Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 9
MÁLFRÍÐUR  Komdu á rétta staðinn B R A U TA R H O LT I 8 • 1 0 5 R E Y K J AV Í K •   S Í M I 5 6 2 3 3 7 0 •   w w w . i d n u . i s BÓKABÚÐ og gerðu góð kaup! Ný verslun í Brautarholti 8Hlemmur IÐNÚ bókabúð Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t búa til hugarkort, skrifa grind með atriðum sem þeir vilja fjalla um og skipta þeim niður í væntanlegar efnisgreinar. Síðan er fyrsta uppkast skrifað og svo næsta þar til kemur að lokafrágangi. Kennarinn veitir leiðbeiningar og endurgjöf en nemendur betr­ umbæta. Verkefni af þessu tagi þurfa ekki að vera löng. Í ferlisverkefnum opnast möguleikar á sam­ vinnu nemenda, t.d. í hugmyndavinnunni og einnig geta nemendur lesið verk hvers annars og veitt end­ urgjöf. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar nemend­ ur vinna saman að ritunarverkefnum í tvenndum eða litlum hópum verður árangurinn betri en ella. Nemendur leggja í púkk, ræða saman og veita gagn­ kvæman stuðning og leiðsögn (Thomsen, 2003). Þannig er líklegt að ritunin verði nemendum auð­ veldari en vitað er að mörgum reynist erfitt að glíma við hana. Kennarar ræða oft hvað það sé tímafrekt að sinna ritun. Það er vissulega rétt en það má finna leiðir til að auðvelda þá vinnu. Það er ekkert vit í að kenn­ arar sitji uppi með allar leiðréttingar. Ef kennarar eru tilbúnir að taka upp sjálfsmat og jafningjamat sem hluta af námsmati getur það auðveldað vinn­ una. Nemendur verða þannig betur meðvitaðir um eigin stöðu heldur en þegar allt er leiðrétt fyrir þá. Rannsóknir hafa sýnt að leiðréttingar á ritun nem­ enda skila sér ekki miðað við þá vinnu sem kennarar leggja á sig. Þá má benda á tilbúna matskvarða (rubrics) og leiðréttingarlykla. Notkun matskvarða hefur m.a. þann kost að nemendur sjá í hnotskurn hvað gekk vel og hvaða þætti þarf að bæta. Það má t.d. láta matskvarða ná til skipulags, inntaks, orðaforða, mál­ notkunar og frágangs. Það má síðan gefa þessum þáttum mismunandi vægi eftir því hver áherslan í ritunarverkefnum er hverju sinni. Það er vert að hafa eftirfarandi í huga: •  Ritun sem samskipti •  Ritun sem hefur tilgang •  Tengsl ritunar og lesturs •  Tengsl ritunar og hugsunar •  Heildarsýn á texta •   Ritun sem tæki til að ná tökum á byggingu máls og efla máltilfinningu Þessi rannsókn hefur að sjálfsögðu sínar takmark­ anir. Á grundvelli hennar er ekki hægt að alhæfa um ritleikni nemenda við lok grunnskóla. Hins vegar gefur hún vísbendingar sem vert væri að kanna nánar. Meðan á rannsókninni stóð leitaði ég víða að svipuðum rannsóknum sem beindust að ritun þeirra sem eru á fyrstu árum í enskunámi en varð lítið ágengt. Ritun á ensku hefur þó verið mikið rann­ sökuð en rannsóknirnar beinast einkum að þeim sem eru komnir lengra í enskunámi sínu en þeir nemendur sem hér um ræðir eða þeim sem eru að læra ensku sem annað mál. Einnig væri forvitnilegt að skoða og bera saman ritleikni nemenda á þessum aldri á íslensku og ensku. Lokaorð Með útgáfu nýrrar námskrár verður sú breyting að enskukennsla mun hefjast í 4. bekk. Eftir því sem enskukennslan hefst fyrr, er ekki óeðlilegt að kröfur í efri bekkjum grunnskólans aukist nokkuð, m.a. hvað varðar ritun. Þegar breytingar eru gerðar gefst tækifæri til að endurmeta kennsluhætti og vonandi gefa tungumálakennarar sig heils hugar í það verk. Heimildir Grabe, W. og Kaplan, R. B. (1996). Theory and Practice of Writing. New York, Longman. Hyland, K. (2003). Second Language Writing. Cambridge, Cambridge University Press. Thomsen, H. (2003). Scaffolding target language use. Í Learner auto- nomy in the Language Classroom: Teachers, learners, Curriculum and Assessment. (Ritstj. Little, Ridley og Ushioda). Dublin: Authentik. Thornbury, S. ( 2005). Beyond the Sentence, Introducing discourse analysis. Oxford, Macmillan. Weigle, S. A. (2002). Assessing Writing. Cambridge, Cambridge University Press. Wolff, D. (2000). Second language writing: a few remarks on psychol­ inguistic and instructional issues. Learning and Instruction, 10, 1, 107–112.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.