjög erf­ itt: 1. Common European Framework of Reference, 2. Intercultural Education, 3. Creativity, ICT 4. Intercultural Education, 5. Innovations in Language Teaching, 6. Focal Issues in Language Education. Málstofurnar fóru flestar fram á ensku, nokkur innlegg voru á frönsku, þýsku og lettnesku en 6. málstofan fór öll fram á rússnesku. Byrjað var kl. níu og haldið áfram til rúmlega fimm báða dagana. Málstofurnar fóru fram í tveggja tíma lotum með þremur til fjórum fyrirlestrum / vinnustofum og svo góðu hléi. Fyrirlesarar komu víða að og af ýmsum skólastigum, þó flestir væru frá Lettlandi. Margt var athyglisvert á ráðstefnunni og greini­ legt að viðmiðunarramminn og evrópska tungu­ málamappan er ofarlega í huga kennara baltnesku landanna. Finnsku samtökin sendu Teijo Päkkilä enskukennara, sem fjallaði um notkun viðmiðunar­ rammans við mat á munnlegri færni og var með stutta sýnikennslu. Við fengum að meta frásögn eins af nemendum hans út frá þeim ramma sem notaður er í Finnlandi og tekur á þáttum svo sem „range, accuracy, fluency, interaction, coherence“. Búið er að útfæra þá nokkuð nákvæmlega. Þátttakendum gafst Sigurborg Jónsdóttir, þýskukennari og form­aður STÍL og Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi í nýbúa- fræðslu, segja hér frá ráðstefnu sem­ haldið var í Riga sl. sum­ar. Hulda Karen Daníelsdóttir Hulda Karen Daníelsdóttir og Sigurborg Jónsdóttir Ráðstefna í Riga í júní 2007 Sigurborg Jónsdóttir

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.